Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 11
Sagnir, 29. árgangur
klippimyndabók. Þetta hlýtur að teljast kaldhæðnislegt
í Ijósi þess að bankinn hefur síðan hrunið og skilið
okkur eftir í skuldasúpunni. Hvar er fagmennskan og
fræðimennskan á bak við þetta?
SP: Fólk er í það minnsta meðvitaðra. Einhvern tímann
ætlaði ég að vera með málstofu á hugvísindaþingi um
kosti og galla þess að utanaðkomandi aðilar, fyrirtæki eða
stofnanir styrktu stöður við Háskóla íslands en fann ekki
fyrir miklum áhuga á því innan sagnfræðiskorar. Mér
fannst þetta mjög umhugsunarvert á sínum tíma eins og
reyndar mörgum öðrum og velti því fyrir mér hvernig
þetta myndi líta út í framtíðinni.
ÁDJ: Maður hugsaði „þetta er nú ekki nógu gott“ en
maður gerði ekki neitt.
Sagnir: Afhverju ekki?
ÁDJ: Maður forgangsraðaði,
maður hefur bara ákveðinn
tíma, maður er í vinnunni.
Þetta var svo aftarlega í
forgangsröðuninni. En égheld
að það þýði allavega ekki að
sitja og bíða eftir að hlutirnir
gerist af sjálfu sér. Það verður
einhver að berjast fyrir því að
þetta gerist ekki aftur, að stíga
fram. Annars gerist ekki neitt.
SP: Þetta breytist náttúrulega
af því að það eru færri sem
virðast hafa ótakmarkaða
íjármuni til að styrkja
glæpi heimsvaldastefnunnar
í þriðja heiminum - og á
þrjátíu árum höfum við séð
þessari stofnun hnigna niður í
sérfræðingaveldi.
Frjálshyggjan vill gera
út af við ríkisvaldið.
Háskólinn var fjársveltur,
einkafjármagnið átti að
hugsa um háskólamenntun.
Það voru opnaðir tveir eða
fleiri einkaháskólar og lá við
að þetta yrði allt saman í
höndum auðvaldsins. En það
gengur ekki. Kreppan er búin
að sýna okkur að við verðum
að hafa sterkt ríkisvald og
að ríkisvaldið verður að hafa
hug- og félagsvísindadeildir á bak við sig til þess að geta
fúnkerað. Þær verða að vera vel fjármagnaðar, fullkomlega
frjálsar og gagnrýnar. Það er ásamt frjálsum fjölmiðlum
einn af mikilvægustu grundvöllum lýðræðisins. Það er
ótrúleg krísa sem háskólinn hefur lent í á síðustu tuttugu
árum og það verður að sporna við því að svona geti gerst
aftur.
Sagnir: Hafið þið trú á því að það sé nógu mikill vilji til
breytinga innan Háskólans ? Hér hefur ýmislegt gengið
á síðustu árin. Landsvirkjun hefur verið með námskeið
innan skólans á sínum snærum og styrkt kennarastöðu
innan verkfræðideildarinnar. Sagnfræðideildin er
heldur engin undantekning - þar kom Landsbankinn
námsbrautinni í hagnýtri menningarmiðlun í rauninni
á koppinn. Fyrstu misserin í náminu fóru í að setja
upp sýningu um Landsbankann og búa til um hann
Árið 2004 átti íslenska heimastjórnin
hundrað ára afmæli. Sjálfstæðisflokkurinn
var þá við völd ásamt Framsóknarflokknum
og gerði afar mikið úr afmælishátíðinni,
einkum þætti Hannesar Hafstein í
sjálfstæðisbaráttu íslendinga og meintum
samhljómi með baráttu hans og síðari tíma
stefnu Sjálfstæðisflokksins. Sama ár kom út
bókin Forsætisráðherrar ísland. Ráðherrar
og forsætisráðherrar í 100 ár, en þar skrifaði
einn höfundur um hvern forsætisráðherra
landsins; byrjað á Hannesi Hafstein og
endað á Davíði Oddssyni.