Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 32

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 32
Sagnir, 29. árgangur launamunar kynjanna sé að finna í því að karlar vinni meira en konur og að hæst launuðu störfin feli í sér mikla viðveru og fórnir á kostnað annarra þátta.38 Það má velta því fyrir sér hvort kenning Hakim sé eiginleg kenning eða í rauninni aðeins lýsing og réttlæting á ríkjandi kerfi. Það má segja að hún lýsi þeim veruleika sem frjálst markaðskerfi hefur skapað í nútímasamfélögum og virðist á því að það kerfi sé komið til að vera þar sem hún spáir að það haldi velli um ókomna tíð. Sama má í raun segja um málflutning Samúels og Snjólfs sem leggja áherslu á að ólíkt val einstaklinga sé eðlilegt líkt og Hakim og að ekkert sé við það að athuga svo lengi sem það sé frjálst. Segja má að hjá Snjólfi og Samúel rnegi sjá viðhorf sem eru algeng í samfélagsumræðunni, Hakim klæðir þessi viðhorf síðan í fræðilegan búning. Þessi sjónarmið myndu samræmast stefnu Sjálfstæðisflokksins sem styður frjálst markaðskerfi og leggur áherslu á einstaklinginn, óháð kyni. Finna má rannsóknir sem styðja viðhorflíkt ogþessi ogþað að launamunur kynjanna sé bundinn einstaklingsþáttum en ekki rótgrónum samfélagsþáttum. Má þar nefna að niðurstöður rannsóknar þeirra Tryggva R. Jónssonar, Hauks Freys Gylfasonar og Alberts Arnarsonar þar sem þeir könnuðu ástæður launamunar kynjanna. Þær leiddu í Ijós að konur væntu almennt lægri launa en karlar. Einnig færu þær yfirleitt fram á lægri laun við ráðningar en karlar þrátt fyrir að meta sig jafnhæfar til starfsins og telja starfið kreíjast meiri menntunar og ábyrgðar en karlarnir gerðu.39 Lesa má út úr þessum niðurstöðum að launamunurinn sé líklega konum sjálfum að kenna sökum hógværðar þeirra og óframfærni. Þær þurfi bara að hafa meiri trú á sjálfum sér og gera meiri kröfur. Þessar niðurstöður eru hins vegar í ósamræmi við niðurstöður Þorgerðar Einarsdóttur og Kristjönu Stellu Blöndal um sama málaflokk en þar kemur meðal annars fram að ...meðal háskólamenntaðs fólks sóttust konur eftir ábyrgð í starfi til jafns við karla, t.d. með því að leggja fram eigin hugmyndir, falast eftir sjálfstæðum verkefnum og bjóðast til að leysa yfirmann sinn af. Hins vegar voru yfirmenn í öllum tilvikum líklegri til að hvetja karla til að taka að sér fyrrnefnd verkefni. Álíka margir karlar og konur sóttust eftir launahækkun en karlar voru hins vegar mun líklegri til að fá þá hækkun sem þeir báðu um.40 Umræða og lokaorð Ef litið er á stjórnmálaumhverfi síðustu ára kemur fljótt upp í hugann hin langa stjórnarseta Sjálfstæðisflokksins sem var í ríkisstjórn frá 1991 til 2009. Stjórnarfarið á þessu tímabili einkenndist að töluverðu leyti af frjálshyggju. Einkavæðing jókst til mikilla muna, frjálsu markaðskerfi óx ásmegn , útrásin fræga færði mörgum Islendingnum titilinn „útrásarvíkingur" og einkaframtakið var keppikeflið. Island var ríkast í heimi, við vorum hamingjusamasta þjóð í heimi, sannkölluð undrabörn sem vorum svo sannarlega komin langt í burtu frá torfkofunum, jafnvel búin að gleyma þeim. Hér var fátækt í lágmarki og atvinnuleysi þekktist varla. Nú var „gróði...ekki lengur skammaryrði, heldur keppikefli“ og ,,nú...[Ieit] æskan upp til athafnamanna, eins og rithöfunda og skálda áður!‘41 Allt lék í lyndi, alveg fram að hruninu á haustdögum 2008. Ann Levey sem getið var í inngangi hefur talað um spennu sem myndast hafi milli femínisma og frjálshyggju. Hún telur að með því að gangast við femínisma sé frjálshyggju að vissu leyti hafnað. Það sé vegna þess að femínismi boði pólitískar aðgerðir til að rétta hlut kvenna en virði þannig ekki val sumra kvenna.42 Ef skoðuð er skilgreining Femínistafélags íslands á því hvað það er að vera femínisti er hún þessi: „Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.“43 I þessu felast fyrirheit um aðgerðir. Það má leiða líkum að því að þó margir hafi glaðst yfir nýju afli sem hugðist beita sér í orðum og verki fyrir málstaðnum hafi það einnig fælt marga frá. Einstaklingshyggjan og hugmyndin um að hver sé sinnar gæfu smiður hefur verið rík og stangast óneitanlega á við hugmyndir þeirra sem telja að markvissra aðgerða sé þörf til að vinna málstaðnum lið. Því gæti Levey haft lög að mæla þegar hún talar um spennu milli frjálshyggju og femínisma. I grein sem Diljá Mist Einarsdóttir skrifaði á Deiglunni og nefnist „Jafnréttisbarátta á villigötum“ má sjá dæmi um þessa spennu. Þar gagnrýnir höfundur femínista fyrir að gera ráð fyrir að allar konur vilji frama í atvinnulífinu. Hún talar um að það hafi „..magnast upp einhvers konar ofdýrkun á hinni útivinnandi framakonu sem holdgervingi femínistans og þær konur sem haf[i] annars konar metnað og öðruvísi hagsmunamat haf[i] orðið undir. I umræðunni...[hafi] verið gert mjög lítið úr heimavinnandi húsmæðrum... ‘i44 Höfundur virðist sjá femínisma sem aðför að mismunandi frjálsu vali einstaklinga sem vilji steypa alla í sama mót. Hafi Levey rétt fyrir sér má færa fyrir því rök að það stjórnmálaumhverfi sem hér hefur verið undanfarin ár geti hafa haft töluverð áhrif á ríkjandi, oft neikvæða, orðræðu 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.