Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 66

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 66
Sagnir, 29. árgangur Árni H. Kristjánsson Goösögnin um þjóðarsáttina 1990 Grein þessi er unnin upp úr BA-ritgerð minni, „Þjóðarsáttin 1990. Forsagan og goðsögnin.“ Er éghófst handa við rannsóknina varð mér ljóst að viðfangsefnið er viðkvæmt og vandmeðfarið. Þetta kom meðal annars fram í tregðu ASÍ og VSÍ varðandi viðtöl og frumheimildir. Þrátt fyrir ljón í veginum tel ég að með rannsókn minni hafi verið fyllt að nokkru upp í eyður fyrri rannsókna með nýjum heimildum og sjónarhornum sem leiddu til ögrandi niðurstaðna. Þríhliða kjarasamningar milli verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisins sem undirritaðir voru 2. febrúar 1990 og kenndir eru við þjóðarsátt hafa fest sig f sessi sem efnahagslegt afrek. Með þessum samningum var loks klippt á áralangar víxlhækkanir launa og verðlags og verðbólgudraugurinn kveðinn niður. Með þjóðarsáttinni var markað upphaf til aukins stöðugleika í efnahagsmálum og grunnur var lagður að góðæri tíunda áratugarins. Þannig hefur þjóðarsáttin 1990 skipað sér á bekk með merkisatburðum 20. aldar og hefur yfir sér goðsagnakennt yfirbragð. Það sem gerði þjóðarsáttina 1990 einstaka var að aldrei áður höfðu jafnmargir ólíkir hagsmunaaðilar komið að kjarasamningagerð. Aldrei áður höfðu eins umfangsmiklar efnahagslegar forsendur legið til grundvallar kjarasamningum. Þar var meðal annars að finna þau nýmæli að allir skyldu fá sömu kauphækkanir og að verðbólguspár yrðu lagðar til grundvallar kaupmáttarmarkmiðum. Hornsteinninn var stöðugt gengi sem kæmi í stað verðtryggingar í eldri kj arasamningum.1 Hér verður hvorki forsögunni né kjarasamningunum sjálfum gerð ítarleg skil, heldur verður sjónum beint að andstæðum söguskoðunum um tilurð þjóðarsáttarinnar og mikilvægi sögunnar í víðara samhengi. Skoðað verður samband sögu og minninga og hvaða áhrif það hefur á sköpun og varðveislu sögunnar. Forseti ögrar viðtekinni söguskoðu Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, varpaði pólitískri sprengju í ávarpi ámálþingi til heiðurs Steingrími Hermannssyni áttræðum þann 22. júní 2008. Forsetinn fór yfir farinn veg og útlistaði meðal annars efnahagsleg afrek ríkisstjórnar Steingríms á árunum 1988-1991, en í henni sat hann sjálfur sem fjármálaráðherra: Þeirri stjórn tókst að afstýra hruni atvinnuvega, ráða niðurlögum verðbólgunnar sem herjað hafði á efnahagslífið í áratugi og skapa víðtæka þjóðarsátt um stöðugleika og batnandi lífskjör. Margir hafa á síðari árum reynt að eigna sérþessa Lilju, ýmsum skáldum ætlaður kveðskapurinn, en staðreyndirnar tala sínu máli. Það var forsætisráðherrann Steingrímur Hermannsson og samráðherrar hans sem leiddu Island út úr ólgusjó verðbólgunnar og inn á nýjar lendur þjóðarsáttar. Auðvitað var atburðarásin hönnuð á þann veg að sviðsljósið beindist oft að öðrum þegar áföngum var náð. I því fólst stjórnviskan og Steingrímur átti hana í ríkum mæli. Hann vissi að ef ætti að festa þjóðarsátt í sessi yrðu forystumenn stéttarsamtaka að fá sitt svigrúm, jafnvel heiður og dýrðarljóma. En leiksviðið sjálft, undirstöðurnar, aðdragandann og umgjörð alla smíðaði yfírsmiðurinn við Lækjargötu með sínum mönnum enda löngum laginn með sporjárn og hefil, hamar og sög.2 V iðbrögðin létu ekki á sér standa, bæði leikir og lærðir risu upp og mótmæltu meintri sögufölsun forsetans. Þar fór fremstur í flokki Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur er skráði sögu Vinnuveitendasambandsins, Frá kreppu til þjóðarsáttar. Guðmundur dró saman niðurstöður rannsóknar sinnar er hann hafnaði alfarið söguskoðun Ólafs Ragnars, auk þess vísaði hann sér til fulltingis í kollega sinn Helga Skúla Kjartansson, sem einnig ritaði um þjóðarsáttina í yfirlitsriti sínu, Island á 20. öld: í ritinu Island á 20. öld (Reykjavík 2004) segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur að frumkvæðið að þjóðarsáttinni svokölluðu árið 1990 hafi komið frá aðilum vinnumarkaðarins; verkalýðshreyfingu og atvinnurekendum: „Þeir gengu til samninga og lögðu að vanda fyrir ríkisstjórnina óskalista sinn. En ekki um neinn venjulegan félagsmálapakka, heldur víðtækar aðgerðir til að tryggja stöðugleikann í efnahagsmálum“, skrifar hann. Þegar ég samdi bók mína Frá kreppu til þjóðarsáttar ræddi ég við stjórnmálamenn og embættismenn, og forystumenn í verkalýðshreyfingu og meðal vinnuveitenda á tíma þjóðarsáttar. Niðurstaðan var afdráttarlaus og kom ekki óvart. Allt frumkvæði að samningunum, gerð þeirra og eftirfylgni var verk stéttarsamtakanna.3 Guðmundur Magnússon telur að þeir sem mestan heiður eigi af þjóðarsáttinni séu Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSI,4 en hann haslaði sér síðar völl í stjórnmálum og sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.