Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 28

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 28
Sagnir, 29. árgangur Ösp Viðarsdóttir Femínismi og frelsi Femínismi hefur löngum verið umdeildur. Flestir hafa sínar hugmyndir um hvað það stendur fyrir og hvað það þýðir að vera femínisti. Það er kannski ekki skrítið enda er femínismi ekki eitthvað eitt og niðurnjörvað heldur er hann margslunginn og vandskilgreindur svo mörgum gæti reynst erfitt að festa fingur á hvað hann er. Umræðan á Islandi undanfarin ár hefur oít á tíðum verið afar neikvæð og óvægin. Það hefur ekki beint verið í tísku að vera femínisti og kvennabarátta hefur alltaf verið umdeild. Hér verður fjallað um femínisma og umræðuna um hann í tengslum við stjórnmálaumhverfi síðustu ára. I upphafi verður fjallað aðeins almennt um femínismann, hvað hann er og hvernig hann hefur þróast. Gera má ráð fyrir að stjórnmál hafi mikil áhrif á samfélög og þjóðfélagsumræðu hverju sinni. Því verður fjallað um jafnréttisáherslur þeirra fslensku stjórnmálaflokka sem teljast boða annars vegar hvað mesta frjálshyggju og hins vegar hvað mesta félagshyggju í stefnum sínum, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar-græns framoðs. Fjallað verður um jafnréttismál og femínisma innan þeirra og hvernig áherslurnar í þeim málaflokki tengjast hugmyndafræði þeirra að öðru leyti. Að því loknu verður tekninn fyrir einn málaflokkar sem hefur verið áberandi í áherslum femínista og þeir að sama skapi verið gagnrýndir fyrir að beita sér í en það eru kynjaskipting starfa og launamunur kynjanna. Gerð verður grein fyrir rökum femínista svo og mótrökum gagnrýnenda og reynt verður að finna tengsl á milli umræðu í þessum málaflokkum annars vegar og stjórnmálaumræðu og umhverfis hins vegar. Umræða og lokaorð verða að síðustu sameinuð en þar verða meðal annars skoðaðar hugmyndir Ann Levey, prófessors í heimspeki við University of Calgary1, í samhengi við umfjöllun greinarinnar. Hún hefur talað um að spenna hafi myndast milli femínisma og frjálshyggju. Þannig lítur hún svo á að það að gangast við femínisma þýði að hafna frjálshyggju að því leyti að femínismi krefjist pólitískra aðgerða til að rétta hlut kvenna sem virði ekki val sumra kvenna.2 Hvað erfemínismi? Það er erfitt að skilgreina femínisma. Það er ekki til neitt eitt feminískt sjónarhorn heldur eru þau mörg og ólík. Þó er hægt að nefna nokkur atriði sem má segja að einkenni flesta femínisma. Margaret L. Andersen3 hefur meðal annars bent á þrjú meginatriði sem séu femínismum sameiginleg. I fyrsta lagi sú skoðun að staða kynjanna í hverju samfélagi sé mótuð af félagslegum en ekki eðlislægum, líffræðilegum þáttum. I öðru lagi, að vegna þess að misrétti sé innbyggt í samfélagsstrúktúrinn stefni femínistar að því að breyta samfélaginu til að létta á misréttinu. í þriðja lagi að reynsla, málefni og hugmyndir kvenna séu jafn mikilvæg og verðmæt og karla.4 Gagnrýni á femínisma virðist oft einkennast af fáfræði um hugtakið. „Eg veit það ekki, þetta eru allt brjálaðar konur”5 var svar eins viðmælanda Veru, aðspurður hver væri uppáhalds femínistinn hans. I öðru tölublaði Veru var fólk úti á götu spurt hvað femínismi væri í þeirra augum. Þar mátti finna svör eins og; „Rauðsokkur - konur með svipu sem berja karlana sína“ og „...Öfgafullar kvenréttindakonur...“é Öfgar er eitthvað sem löngum hefur verið tengt við femínisma. Femínistar hafa verið sakaðir um að vera karlhatarar og kvenvargar sem vilja karla burt til að koma sjálfum sér á framfæri auk þess sem femínistar hafa iðulega verið merktir sem lesbíur, sem tengist líklega karlhatrinu meinta.7 í grein á vefritinu Deiglunni, sem er vettvangur frjálshyggjuradda,8 má meðal annars sjá dæmi um karlahaturs-mýtuna. Þar sakar höfundur femínista um að rægja karlkynið í heild sinni, saka það um illmennsku og kúgun og telur þetta ástæðuna fyrir því hve femínistar eru umdeildir.9 Oft er talað um þrjár bylgjur femínismans. Þær konur sem börðust fyrir því að fá kosningarétt, kjörgengi og önnur lagaleg réttindi á við karlmenn hér á landi sem annars staðar eru sagðar tilheyra fyrstu bylgju femínismans. Sá er kenndur við frjálslyndan eða borgaralegan femínisma í ætt við þann sem birtist í Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill. Markmiðið var lagalegt jafnrétti, fjárhagslegt frelsi, sem og frelsi einstaklingsins í hvívetna.10 Upphaf annarrar bylgju femínismans er yfirleitt miðað við lok sjöunda áratugarins en hún á meðal annars rætur sínar að rekja til róttækra vinstri hreyfinga og stúdentahreyfinga sem hristu hressilega upp í þj óðfélögum víða um heim um þetta leyti. Femínistar sáu samfélagið sem karllægt og kúgandi fyrir konur, spurningamerki var sett við hefðbundin kynhlutverk og lögð var áhersla á að 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.