Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 39

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 39
Sagnir, 29. árgangur Kristin trú sem þjakandi og styrlqandi afl Sterk tvíhyggja einkenndi hugmyndir fólks um konur þ.e. á þessum tíma, annað hvort voru þær hylltar fyrir kynferði sitt eða ýtt niður í öskuna. Þær voru þjakaðar af erfðasyndinni og samkvæmt skilgreiningum kristinna rita í meiri hættu á að ánetjast illum öflum en karlar. Höfundi Tímóteusarbréfs fannst að með syndafalli Evu hefði konan fyrirgert rétti sínum til að taka þátt í opinberu lífi, það er sök Evu að syndin komst í heiminn og fyrir það eru konur enn að gjalda.33 Tilvitnunin í syndafallið hefur í gegnum tíðina verið notuð til að réttlæta undirokun kvenna. En þrátt fyrir syndsamlega náttúru kvenna var orðum Páls postula um að karlar og konur, frjálsir menn og þrælar yrðu jöfn á himnum, höfð í hávegum.34 Karlmenn höfðu meira frelsi til athafna en konur og voru í nánari snertingu við heiminn utan heimilisins. Því hefur verið haldið fram að karlar fremur en konur hafi fundið til spennu gagnvart siðferðilegum kenningum kirkjunnar. Drykkjuskapur, lauslæti og slíkar syndir áttu fremur helgað land í heimi karla.35 Karlmönnum leyfðist að teygja siðareglur kristni og þar af leiðandi samfélags lengra en konur, svo sem í sambandi við framhjáhald. Mun vægar var tekið á framhjáhaldi karlmanna en kvenna. Ef kona gerðist sek um slíkt athæfi gat það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, fjársekt og jafnvel fangelsisvist, á meðan karlmaður var ávítaður. Sérstaklega voru konur varaðar við líkamlegum samskiptum við hitt kynið. Þær áttu á hættu að verða ófrískar utan hjónabands, en konur sem það henti áttu ekki viðreisnar von í hinu íslenska sveitasamfélagi. Kristin trúarrit voru án efa grunnur siðferðisskoðana fólks. Þeirri hörku sem beitt var í siðferðismálum kvenna á því rætur að rekja til kristinna rita.36 Á síðustu áratugum hafa feminískir guðfræðingar tekið hina kristnu hefð til endurskoðunar, mikið hefur borið á gagnrýni í garð karllægni kristni og kristinna rita, þ.á.m. Biblíunnar. Fræg er umfjöllun femíníska heimspekingsins og guðfræðingsins Mary Daly um fórnarlambshugsunarhátt eða scapegoat mentality. Samkvæmt Arnfríði Guðmundsdóttur kemst Daly að þeirri niðurstöðu í bók sinni Beyond God the Father (1973) að Kristur sé ekki heppileg fyrirmynd fyrir konur. Arnfríður telur hugmyndir Daly benda til þess að konur fremur en karlar hafi verið hvattar til að tileinka sér hugsunarhátt fórnarlambsins. Sá hugsunarháttur einkennist af eiginleikum eins og fórnandi elsku, umburðarlyndi gagnvart þjáningu, auðmýkt og hógværð. Kristi eru eignaðir þessir eiginleikar og því telur Daly að fyrirmynd Krists hafi ýtt undir fórnarlambshugsunarhátt á meðal kvenna.37 Hún tekur jafnvel svo djúpt í árinni að eina leið kvenna til frelsunar sé að yfirgefa kirkjuna. Þeir eiginleikar sem eignaðir eru Kristi og konum stuðla að aukinni kúgun kvenna séu þeir skoðaðir út frá forsendum feðraveldisins. Arnfríður Guðmundsdóttir segir að konur hafi lagt sig fram við að feta í fótspor Krists. Þær leituðust við að lifa lífi sínu eftir kærleiksboðum hans og taka hagsmuni annarra fram yfir sína eigin.38 Þjáningin var upphafin og Guði þakkað fyrir að senda þjáninguna til manna sem hluta af þroska og lærdómsferli. En það er varhugavert að setja fórn og þjáningu á háan stall. Ef samþykkt er að þjáning sé af hinu góða er sú hætta fyrir hendi að ekkert verði að gert til að breyta viðverandi ástandi.39 Jafnvel má tala í þessu samhengi um trúarlega nauðhyggju. Sú skoðun að allt sé fyrirfram ákveðið af Guði getur orðið til þess að menn taki ekki ábyrgð á eigin lífi.40 Kristnum ritum er tíðrætt um hlutverk og eðli kvenna eins og áður segir. En kristni og kristin trúarrit höfðu ekki eingöngu neikvæð áhrif á hugmyndir kvenna um sjálfar sig. Konur leituðust við að samsvara sigþeim hlutverkum sem kristni og samfélag áréttaði þeim. Trúin veitti konum styrk á erfiðum tímum, þær báru mikla lotningu fyrir guðs orði og leituðu til persónulegs Guðs á erfiðum tímum sem og í daglegu amstri. Sýnt hefur verið fram á að samfélagsstaða kvenna hafi stuðlað að því að viðhalda trúrækni þeirra.41 Almennt áttu konur litla von um að geta menntað sig, þær komust í litla snertingu við annað en það sem viðkom heimilinu. Karlmenn áttu auðveldara með að kanna heiminn, hann var óskiljanlegra fyrirbæri fyrir ómenntaðar konur sem fannst þær léttvægur þráður í vef almættisins.42 Kristin trúarrit urðu konum mikilvægt hjálpartæki á seinni hluta 19. aldar, trúararfinn nýttu þær sér til að styrkjabaráttumál sín. Kenningar Lúthers um persónulegt samband einstaklinga við æðri máttarvöld hjálpuðu þar mikið til43 Lúther hvatti til þess að Biblían væri lesin í Ijósi Krists. Ljóst er að Kristur gekk í mörgum tilfellum þvert á viðteknar hugmyndir um konur. Hann hélt fram jafnréttissjónarmiðum í samfélagi sem einkenndist af yfirráðum karlmanna. Margir komu að samningu og samsetningu ritningarinnar og því skyggja ríkjandi viðhorf í garð kvenna á það jafnræði sem Jesú boðaði.44 Siðferðilegum gildum var haldið að konum í mun ríkari mæli en körlum, litið var alvarlegri augum á syndir kvenna en karla þó að karlmenn hafi frekar iðkað það sem taldist syndsamlegt líferni en konur. Á seinni hluta 19. aldar tóku konur að gagnrýna þá neikvæðu mynd sem birt er 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.