Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 70

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 70
Sagnir, 29. árgangur valdastofnanir samfélagsins ákveða hvers sé vert að minnast og hvernig? Franski félagsfræðingurinn Maurice Halbwachs setti fram kenningar um minni og minningar. Kjarni hugmynda hans er sá að minningar séu félagslegt en ekki einstaklingsbundið fyrirbæri og að þær séu kallaðar fram í tengslum við hópa. Halbwachs taldi því minni byggjast á heild (e. totality)-, þannig geti hópar munað og þar með séu til sameiginlegar minningar sem margir deila. Það sem haldi minningunum saman sé að þær endurspegli heildarhugsun. Slíkar minningar eru miðaðar við þarfir samtímans og sannleikshugtakið er aukaatriði.29 I þessu samhengi má nefna dæmi þar sem einn ágætur kennari við Háskóla íslands vildi líta svo á að stofnendur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar hafi verið hægrimenn. Forvígismenn Dagsbrúnar studdu Heimastjórnarflokk Hannesar Hafstein, sem síðar varð íhaldsflokkurinn - Sjálfstæðisflokkurinn. Þessi niðurstaða var byggð á „staðreynd" (e. fact), hugtakið virðist einfalt og borðleggjandi, en svo er í raun ekki. Um leið og staðreyndinni sleppir taka við túlkanir á aðstæðum. Umfjöllunin breytist frá einfaldri staðreynd yfir í flókið orsakasamband milli ólíkra og oft ósamstæðra staðreynda.30 í þessa mynd, vantar þá staðreynd að mikill meirihluti Islendinga ogþar með talið verkamenn, var fylgjandi sjálfstæði Islands - markmiði Heimastjórnarflokksins. Munurinn á sameiginlegu minni og sögulegu minni er þannig talinn liggja á milli upplifunar einstaklinga og varðveislu minninga þeirra í stærra samhengi.31 Þjóðir eiga því sameiginlegar minningar og á tímum þjóðernishyggju runnu sögulegt minni (e. historical memory) og sameiginlegar minningar þjóða saman, allt varð eitt í samfellu sögunnar og sagnfræðingar tóku það að sér að framleiða sameiginlegar minningar þjóða. Islandssagan sem þannig var samin og skilgreind af sagnfræðingum fyrri tíma var rituð í pólitískum tilgangi; markmiðið var að byggja upp samkennd og samstöðu þjóðarinnar.32 Halbwachs gagnrýndi sagnfræðinga fyrir að raða atburðum upp í snyrtilega tímaröð, eða svonefnda samfellusagnfræði (e. consensus history). Slík sagnfræði hefur verið gagnrýnd fyrir að þjóna þeim tilgangi að sameina samfélög um hugmyndir og hugsjónir valdhafa, sem reyni að sveigja minningar almennings í ákveðna átt.33 Þannig nýta valdhafar sögulegt minni sem stjórntæki til að halda á lofti ákveðinni hugmyndafræði °g tryggja völd. Aðkoma fræðimanna að þessu valdi minninga er mismunandi, en sumir ganga augljóslega „erinda ákveðinna sjónarmiða, stjórnmálaskoðana eða valdablokka í samfélaginu. Spor slíkra fræða hræða en þau er víða að finna í samfélagi nútímans."34 Gagnstætt sögulegu minni valdhafa er svonefnt „alþýðuminni" (e. popular memory) sem er í andstöðu við ríkjandi minningar sem mótaðar eru af valdhöfum. Hér er einnig hægt að vísa í „andstöðuminni" (e. counter memory), það er sú hugmynd Michel Foucault að andstaða myndist vegna vitundar um að valdhafar reyni að sveigja minningar almennings í ákveðna átt.35 Til dæmis má nefna tilhneigingu yfirvalda í fyrrum Ráðstjórnarríkjunum til að ritstýra opinberri sögu. Eítir hrun Berlínarmúrsins og Sovétríkjanna hófst „endurheimt minninganna“ í Austur-Evrópu.36 Franski sagnfræðingurinn Pierre Nora ræðir samband sögu og minninga í inngangsorðum ritsafnsins Les lieux de mémoire, eða Staðir minninga.37 Nora fer í saumana á kenningum Halbwachs um minni og minningar. Hann íjallar um staði minninga (e. lieux de mémoire), sem geta til dæmis verið söfn, minningarathafnir, minnismerki, tákn eða kennslubækur. Þeir geyma minningar og hafa táknræna merkingu sem á oft litla eða enga samleið með sögu og sagnfræði. Með því að skapa staði minninga getur samtíminn endurskapað og viðhaldið ákveðinni sögu.38 Þessir staðir verða þannig tákn eða vörður sem ákvarða hvað ber að minnast og varðveita. I þessu ljósi eru staðir minninga afar mikilvægir, þar sem þeir gefa möguleika á að hafa áhrif á hugmyndir og söguskoðanir fólks.39 Slíkir staðir geta verið ráðandi (e. dominantsites), þeir þjónaþví hlutverki að fagna sigrum og er stjórnað af yfirvöldum eða hagsmunasamtökum. Almenningur hefur ekki frumkvæði að því að sækja slíka staði heim, honum er uppálagt að fara þangað.40 I þessu sambandi má nefna skólaferðir ísraelskra menntastofnana til Auschwich og fleiri slíkra staða. Svonefndar stofnanagoðsagnir {c.foundational myths /e. institutional myths) eru dæmi um endursköpun sögunnar. Þær eru sögulegs eðlis hvort sem þær eru sannar eða ekki, en til að búa til trúverðuga goðsögn verður hún að eiga sér einhverja sögulega skírskotun. Þjóð eða þjóðfélagshópur sem menningar- og stjórnmálaheild á sér auðvitað sögu og minningar sem valdastofnanir samfélagsins eiga stóran þátt í að skapa. En meginhlutverk goðsagna er einmitt að miðla hagsmunum ákveðinna hópa og réttlæta, eða verja ákveðna sögu. Valdastofnanir samfélagsins endurskapa söguna með það að markmiði að semja sig að ákveðnum hópi og útiloka einhvern annan, þannig er þjóðernislegri 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.