Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 14
Sagnir, 29. árgangur
Sigurbjörg Elfn Hólmarsdóttir
„þjóð vor strandi á hinu hættulega
blindskeri fóstureyðinganna"
Afstaða kvennanna KatrínarThoroddsen og
Guðrúnar Lárusardótturtilfóstureyðingafrumvarpsins 1934
Fóstureyðingar eru með umdeildustu aðgerðum sem
gerðar eru á mannslíkamanum. Það að eyða fóstri sem
er þegar komið á veg þróunar hefur alltaf verið fordæmt
og gagnrýnt af ákveðnum hópum samfélagsins. Þrátt
fyrir það er vitað að konur hafa í gegnum tíðina þurít
að grípa til ýmissa örþrifaráða til að reyna að losa sig við
óvelkomin fóstur. Réttur konunnar að eyða fóstri hefur
verið mikið ræddur seinustu áratugi, en áður hafði þessi
umræða farið fram bakvið luktar dyr. Helsta spurning var
sú hvort það væri siðferðislega rétt að eyða fóstri sem væri
byrjað að dafna í móðurlífi konunnar og hverjir mættu
taka ákvörðun um fóstureyðingu og á hvaða forsendum.
Nokkuð hefur verið íjallað um fóstureyðingarmál á
Islandi. Þá er sérstaklega rætt um ártölin milli 1934
- 1938 og 1975, en þá voru fóstureyðingar leyfðar
hér á landi, í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Arið
1934 var fyrst lagt frumvarp fram á Alþingi sem leyfði
fóstureyðingar að einhverju leyti. Margir fræðimenn hafa
skrifað um fóstureyðingamálin hér á landi, og er þessi
grein því ekki söguleg upprifjun á baráttunni.1 Hér á eftir
verða teknar fyrir skoðanir og umræður tveggja kvenna
um frumvarpið, Guðrúnar Lárusdóttur og Katrínar
Thoroddsen. Guðrún Lárusdóttir var eina konan sem sat
á þingi á þessum tíma og tók hún mikinn þátt í umræðum
um frumvarpið. Hún var á móti frumvarpinu að mestu
leyti. Katrín Thoroddsen var fylgjandi frumvarpinu en
erindi hennar Frjálsar ástir hafði ýtt undir umræðuna um
fóstureyðingar í samfélaginu.
Héráeftirverðurfariðaðeinsyfirfóstureyðingafrumvarpið
sjálft og rannsakað hvaða lagabreytingar fólust í því.
Fjallað verður svo sérstaklega um konurnar tvær, hvora
um sig, hvaða skoðanir þær höfðu á frumvarpinu og
fóstureyðingum almennt og af hverju þær höfðu myndað
með sér slíka skoðun. Teknar verða inn í myndina ólíkar
stjórnmálaskoðanir kvennanna, ólíkar hugmyndir þeirra
um kvenréttindi, og hvernig mismunandi afstaða þeirra
hafði áhrif á umræðuna um frumvarpið.
Til laga um leiðbeiningar fyrir konur um
varnir gegn þvf að verða barnshafandi og um
fóstureyðingar
I hegningarlögunum frá 1869 voru fóstureyðingar
bannaðar með lögum í öllum tilvikum. Þessi lög voru
svipuð í flestum ríkjum heims, nema í Sovétríkjunum
sem heimiluðu fóstureyðingar eftir skilgreindum reglum.
Akvæði um neyðarrétt höfðu hinsvegar verið teygð
í mörgum löndum, þar á meðal á Islandi, til að ná yfir
fóstureyðingar.2
Innan læknastéttarinnar á íslandi var almennt viðurkennt
að eyða skyldi fóstri ef það ógnaði lífi móðurinnar,
samkvæmt ákvæðum um neyðarrétt. Fóstureyðingar voru
að færast f aukana hér á landi og náði neyðarrétturinn
yfir færstar þeirra. f skýrslum frá þessum árum má því
sjá gífurlega íjölgun í fóstureyðingum og fósturlátum, en
eftir að tölurnar voru opinberaðar hófu forstöðumenn
sjúkrahúsa að taka harðar á löggjöfinni. Formaður
Læknafélags Reykjavíkur skrifaði í bréfi til Landlæknis
að hann hefði áhyggjur af hertu banni varðandi
fóstureyðingar, þar sem eftirspurnin væri mikil og
því augljóst að einhverjir læknar myndu glepjast og
framkvæma aðgerðirnar, þá við mun verri aðstæður en
inni á sjúkrahúsunum. Þetta vildu læknarnir ekki hætta
á og voru þeir því allir samþykkir þessu frumvarpi um
fóstureyðingar.3
Frumvarpið var ekki lagt fram til að auka sjálfstæði
kvenna heldur til að skýra lagalega, hvenær og hvernig
læknar mættu framkvæma fóstureyðingar. Konan hafði
ekkert um málið að segja, allar ákvarðanir voru teknar
af læknum. Sá sem samdi frumvarpið var Vilmundur
Jónsson landlæknir en Haraldur Guðmundsson
atvinnumálaráðherra flutti það á Alþingi. Vilmundur
vildi skipta kröfum um fóstureyðingar í þrjá flokka, sá
12