Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 23

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 23
Sagnir, 29. árgangur í þéttskrifuðu fimm síðna bréfi sem hún sendir þeim í nóvemberlok 1975: „Mikil finst mér sjálfsánægja ykkar vera, yfir að geta sínt, hvað mikið munaði um störf ykkar á verkfallsdegi ykkar. Því ekki er hægt annað að kalla daginn þegar fólk fer úr vinnu, sem það er ráðið í“16 Þetta eru nokkur dæmi af mörgum um breytilega túlkun á aðgerðinni. Jafnvel sumir skipuleggjendur kvennafrídagsins litu á hann sem verkfall og töldu að málamiðlunin tæki aðeins til yfirskriftar dagsins.1 Ýmsum þótti hins vegar sem boðskapurinn hefði verið útvatnaður, meðal annars með breytingunni úr verkfalli í frí. Dömufrí, kallar jafnréttisnefnd Stúdentaráðs daginn hæðnislega í dreifibréfi, „enn eitt kaffiboðið með hæfilegu ívafi froðskenndra hátíðarræðna“18 og Vilborg Dagbjartsdóttir rauðsokka tekur undir: „Engin krafalögð fram, bara meralæti“191. maí varþó eitt sinn sannkallaður baráttudagur verkamanna, segir Jónas Kristjánsson ritstjóri í leiðara Dagblaðsins, en fyrsti kvennadagurinn er þegar farinn að minna á slíka bitlausa hátíðisdaga sem verkalýðsdagurinn er orðinn.20 Að einhverju leyti virðist kvennafrídeginum vissulega hafa verið slegið upp í almennan frídag í stað þess að vera baráttudagur fyrir sérstöku málefni.21 Konurnar á Suðureyri senda framkvæmdastjórn kvennafrídagsins til að mynda kveðju í nóvember. Þær skrifa að þar í bæ hafi flestar konur lagt niður vinnu og notið þess að taka sér frí frá daglegu amstri en lítið hafi verið rætt um kvenfrelsismál.22 III „Af því að þetta eru svo pólitískir tímar, að með því að setja verkfall þá ertu bara kommi. Þetta er bara uppreisn. Og það gerðu penar konur ekki.“23 Nokkrar ástæður hafa verið nefndar til sögunnar fyrirþeirri ákvörðun að tala um kvennafrí fremur en kvennaverkfall. í fyrsta lagi fylgja verkfalli ákveðnar lagalegar kvaðir sem talið var að samræmdust eklci aðgerðinni, til dæmis hefðu karlar ekki mátt ganga í störf kvenna.24 Það er hins vegar ljóst að kvennaverkfall hefði hvort eð er aldrei verið verkfall í hefðbundnum skilningi hugtaksins. Verkfall er venjulega bundið við ákveðnar stéttir launþega og boðað af verkalýðsfélögum þar sem áður hefur verið kosið um framkvæmdina, sem enginn má síðan skorast undan. Þær konur sem vildu gera verkfall hafa varla hugsað sér að láta kjósa um það, hvað þá að senda verkfallsverði inn á hvert heimili til að tryggja að engin kona vogaði sér að setja í vél á verkfallsdaginn. Kvennaverkfall hlaut að vera að miklu leyti táknrænt verkfall og vafasamt að túlka það svo bókstaflega. Sumar konur óttuðust að missa vinnuna við það að fara í verkfall en töldu að varla væri hægt að reka þær fyrir að taka sér frí einn dag. Atvinnuástand var ótryggt og ótti kvennanna því að nokkru leyti skiljanlegur, en þó er við hæfi í þessu samhengi að minnast orða Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur um eðli verkfalla: Þau „kosta alltaf fórnir. Kannski eigaþau að geraþað. Mannskepnan er svo undarlega gerð að hún tengist nánar því, sem hún leggur eitthvað í sölurnar fyrir.“25 í frásögnum af Loftleiðaráðstefnunni kemur fram að það hafi ekki síst verið andstaða íhaldssamari kvenna við sjálft orðið og fyrirbærið verkfall sem hleypti öllu í háaloft.26 Verkföll eru jú fyrst og fremst baráttutæki hinna vinnandi stétta. Konur sem voru ekki af verkalýðsstétt og sem var ekki tamt að hugsa um eða samsama sig stéttabaráttu veigruðu sér við að taka þátt í aðgerð sem þeim fannst ekki koma sér við. Það ríkti mikil pólitísk spenna í þjóðfélaginu og skotgrafirnar voru djúpar á báða bóga. Með nokkurri einföldun má segja að víglínan innan kvennahreyfingarinnar á þessum tíma hafi verið dregin milli sósíalískra femínista annars vegar, sem vildu „enga stéttabaráttu án kvennabaráttu og enga kvennabaráttu án stéttabaráttu", og hins vegar þeirra sem vildu þverpólitískt kvennasamstarf, meðal annars á þeim forsendum að marxísk stéttaskilgreining væri ekki fullnægjandi grundvöllur fyrir kvenréttindabaráttuna.27 Framan af starfaði Rauðsokkahreyfingin til að mynda á grunni hins síðarnefnda en þáttaskil urðu í starfi hennar á Skógaráðstefnunni svokölluðu 1974 þegar samþykkt var „að heyja baráttu kvenna fyrir frelsi og jafnrétti með vopnum stéttabaráttu“,28 en eftir það fjarlægðust sumar konur baráttu Rauðsokka sem áður höfði tekið virkan þátt í henni.29 Þótt einhverjum kvennanna hafi vafalaust fundist stéttabaráttuákvæðið of vinstrisinnað fyrir sinn smekk er varhugavert að afgreiða alla sem voru í andstöðu við skilyrðislaust hjónaband stéttabaráttu og kvennabaráttu sem útsendara íhaldsins. Þegar kvennaframboðin komu fram upp úr 1980 aðhylltust áhangendur þverpólitísks samstarfs til dæmis kenningar um sérstakan reynsluheim sem sameinaði konur þvert á stéttir, kenningar sem voru ekki sérstaklega hægrisinnaðar þótt andstæðingar þeirra hafi stundum kosið að kalla þær borgaralegar,30 kannski aðallega af skorti á ímyndunarafli. Ennfremur gat náin samvinna við fulltrúa stéttabaráttunnar verið femínistum hugmyndafræðilegur íjötur um fót í sinni baráttu. Sanntrúaðir marxistar höfðu litla trú á öðrum lausnum en umsnúningi efnahagskerfisins, hvort sem 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.