Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 71

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 71
Sagnir, 29. árgangur og pólitískri hugmyndafræði breytt í pólitískt vald. Þetta leiðir oft til einræðu (e. monologué) í pólitískri umræðu og söguskoðun.41 Markviss sköpun sögu Andstæðar söguskoðanir um tilurð þjóðarsáttarinnar skiptast augljóslega eftir pólitískum línum. Hægrimenn halda á lofti þeirri söguskoðun að hlutur ríkisstjórnarinnar í þjóðarsáttinni hafi verið hverfandi.42 Að sama skapi vilja vinstrimenn hlut sinna manna sem mestan,43 en söguskoðun hægrimannavarð ofan á oger í dagríkjandi.44 Það sem skekkir þessa annars skýru mynd, er að ASI virðist samþykkja söguskoðun hægrimanna vegna ásættanlegs skerfs sambandsins í sögunni.-15 Leiða má líkur að því að markviss endursköpun sögunnar hafi átt sér stað í þeim tilgangi að miðla pólitískum hagsmunum. Hægrimenn hafa meðal annars rökstutt mál sitt með tilvísunum í verk Guðmundar Magnússonar, Frd kreppu til þjóðarsáttar. Samtök atvinnulífsins gefa út rit Guðmundar og má í því Ijósi ganga út frá að um sé ræða sköpun sögu sem hefur það að leiðarljósi að sveigja söguna að ákveðnum markmiðum. Guðmundur dregur augljóslega taum hægrimanna í stjórnmálum og markmiðið virðist vera að fella söguna að hagsmunum atvinnurekenda og Sjálfstæðisflokks með því að útiloka alveg ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar frá því efnahagsafreki sem þjóðarsáttin 1990 telst óneitanlega vera.H<1 Guðmundur Magnússon minnist ekki á lausn Þrastar Ólafssonar frá 1985 í rannsókn sinni.47 Á þessum tíma var Þröstur framkvæmdastjóri Dagsbrúnar og orðinn dauðleiður á Hrunadansi víxlhækkana kaupgjalds og verðlags. Hann velti því fyrir sér hvernig haga mætti kröfugerð fyrir kjarasamningana 1986. Þröstur ræddi hugmyndir sínar við Guðmund J. og Karl Steinar Guðnason, þáverandi formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. í kjölfarið var ákveðið,48 „auðvitað í fullu samráði við Guðmund J.“49 að Þröstur kynnti hugmyndir sínar á félagsfundi Dagsbrúnar þann 3. nóvember 1985. Þröstur taldi að kjarasamningarþyrftu að vera víðtækari og ábyrgð rfkisvaldsins meiri, semja þyrfti um lífskjör í staðinn fyrir að semja um laun. Slíka samninga mætti tengja einhverju ákveðnu hækkunarferli, svo sem fyrirfram ákveðnum kauphækkunum. Auk þess mætti semja um óbreytt verð á opinberri þjónustu, búvöru, hitaveitu, rafmagni, pósti og síma og útvarpi. Þannig yrði búinn til kaupmáttarferill. Það þyrfti að endurskoða peningamarkaðinn og lánakerfið um leið og öll tengsl við vísitölu væru bönnuð, þar á meðal lánskjaravísitölu.50 Hugmyndir Þrastar byggðu á mikilli ríkisíhlutun (e. corporatism) og vöktu talsverða athygli, enda um kúvendingu að ræða.51 Þarna var á ferðinni hugmynd sem virðist vera fyrirmynd þjóðarsáttarinnar 1990. I kjölfarið var hugmyndin rædd innan ASÍ, en Ásmundur Stefánsson, forseti sambandsins sló hana út af borðinu.52 Ásmundur lýsti því yfir að hann væri andvígur þeirri hugmynd Þrastar að kauptryggingarákvæði væri óþarft og að slíkt kerfi hefði gengið sér til húðar. Jafnframt var Ásmundur algjörlega andvígur því að afnema verðtryggingu í heild.53 Guðmundur Magnússon kemur heldur ekki auga á að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar voru forsenda fyrir þjóðarsáttarsamningunum.54 Þetta á ekki geta dulist sagnfræðingi miðað við fyrirliggjandi heimildir, til dæmis staðfesti Seðlabankinn í Arsskýrslu 1990 að efnahagslegur ávinningur þjóðarsáttar hefði byggt á víðtækum skilyrðum efnahagsmála.55 Allir viðmælendur mínir eru sammála um að ríkisstjórnin hafi verið mjög áhugasöm í öllu þessu ferli og að þjóðarsáttin hefði aldrei getað orðið að veruleika án ytri skilyrða sem hún kom á í efnahagsmálum.56 Allir eru sammála um að Einar Oddur Kristjánsson hafi verið duglegur að tala fyrir þjóðarsáttinni, en hinsvegar er það útbreiddur misskilningur að Einar Oddur hafi fengið viðurnefnið „bjargvætturinn" fyrir þátt sinn í þjóðarsáttinni.57 Hið rétta er að Einar Oddur fékk viðurnefnið þegar forstjóranefndin svonefnda sem hann fór fyrir, skilaði ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar efnahagstillögum um niðurfærsluleið sem leiddu til falls stjórnarinnar haustið 1988,58 „og var svona frekar háðsyrði á Þorstein heldur en á Einar Odd.“59 Ekki verður sagt að þær hugmyndir sem leiddu til þjóðarsáttarhafi verið fullmótaðarhaustið 1989. Tveimur mánuðum fyrir samninga var engin ákveðin stefna varðandi næstu kjarasamninga af hálfu VSÍ, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ orðaði þetta svo „að eftir næstu áramót myndu verkalýðsfélögin fá sínar kauphækkanir og fyrirtækin sínar gengisfellingar."60 Hugmyndir Einars Odds voru á sama tíma óljósar og fjarri þjóðarsátt, en þá beitti hann gömlum meðulum og hét gengislækkun á móti hverri kauphækkun.61 Sömu sögu er að segja af ASI, sambandsstjórnarfundur var haldinn dagana 27.-28. nóvember 1988. Þar taldi Ásmundur Stefánsson að verðtrygging væri frumforsenda þess að hægt yrði að semja til langs tíma,62 sem var á skjön við það sem um samdist í þjóðarsáttarsamningunum.63 Hvorki Ásmundur né Einar Oddur áttu því hugmyndina að þjóðarsáttinni, hins vegar virðast Einar Oddur og VSÍ hafa áttað sig á því að slíkur samningur yrði hagstæður 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.