Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 78
Sagnir, 29. árgangur
þjóða til sjálfsákvörðunar (e. self-determination) og
hvenær hann væri viðeigandi. Hugtakið sjálft er venjulega
rakið til Wbodrow Wilsons Bandaríkjaforseta, sem
í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar notaði það til að
réttlæta að þau ríki sem biðu ósigur í styrjöldinni yrðu
klofin í sundur og mynduð úr þeim mörg þjóðríki. A
þeim tíma var í raun aðeins um að ræða einhverskonar
grundvallarhugmynd, sem hafði ekkert lagalegt gildi, líkt
og var á 19. öld. En ólíkt því sem tíðkaðist oítast á 19. öld
var fullveldi ríkja ekki alltaf látið hafa yfirhöndina. Síðan
þá hefur hugmyndin þróast þannig að sjálfsákvörðun
er nú talinn lagalegur réttur, sjálfsákvörðunarréttur, og
skilgreint hefur verið hverjir njóta hans.2
Eins og Wilson notaði hugtakið upprunalega voruþjóðir
fyrst og fremst skilgreindar út frá landsvæði. Þá var litið
svo á að sjálfsákvörðunarréttur veitti íbúum tiltekins
landsvæðis - þjóðinni - rétt á að taka þátt í stjórnun
ríkisins. Síðar kom upp önnur túlkun. Samkvæmt
henni eru þjóðir menningarlegar einingar frekar en
landfræðilegar og sjálfsákvörðunarréttur veitir þeim rétt
til þess að ráða sér sjálfar án utanaðkomandi afskipta.
Þessar túlkanir eru báðar viðurkenndar í alþjóðalögum
og hafa jafnvel tekist á, til dæmis í tilfelli Þjóðverja í
Súdetalandi.3
Báðar þessar túlkanir geta rekist á við hugmyndir um
fullveldi ríkja og friðhelgi yfirráðasvæðis þeirra en einkum
þó sú síðari. Hún veitir þjóðum sem skilgreindar eru
með vísan til sameiginlegrar menningar rétt á að ráða sér
sjálfar ogþar með einnig að kljúfa sig frá ríkjum sem ekki
eru þjóðríki. Þannigkemst sjálfsákvörðunarréttur í hreina
mótsögn við hugmyndina um friðhelgi yfirráðasvæðis.
Vegna þessa hefúr verið nauðsynlegt að skilgreina hvenær
sjálfsákvörðunarréttur þjóða á við, og hvenær friðhelgi
yfirráðasvæðis er talin mikilvægari.
Nú er það svo að frá lokum síðari heimsstyrjaldar hefur
einn mikilvægasti vetvangur alþjóðlegrar ákvarðanatöku
verið Sameinuðu þjóðirnar og þá helst öryggisráðið.
Þrátt fyrir að nafnið gefi ef til vill annað til kynna, þá eru
Sameinuðu þjóðirnar samtök ríkja. Þannig eru það ríki
heims sem móta sín á milli leikreglurnar sem þau skulu sjálf
fara eítir, þar á meðal reglurnar sem snúa að ósjálfstæðum
þjóðum. Flestum ríkjum er mjög annt um friðhelgi eigin
yfirráðasvæðis og þau hafa alla tíð haft það í huga þegar
sjálfsákvörðunarréttur hefur verið til umfjöllunar. Þess
vegna hefur það verið svo að frá því að fyrst var tekið
að líta á sjálfsákvörðun sem rétt hafa alltaf verið slegnir
varnaglar, sem árétta að þó sá réttur sé mikilvægur, sé réttur
ríkja til landamæra sinna - það er friðhelgi yfirráðasvæðis
- mun mikilvægari. Sú niðurstaða sem ríkin sem nú þegar
njóta sjálfsákvörðunarréttar hafa sæst á er að mikilvægara
sé að varðveita gildandi ríkjaskipulag en að stokka það
upp í nafni sjálfsákvörðunarréttar þjóða. Það geti þó
gerst, en aðeins í vissum undantekningartilfellum sem
alþjóðasamfélagið, eða í það minnsta meginþorri ríkja,
hefur í gegn um árin sæst á hver eru.
Þjóðir í skilningi laganna
Spurningin um hvenær skuli veita hópi fullveldi á
forsendum sjálfsákvörðunarréttar og á kostnað friðhelgis
yfirráðasvæðis er í raun spurningin um hverjir hafa rétt
á því að skilgreina sig sem þjóð í lagalegum skilningi.
Auðvelt er að segja að þjóð sé hópur sem deilir sömu
menningu, tungu, sögu og jafnvel landsvæði. Slíkt dugir
þó ekki þegar kemur að alþjóðalögum og í staðinn þarf að
skilgreina nákvæmlega hverjir eru handhafar „sjálfsins" í
sjálfsákvörðunarrétti; hverjir geta talið sigþjóð sem á rétt
á að vera fullvalda. Skilgreiningarnar sem ríki heims hafa
getað komið sér saman um eru þröngar og ganga út frá
því að friðhelgi yfirráðasvæðis skuli ávallt njóta vafans.
Ef sjálfsákvörðunarréttur þjóða á að geta rofið friðhelgi
yfirráðasvæðis ríkja þarf að rökstyðja það, en ekki öfugt.
Skilgreiningin á sjálfsákvörðunarrétti hefur þróast í
tímans rás. Þegar hugmyndin kom fyrst fram eftir fyrri
heimsstyrjöld var hún mjög óljós og í raun notuð á
hálfgerðan hentistefnuhátt til þess að kljúfa í sundur
þau ríki sem töpuðu stríðinu. Henni var ekki ætlaður
neinn fastmótaður staður í alþjóðakerfinu. Það breyttist
hins vegar með stofnun Sameinuðu þjóðanna. I fyrstu
grein stofnskrár samtakanna er tekið fram að hlutverk
Sameinuðu þjóðanna sé, meðal annars, að: „Stuðla að
vinsamlegum samskiptum á milli þjóða sem byggjast á
virðingu fyrir grundvallarhugmyndunum um jafnrétti
og sjálfsákvörðun þjóða..!'4 Þar með var hugmyndin um
sjálfsákvörðun orðin grundvallarhugmynd sem æðsta
stofnun alþjóðakerfisins var byggð á.
Þrátt fyrir þetta er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því
að á þessum tíma var ekki orðin til nein föst skilgreining
á því hvað sjálfsákvörðunarréttur væri og þess vegna var
enn ekki um annað að ræða en grundvallarhugmynd.
Þessu til staðfestingar er það þegar síðar í stofnskránni er
talað um svæði sem ekki njóta sjálfstæðis. Þar er ekkert
talað um sjálfsákvörðunarrétt og minnst á sjálfstæði sem
eina af mögulegum leiðum fyrir þessi svæði til þess að fara
í framtíðinni.5
Þróunin yfir í sjálfsákvörðun sem rétt þjóða til sjálfstæðis
átti sér stað á sjötta áratuginum þegar farið var að veita
76