Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 53
Sagnir, 29. árgangur
Helgi Thordersen, biskup
skynsamlegt að setja hér í lög hluta af þeim borgaralegu
réttindum sem í kortunum voru á þessum tíma, heldur
væri best að setja hér ein grundvallarlög (stjórnarskrá)
líkt oggert var í Danmörku 1849. Hin leiðin, sem boðuð
var með bænaskránni, væri „alveg öfug aðferð, og heldur
en ekki kynleg.”29 Benedikt mælti þó ekki með nefnd í
málinu.
Jón á Gautlöndum gat ekki fallist á þau sjónarmið að
hér væri nægjanlegt trúfrelsi og benti þingheimi á þá
staðreynd að aðrir en „Lútherskrar trúar menn“ gætu
ekki orðið hér embættismenn né alþingismenn og taldi
Jón það „mjög fráfælandi fyrir útlenda menn, og annarrar
trúar að nema hér bólfestu meðan þessi ákvörðun er í
giidir30
Sama viðhorf var uppi hjá Sveini Skúlasyni þingmanni
N-Þingeyinga, sem var þó heldur á móti málinu, en
honum fannst það „illa hugsað, að vera lepja einstakar
greinar upp úr grundvallarlögum Dana, sem vér allir
vitum, að var hafnað hér áþjóðfundinum, ogkom oss alls
eigi við.“31
Jón Pétursson, meðdómari Benedikts við Landsyfirrétt,
taldiaðmeðþvíaðvísamálinutilnefndarístjórnbótamálinu
gæti þingið rekið á eftir dönsku stjórninni um niðurstöðu
í stjórnskipunarmálum fyrir ísland, „því þegar stjórnin
sæi, að drátturinn á stjórnarbótinni stæði í vegi fyrir svo
mörgu hjá oss, nýjum skattalögum, nýrri sveitarstjórn og
trúarbragðafrelsi væri það sterkasta hvötin fyrir hana til
að herða á sér.”32 Skoðanir þessara manna voru því ekki
fjandsamleg trúfrelsinu sem slíku, heldur snérust viðhorf
þeirra um það hvaða pólitísku leið væri hentugast að
fara til að vinna sem flestum borgaralegum réttindum
framgang. I þessu skipti einnig máli að rétt lagaleg leið
væri farin. Jón Pétursson lét t.d. þau orð falla í fyrri
ræðu sinni, að það samræmdist ekki gildandi lögum
á fslandi að rýmka hér reglur í trúfrelsismálum. „En
að gefa hér fullkomið trúarbragðafrelsi, er gagnstætt
konungalögunum, þeim hér gildandi grundvallarlögum,
því eptir þeim er konungurinn skyldur að vernda lútersku
/ ííX'í,
trunna.
Þorri þingmanna á báðum þingum var þvf á móti því að
Alþingi færi þess á leit við dönsku stjórnina að hér yrði
leitt í lög trúafrelsi kristnum söfnuðum til handa. Voru
meginröksemdirnar þær að það væri með öllu ótímabært
að rýmka hér um reglur í trúmálum þar sem allir
landsmenn tilheyrðu sömu kirkjunni og hér væri þar að
auki nægjanlegt trúfrelsi fyrir einstaklinga sem vildu játa
trú sína á annan hátt en hinn ríkjandi. Sumir þingmenn
létu þó í veðri vaka að tilveru íslensku kirkjunnar væri
stefnt í voða með trúfrelsinu. Indriði Gíslason hreppstjóri
ogþingmaður Dalasýslu sagði t.d. að með því að innleiða
bónir Þingeyingana væri svo gott sem verið að biðja um
„að katólskan komi aptur inn í landið“34. Taldi Indriði það
ekki svo langt síðan sá siður hefði verið hér drottnandi
„og þeir tímar ættu að vera oss svo minnisstæðir, að við
reyndum ei til, að leiða hana inn aptun'35
Deilur þingmanna snerust mikið til um það að
hversu mikið það trúfrelsi var, sem menn vísuðu til í
umræðunum, en ekki verður séð að nokkur hafi véfengt
einsleitni þjóðarinnar í trúmálum. Þá var einnig deilt um
hvort danska þjóðkirkjan hefði veikst eða styrkst eftir
innleiðingu trúfrelsis þar í landi árið 1849.
Helgi Hálfdánarson prestur ogþingmaður Gullbringu- og
Kjósarsýslu taldi á landinu vera „einungis ein trúarbrögð
síðan katólskunni var útrýmt, og innan takmarka hinnar
lútersku kirkju hér á landi hafa eigi heldur myndazt neinir
flokkar.”36 Að því gefnu skildi Helgi ekki hvers vegna það
væri verið að biðja um aukið frelsi í þessum málum.
í sama streng tóku m.a. Pétur Pétursson prófessor
Prestaskólans, Benedikt Sveinsson dómari og Helgi
Thordersen biskup.37 Pétur taldi að á landinu væri sú
almenna regla að einstaklingar mættu tilbiðja guð sinn
svo lengi sem það bryti ekki gegn borgaralegum lögum
51