Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 48
Sagnir, 29. árgangur
ekki gild rök að kristindómurinn samræmist skynseminni
af því svo margir fylgi honum. „Fáar kenningar eru svo
allri skynsemi þarstæðar, að eigi megi finna heilan flokk
gáfaðra manna, sem hafi álitið þær skynsamlegar. Sjálf
kenningin verður að tala fyrir sér, en eigi tala þeirra, sem
hafa leiðst til að trúa henni.“47 Hindrunin í vegi fyrir því
að Guðmundur geti talið kristindóminn skynsamlegan
var sú að í honum er því trúað gagnrýnislaust sem
haldið var fram fyrir hundruðum ára sem eigi gat
samræmst vísindalegri þekkingu. Hann gat ekki látið
eins og kraftaverkin í Biblíunni hefðu verið raunverulegir
atburðir. Hann hafði lesið sér til um að ómögulegt væri
að sanna að þau hefðu í raun átt sér stað. Hann taldi
því afar vafasamt að draga einhverjar raunverulegar
ályktanir um hluti sem voru skrifaðir í trúarrit, sem
væru uppfull af þjóðsögum og hjátrú.48 Guðmundur var
þjálfaður vísindamaður og hafði yfirgripsmikla þekkingu
á náttúrufræði og því hefur hann talið sig skyldugan til
að mótmæla því í kristindómnum sem hann taldi móðga
skynsemina.
Niöurlag
Gagnrýni á trúna og kirkjuna var nokkuð lífleg í kringum
aldamótin 1900 en rénaði svo er frjálslyndari guðfræði
tók við í þjóðkirkjunni sem lagði mörgum af sínum eldri
kreddum og aðlagaðist nútímanum betur. Þeir menn sem
skrifuðu hvað harkalegast gegn kirkjunni og trúnni voru
ósáttir við það sem þeir töldu rökleysi kirkjunnar manna
í boðskap sínum og töldu vísindin fremri í sannleiksleit
mannsins. Þorsteinn Erlingsson var sérstaklega gagnrýnin
á það sem hann taldi valdníðslu kirkjunnar í aldaraðir og
liggja rætur hans trúargagnrýnu í sósíalisma og mannúð
hans. Þorsteinn Gíslason og Guðmundur Hannesson
gagnrýna frekar skynsemi trúarinnar oglíta á hvað vísindin
hafa fram á að bjóða fram yfir trúna. Trúargagnrýni þeirra
liggur því í rökhugsun og vísindahyggju meðan gagnrýni
Þorsteins Erlingssonar er tilfinningalegri.
Það voru ekki ýkja margir sem tóku þátt í þessari
gagnrýni enda var trúleysi og trúargagnrýni vafalaust
ekki vinsæl skoðun á þeim tíma þegar kirkjan hafði
enn sterk ítök í landinu. Það hefur ekki verið sérlega
vænlegt til frama ungra manna að ráðast á kirkjuna í
litlu samfélagi þar sem kunningjatengsl réðu mestu um
velgengni manna. Deilur brutust reglulega út á Alþingi
um skáldastyrk Þorsteins Erlingssonar þar sem sumir
þingmenn töldu ekki rétt að greiða jafn róttæku skáldi
laun frá Alþingi. Trúargagnrýni hans hefur vafalaust farið
fyrir brjóstið á sumum. Enda lifði hann oft við nauman
skort á lífsleiðinni. Guðmundur Hannesson hefur þó
vafalaust talið sig öruggan með sínar skoðanir vegna
þeirrar virðingar sem hann naut sem landsfrægur læknir.
Hörð trúargagnrýni Þorsteins Gíslasonar má svo efalaust
rekja til unggæðingsháttar eins og Matthías Jochumsson
orðaði það. Hann lét minna fara fyrir trúargagnrýninni
seinna eftir heimkomuna frá Kaupmannahöfn.
Var trúargagnrýnin á Islandi hörð? Víðsvegar erlendis
eins og t.d. í Frakklandi var gagnrýnin miklu harðari
og byrjaði fyrr. A miðað við það virðist trúargagnrýnin
nokkuð mild. En á íslenskan mælikvarða var hún nokkuð
hörð ef miðað er við hversu lítil og nýtilkomin stétt
menntamanna var á íslandi og þá staðreynd að trúin og
kirkjan höfðu lítið sem ekkert orðið fyrir gagnrýni fyrr
en á síðustu áratugum 19. aldar.
Ahrif trúargagnrýninnar er erfitt að meta. Lítil aukning
varð í þeim sem voru skráðir í manntölum með enga trú
á síðustu áratugum 19. aldar en þeim fór þó fjölgandi.
Vinsældir þessara nýju hugmynda hjá almenningi voru
greinilega ekki miklar. Þó má velta því fyrir sér hvort að
þessi gagnrýni hafi hjálpað til að frjálslyndari guðfræði var
viðhöfð í íslensku þjóðkirkjunni upp úr aldamótunum
1900 þó erfitt sé að leggja mat á það.
Tilvísanir
1) Armstrong, Karen: A history of God: from Abraham to
the present: the 4000-year quest for God. London, 1999, bls.
330-331.
2) Samaheimild, bls. 33T332.
3) Þórunn Valdimarsdóttir: Til móts við nútímann IV. Kristni
á íslandi. Reykjavík, 2000, bls. 45.
4) „Álit ungs prests um kirkjulífið“. Fjallkonan 6:31 (1889),
bls. 121.
5) Benedikt Kristjánsson: „Til ungaprestsins í 31. bl. Fjallk.
1889“. Fjallkonan 7:2 (1890), bls. 5.
6) Pétur Pétursson: „Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo
fyrstu áratugi 20.aldar“. Saga 28:1 (1980), bls. 186.
7) Valdimar Briem: ,,„Að afkristna landið““. KirkjublaðiÓ
6:10 (1896), bls. 149.
8) Sama heimild bls. 151.
9) Þórunn Valdimarsdóttir: Til móts við nútímann, bls. 44.
10) Sama heimild, bls. 44.
11) Þorsteinn Gíslason: „Um ritdóma og ní kvæði IIT.
Sunnanfari 3:11 (1894), bls. 86.
12) Gils Guðmundsson: I nœrveru sálar. Einar Hjörleifsson
46