Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 81
Sagnir, 29. árgangur
Á sjálfsákvörðunarréttur við?
Þetta vekur óhjákvæmilega upp spurningar um hvort
sjálfsákvörðunarréttur þessi sem Rússar tala um sé
raunverulega viðeigandi. Þegar hafa verið taldir upp þær
fjórar mögulegu leiðir sem á 20. öldinni urðu smám saman
viðurkenndar sem leiðir að sjálfsákvörðunarrétti. Til þess
að komast að því hvort Suður-Ossetar og Abkasar eigi
raunverulega rétt, í lagalegum skilningi, á sjálfsákvörðun
er nauðsynlegt að líta aftur á þessar íjórar leiðir. Sú fyrsta
fjallar um íbúa nýlendna sem ekki liggja að herraríkinu.
Fyrir utan þá staðreynd að Abkasía og Suður-Ossetía
liggja svo sannarlega að Georgíu hafa svæðin tvö aldrei
verið nýlendur heldur einfaldlega hlutar af georgíska
ríkinu. Ekki er hægt að segja að Suður-Ossetar og Abkasar
hafi verið kúgaðir innan Georgíu eða verið hindraðir frá
aðgangi að hinu pólitíska kerfi. Georgísk stjórnvöld hafa
ekki haft raunveruleg yfirráð yfir héruðunum tveimur frá
því að nútímaríkið Georgía varð til árið 1991 ogþannig
ekki verið í neinni stöðu til þess að kúga íbúa þeirra.
Varðandi aðgang að hinu pólitíska kerfi þá hefur hann
ætíð verið formlega tryggður, þó ekki hafi raunveruleg á
það reynt vegna ástandsins sem ríkt hefur. Ekki er hægt að
tala um að sjálfstæðisbarátta héraðanna tveggja hafi verið
bæld af erlendum her með varanlega viðveru. Eini herinn
með varanlega viðveru í Abkasíu og Suður-Ossetíu er sá
rússneski og sá hefur á engan hátt komið í veg fyrir það að
héruðin kljúfi sig frá Georgíu. Síðust mögulegra leiða að
sjálfsákvörðunarrétti eins og skilgreiningarnar hafa þróast
á 20. öld er leið einstakra ríkja innan sambandsríkja en
Suður-Ossetía og Abkasía hafa aldrei verið aðildarríki að
Georgíu heldur einfaldlega hlutar ríkisins, eins og áður
hefur komið fram.
Engin þessara skilgreininga á þannig við um Suður-
Ossetíu eða Abkasíu. Þrátt fyrir það upptalningu er
ekki hægt að afneita því með öllu að íbúar héraðanna
tveggja hafi rétt til sjálfsákvörðunar. Þessar skilgreiningar
sem upp voru taldar voru endanleg upptalning á öllum
mögulegum forsendum sjálfsákvörðunarréttar sem til
urðu á 20. öldinni. í upphafi 21. aldarinnar virðist hins
vegar sem ný leið sé að bætast við.
Kosovo-fordæmið
Það sem skiptir sköpum í þessu er Kosovo. Þann 17.
febrúar 2008 lýsti þing Kosovo yfir sjálfstæði frá Serbíu.
Sjálfstæðisyfirlýsingin var sú síðasta af mörgum í kjölfar
þess að Júgóslavía liðaðist í sundur. Munurinn á henni
og öðrum var sá að þær einingar sem áður höfðu hlotið
sjálfstæði voru aðilar að sambandsríkinu Júgóslavíu á
Rússneski björninn rífur burt Suður-Ossetíu og Abkasíu,
mynd úr georgísku vikublaði
sérstöðu innan Júgóslavfu þar sem þrátt fyrir að vera ekki
aðildarríki að sambandinu átti það sjálfstæða aðild að
forsetaráði ríkjasambandsins.18 Þannig var Kosovo ekki
eins og hvert annað hérað innan aðildarríkis heldur svæði
sem viðurkennt var innan Júgóslavíu sem aðskilið frá
Serbíu, þó það hafi líka heyrt undir hana að mörgu leyti.
Með öðrum orðum voru þarna færð rök fyrir því að
aðstæðurnar sem komu fram í Kosvo og ollu því að
héraðið öðlaðist sjálfsákvörðunarrétt hafi í raun verið
mjög sérstakar og afar ósennilegt að fram kæmi hérað
sem myndi uppfylla þessar kröfur: Þjóðernishreinsanir,
viðvarandi stríðsástand, orðið það rofið frá herraríkinu
að sameining væri í raun óásættanleg niðurstaða og þar
að auki hefði áður notið opinberrar stjórnmálalegrar
viðurkenningar á aðskilnaði sínum fráþví ríki sem svæðið
vildi kljúfa sig frá. Þetta eru sannarlega þröngar kröfur og
erfitt að uppfylla.
Það þýðir þó ekki að þær séu einsdæmi. Ekkert er svo
algjörlega einstakt að það sé fullkomnlega ómögulegt að
svipaður atburður eigi sér stað síðar meir. Og það er það
sem gerðist í Abkasíu og Suður-Ossetíu. Aðstæðurnar
sem þar komu fram voru einstaklega líkar þeim sem
stuðningsmenn sjálfstæðis Kosovo beittu sem rökum í
deilunum þar. Fyrir þessu hafa meðal annars hafa Benedikt
Harzl og Rein Múllerson fært sterk rök.19Vissulega eru
79