Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 7

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 7
Sagnir, 29. árgangur Ritstjórnarpistill 29. árgangurSagna: Tfmarit á tfmamótum 29. árgangur Sagna, tímarits um sögulegt efni, liggur nú fyrir í allri sinni dýrð. Ekki er hægt að skauta framhjá þeim mikla drætti er varð á þessari útgáfu og vill ritnefndin með vinsemd og virðingu biðja dygga lesendur og áskrifendur, sem og höfunda efnis, innilegrar afsökunar á því. En að endingu varð 29. árgangur að veruleika og birtist hér alskapaður. Ritstjórn setti sér í upphafi háleit markmið um að taka nokkurs konar hugmynda- og hugarfarssögupól í hæðina og birta greinar á því sviði sagnfræðinnar. Þó eitthvað hafi verið brugðið af þeirri stefnu eru flestar greinarnar á einhvern hátt tengdar hugmyndasögunni. Þannig er að finna greinar sem fjalla um hugmyndir um svo ólík atriði sem fóstureyðingar og sjálfsákvörðunarrétt þjóða, femínisma og landfriðun. Einnig eru nokkrar greinar sem snerta á trúmálum og ein sem grefst fyrir um goðsögnina um þjóðarsáttina. Að vanda er meirihluti greinanna unninn upp úr BA verkefnum höfunda. Eru höfundum hér með færðar þakkir fyrir þeirra framlag til útgáfunar. Nú þegar Sagnir nálgast óðum fertugsaldurinn má varpa þeirri spurningu fram á hvaða vegferð þetta merkilega tímarit er. Augljóst er að vettvangur þessi hefur verið nauðsynlegur ungum sem heldri sagnfræðinemum á þroskaferli sínum á ritvellinum og hefur fyrir marga verið fyrsta skrefið af mörgum á góðum ferli. Undanfarin ár hefur fyrirkomulag útgáfunnar verið slíkt að blaðið hefur verið undir alræði ritstjórnar í eitt ár, sem síðan skipar næstu ritstjórn. Upp hafa komið hugmyndir um annað fyrirkomulag. Einn möguleiki væri til dæmis að færa blaðið á ny undir hatt Fróða, félags sagnfræðinema. Annar væri að „þjóðnýta“ útgáfuna, svo að segja, með þvi að færa hana inn í námskeið í sagnfræði- og heimspekideild, þar sem nemendur sem á því hefðu áhuga fengu reynslu af útgáfumálum. Síðan er að sjálfsögðu sá möguleiki fyrir hendi að halda áfram á þeirri braut sem blaðið er, enda hefur það að mestu gefist vel, og verið lærdómsríkt fyrir alla þá sem að því hafa komið. En blaðið stendur á tímamótum, og því er vert að velta upp þessum spurningum - við leyfum þeim sem síðar koma að eiga svarið. Njótið vel! Heiðar Lind Hansson Kristín Svava Tómasdóttir Sölvi Karlsson Ritstjórn Sagna á góðri stundu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.