Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 17

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 17
Sagnir, 29. árgangur efnalegu tilliti." Árið 1930 var Guðrún kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún hafði gefið út sína eigin stefnuskrá þar sem hún taldi fram málin sem hún vildi beita sér fyrir, efst á blaði voru kristindómsmálin. Hún tók sæti á Alþingi 1931 og var alþingismaður fram á dánardag. Guðrún lést 1938 í bílslysi. Við lát hennar skrifaði Ólafur Thors „Við fráfall Guðrúnar hafa smælingjarnir misst sinn einlægasta málssvara á Alþingi“.21 Guðrún var sitjandi þingmaður þegar frumvarpið um fóstureyðingar var lagt fram og beitti sér í umræðum um það á Alþingi. Titill greinarinnar, „þjóð vor strandi á hinu hættulega blindskeri fóstureyðinganna” er tekin úr ræðu sem hún hélt þar. í umræðum um frumvarpið fór Guðrún mikinn. Hún gagnrýndi sérstaklega lækna fyrir að hafa framkvæmt fóstureyðingar í jafn miklum mæli og nýopinberaðar læknaskýrslur báru vitni. Einnig gagnrýndi Guðrún það að engin kona hafi verið fengin til aðstoðar við samningu frumvarpsins. Ekki hafi verið vandað til verksins og ekki nægur fjöldi manna beðinn að veita álit sitt á frumvarpinu, t.d. ljósmæður.22 Þegar líða tók á umræðurnar um frumvarpið sá Guðrún sigknúna tilþess að benda á að hún væri með frumvarpinu í aðalatriðum, þó hún vildi að ýmsar breytingartillögur næðu fram að ganga áður en það væri samþykkt. Aðrir þingmenn hefðu gagnrýnt sig líkt og hún væri á móti frumvarpinu. Þeir þingmenn játuðu sök og sögðust hafa talið að hún væri algjörlega á móti frumvarpinu, ræður hennar hefðu borið þess vitni.23 Guðrún vildi einungis leyfa fóstureyðingar ef móðirin væri í bráðri lífshættu. Því fór helst 9 gr. frumvarpsins fyrir brjóstið á henni, en samkvæmt henni var læknum leyft að taka tillit til félagslegra aðstæðna varðandi fóstureyðingar.24 Ein af breytingartillögum Guðrúnar varðandi frumvarpið var því að taka 9. gr. út. Flestar breytingartillögur hennar sneru að þessu, annaðhvort vildi hún taka út málsgreinar sem leyfðu að tekið væri tillit til félagslegra aðstæðna eða bæta inn orðunum sjúk eða veikluð fyrir framan orðið kona. Guðrún taldi að 9. greinin gæti verið teygjanleg og taka Bandalag kvenna og Ljósmæðrafélag íslands undir það. Guðrún vildi frekar önnur úrræði fyrir konur frá fátækum heimilum, ekki að þær „neyddust“ til að fara í fóstureyðingu. Samfélagið, t.d. sveitastjórnir ættu að aðstoða þær við að framfleyta öllum þeim börnum sem þær eignuðust.25 I umræðum á Alþingi gagnrýndi Guðrún útkomin rit sem höfðu það takmark að fræða almenning um kynlíf, getnað, getnaðarvarnir og fóstureyðingar. Á síðari árum hefir rignt yfir þjóðina allskonar óhollu lesmáli um kynferðismálin. Allskonar óþverri af þessu tægi hefir borizt inn á heimilin og inn í huga unglinganna, óhreinkað hugsunarhátt þeirra og valdið sýkingu í sálarlífinu. I ræðu og riti hefir þessari kynferðismálaspeki verið haldið að þjóðinni og verið hrópuð út um landið í blöðum, bókum og útvarpi. í viðbót við þenan „fróðleik“” á nú unga fólkið að fá í veganesti leiðbeiningar þær gegn barngetnaði, sem frv. gerir ráð fyrir, að læknum sé skylt að láta í té.26 Einnig segir hún; Mér hefur ekki virzt skorta fræðsluna um þessa hluti. Fyrirlestrar hafa verið haldnir og bækur gefnar út, já, meira að segja í útvarpinu hafa verið haldnir fyrirlestrar um þessi mál. Og hver er útkoman? Kynsjúkdómar og fóstureyðingar hafa aukizt, svo að til vandræða horfir.27 Hér hlýtur Guðrún að vera að vitna m.a. í rit Katrínar Frjálsar ástir. Greinilegt er á þessum greinastúfum að Guðrún taldi þessi rit hafa veitt þeirri „kynlífsbyltingu“ sem ætti sér stað á landinu meðbyr. Guðrúnu var greinilega illa við hugmyndir Katrínar um frjálsar ástir og kynlífsfræðslu, eða líkt og hún kallar það; óþverri og sýking. Guðrún hefur því að öllum líkindum kannast við rit Katrínar, en draga má þá ályktanir út frá ræðu Guðrúnar að slík „kynferðismálaspeki" hefur verið nokkuð vinsæl meðal almennings. I umræðum á Alþingi kemur fram að Guðrún sagði að konan hefði nú þegar þau réttindi að ákvarða hvort hún eignaðist börn - „Eg held, að hún hafi nú ætíð haft þann rétt, svo að eigi þurfi að lögfesta hann“28 Ætla má að þarna sé Guðrún að vísa til rétt konunnar til skírlífis. Þarna lokaði hún því augunum fyrir öðrum áhrifavöldum getnaðs, líkt og nauðgunar. Guðrún var helst á móti fóstureyðingum og öðrum takmörkunum barneigna vegna aukinnar spillingar og „kynlífsóhófs" sem því fylgdi. Frjálsræðið væri mest í stórborgum, þar sem „fjöldinn vill lifa eftir því, sem hugurinn girnist, og þó um leið, eiga opnar leiðir til þess að losast við óþægindin, sem afleiðingar lifnaðarins kunna að hafa í för með sjér.“29 Guðrún taldi fyrstu grein frumvarpsins, þar sem læknum er skylt að veita konum leiðbeiningar um varnir gegn óléttu, ýta undir lausung og ábyrgðarlaust kynlíf. Þannig gætu „óvönduð rosamenni“ notfært sér ungar og saklausar stúlkur, sérstaklega þar sem það ætti að leyfa innflutning á víni aftur til landsins30, „en kunnugt væri, að undir áhrifum víns væri siðferðið veikara en annars og mundu lög um möguleika fyrir fóstureyðingum ekki bæta ástandið"31 Guðrún benti á samtímahugmyndir um að konan bæri 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.