Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 25

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 25
Tilþ ess að skapa þessa breiðfylkingu þurfti óneitanlega að draga nokkrar vígtennur úr femínismanum og þjóðfélagsgagnrýninni. Það má ekki gleymast hvað við var að etja; íhaldssamt samfélag þar sem það þótti róttækt að berjast fyrir dagvistarplássum fyrir börn giftra mæðra. Sumum þeirra kvenna sem boðaðar voru á fund bráðabirgðahóps um undirbúning aðgerðarinnar þótti jafnvel hugmyndin um kvennafrí fullmikill brussugangur; Kristín Njarðvík frá Kvenfélagi Breiðholts stakk til dæmis upp á því að konur gæfu heldur laun sín til einhvers þarfs málefnis, eins og sjúkrahúsbyggingar.42 Fyrir konur sem litu á hefðbundna góðgerðastarfsemi sem nothæfa mótmælaaðferð hefur það örugglega verið mjög róttæk hugmynd að leggja niður vinnu í heilan dag, jafnvel þótt það hafi verið undir formerkjum frídags. Að mínu viti er það hárrétt mat hjá Þorgerði Einarsdóttur að aðgerð sem næstum helmingur þjóðarinnar tekur þátt í geti ekki verið hugmyndafræðilega beitt. Það liggur í eðli ríkjandi viðhorfa að þau eru aldrei ögrandi afl. Þegar kvennaverkfallinu hafði verið breytt í frí var hugmyndin orðin nógu almenn til að samfélagið tæki hana strax í sátt.43 Það sem Þorgerður virðist hins vegar líta framhjá er að þegar stefnt er að vinnustöðvun á annað borð krefst hún mikillar þátttöku til þess að geta virkað sem mótmælaaðgerð. Verkfall sem aðeins lítill hluti hópsins tekur þátt í er fremur aumt uppátæki og gæti jafnvel haft þveröfugt áhrif við það sem til var ætlast. Þótt kvennafrídagurinn standi upp úr í sögu áttunda áratugarins sökum góðrar þátttöku var hann ekki einangrað fyrirbæri. Hann var aðeins ein af mörgum baráttuaðgerðum kvenréttindakvenna, með rauðsokkur fremstar í flokki. Margar þeirra aðgerða voru mjög beittar í þjóðfélagsgagnrýni sinni, en þær voru að sama skapi ekki líklegar til að laða að sér breiðan hóp stuðningsmanna." Kvennahreyfingin er ekki og hefur aldrei verið fastmótaður flokkur kvenna með sömu skoðanir og sömu baráttuaðferðir. Hún er samsett úr mörgum hópum og einstaklingum með ólík viðhorf og hagsmuni. Þess vegna er erfitt að krefjast þess af kvennahreyfingunni að hún velji milli beittrar hugmyndafræðilegrar gagnrýni og þess að vera breið fjöldahreyfing. Með öðrum orðum er mótsagnakennt að gagnrýna þá afstöðu skipuleggjenda kvennafrídagsins að skapa breiðfylkingu um hann, en það má vel finna að þeim aðferðum sem þær beittu til þess. Ein þeirra var að breyta yfirskrift dagsins úr verkfalli í frí og eftir því sem best má lesa út úr samtímaheimildum er líklegt að það hafi haft töluvert að segja um möguleikann á breiðri samstöðu. Sagnir, 29. árgangur Vilborg Dagbjartsdóttir Þótt það ylli sumum þátttakendum kvennafrídagsins vonbrigðum hversu auðveldlega annars konar hagsmunapólitík klauf samstöðuna á endanum45 voru aðrar sannfærðar um jákvæð áhrif kvennafrídagsins á jafnréttisbaráttuna til lengri tíma litið og töldu jafnvel að hann hefði átt sinn þátt í kjörinu á Vigdísi Finnbogadóttur sem fyrsta þjóðkjörna kvenforseta heims fimm árum síðar.46 VI Lítill eftirmáli um örlög kvennajrídagsins Kvennafrídagurinn var barn síns tíma, skýr afurð annarrar bylgju femínisma með áherslu á samstöðu og vitundarvakningu kvenna.47 Að mínu mati felast meginmistökin í því að hafa ekki leyft honum að standa sem slíkum, sem einni af mörgum og fjölbreytilegum aðgerðum kvenréttindakvenna á 8. áratugnum. í staðinn var hugmyndin dregin fram og dustað af henni mesta rykið við tvö tækifæri eftir það, á tíu og þrjátíu ára afmæli kvennafrídagsins. Kvennafrídagsins 24. október 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.