Sagnir - 01.06.2009, Side 7

Sagnir - 01.06.2009, Side 7
Sagnir, 29. árgangur Ritstjórnarpistill 29. árgangurSagna: Tfmarit á tfmamótum 29. árgangur Sagna, tímarits um sögulegt efni, liggur nú fyrir í allri sinni dýrð. Ekki er hægt að skauta framhjá þeim mikla drætti er varð á þessari útgáfu og vill ritnefndin með vinsemd og virðingu biðja dygga lesendur og áskrifendur, sem og höfunda efnis, innilegrar afsökunar á því. En að endingu varð 29. árgangur að veruleika og birtist hér alskapaður. Ritstjórn setti sér í upphafi háleit markmið um að taka nokkurs konar hugmynda- og hugarfarssögupól í hæðina og birta greinar á því sviði sagnfræðinnar. Þó eitthvað hafi verið brugðið af þeirri stefnu eru flestar greinarnar á einhvern hátt tengdar hugmyndasögunni. Þannig er að finna greinar sem fjalla um hugmyndir um svo ólík atriði sem fóstureyðingar og sjálfsákvörðunarrétt þjóða, femínisma og landfriðun. Einnig eru nokkrar greinar sem snerta á trúmálum og ein sem grefst fyrir um goðsögnina um þjóðarsáttina. Að vanda er meirihluti greinanna unninn upp úr BA verkefnum höfunda. Eru höfundum hér með færðar þakkir fyrir þeirra framlag til útgáfunar. Nú þegar Sagnir nálgast óðum fertugsaldurinn má varpa þeirri spurningu fram á hvaða vegferð þetta merkilega tímarit er. Augljóst er að vettvangur þessi hefur verið nauðsynlegur ungum sem heldri sagnfræðinemum á þroskaferli sínum á ritvellinum og hefur fyrir marga verið fyrsta skrefið af mörgum á góðum ferli. Undanfarin ár hefur fyrirkomulag útgáfunnar verið slíkt að blaðið hefur verið undir alræði ritstjórnar í eitt ár, sem síðan skipar næstu ritstjórn. Upp hafa komið hugmyndir um annað fyrirkomulag. Einn möguleiki væri til dæmis að færa blaðið á ny undir hatt Fróða, félags sagnfræðinema. Annar væri að „þjóðnýta“ útgáfuna, svo að segja, með þvi að færa hana inn í námskeið í sagnfræði- og heimspekideild, þar sem nemendur sem á því hefðu áhuga fengu reynslu af útgáfumálum. Síðan er að sjálfsögðu sá möguleiki fyrir hendi að halda áfram á þeirri braut sem blaðið er, enda hefur það að mestu gefist vel, og verið lærdómsríkt fyrir alla þá sem að því hafa komið. En blaðið stendur á tímamótum, og því er vert að velta upp þessum spurningum - við leyfum þeim sem síðar koma að eiga svarið. Njótið vel! Heiðar Lind Hansson Kristín Svava Tómasdóttir Sölvi Karlsson Ritstjórn Sagna á góðri stundu

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.