Sagnir - 01.06.2009, Síða 78

Sagnir - 01.06.2009, Síða 78
Sagnir, 29. árgangur þjóða til sjálfsákvörðunar (e. self-determination) og hvenær hann væri viðeigandi. Hugtakið sjálft er venjulega rakið til Wbodrow Wilsons Bandaríkjaforseta, sem í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar notaði það til að réttlæta að þau ríki sem biðu ósigur í styrjöldinni yrðu klofin í sundur og mynduð úr þeim mörg þjóðríki. A þeim tíma var í raun aðeins um að ræða einhverskonar grundvallarhugmynd, sem hafði ekkert lagalegt gildi, líkt og var á 19. öld. En ólíkt því sem tíðkaðist oítast á 19. öld var fullveldi ríkja ekki alltaf látið hafa yfirhöndina. Síðan þá hefur hugmyndin þróast þannig að sjálfsákvörðun er nú talinn lagalegur réttur, sjálfsákvörðunarréttur, og skilgreint hefur verið hverjir njóta hans.2 Eins og Wilson notaði hugtakið upprunalega voruþjóðir fyrst og fremst skilgreindar út frá landsvæði. Þá var litið svo á að sjálfsákvörðunarréttur veitti íbúum tiltekins landsvæðis - þjóðinni - rétt á að taka þátt í stjórnun ríkisins. Síðar kom upp önnur túlkun. Samkvæmt henni eru þjóðir menningarlegar einingar frekar en landfræðilegar og sjálfsákvörðunarréttur veitir þeim rétt til þess að ráða sér sjálfar án utanaðkomandi afskipta. Þessar túlkanir eru báðar viðurkenndar í alþjóðalögum og hafa jafnvel tekist á, til dæmis í tilfelli Þjóðverja í Súdetalandi.3 Báðar þessar túlkanir geta rekist á við hugmyndir um fullveldi ríkja og friðhelgi yfirráðasvæðis þeirra en einkum þó sú síðari. Hún veitir þjóðum sem skilgreindar eru með vísan til sameiginlegrar menningar rétt á að ráða sér sjálfar ogþar með einnig að kljúfa sig frá ríkjum sem ekki eru þjóðríki. Þannigkemst sjálfsákvörðunarréttur í hreina mótsögn við hugmyndina um friðhelgi yfirráðasvæðis. Vegna þessa hefúr verið nauðsynlegt að skilgreina hvenær sjálfsákvörðunarréttur þjóða á við, og hvenær friðhelgi yfirráðasvæðis er talin mikilvægari. Nú er það svo að frá lokum síðari heimsstyrjaldar hefur einn mikilvægasti vetvangur alþjóðlegrar ákvarðanatöku verið Sameinuðu þjóðirnar og þá helst öryggisráðið. Þrátt fyrir að nafnið gefi ef til vill annað til kynna, þá eru Sameinuðu þjóðirnar samtök ríkja. Þannig eru það ríki heims sem móta sín á milli leikreglurnar sem þau skulu sjálf fara eítir, þar á meðal reglurnar sem snúa að ósjálfstæðum þjóðum. Flestum ríkjum er mjög annt um friðhelgi eigin yfirráðasvæðis og þau hafa alla tíð haft það í huga þegar sjálfsákvörðunarréttur hefur verið til umfjöllunar. Þess vegna hefur það verið svo að frá því að fyrst var tekið að líta á sjálfsákvörðun sem rétt hafa alltaf verið slegnir varnaglar, sem árétta að þó sá réttur sé mikilvægur, sé réttur ríkja til landamæra sinna - það er friðhelgi yfirráðasvæðis - mun mikilvægari. Sú niðurstaða sem ríkin sem nú þegar njóta sjálfsákvörðunarréttar hafa sæst á er að mikilvægara sé að varðveita gildandi ríkjaskipulag en að stokka það upp í nafni sjálfsákvörðunarréttar þjóða. Það geti þó gerst, en aðeins í vissum undantekningartilfellum sem alþjóðasamfélagið, eða í það minnsta meginþorri ríkja, hefur í gegn um árin sæst á hver eru. Þjóðir í skilningi laganna Spurningin um hvenær skuli veita hópi fullveldi á forsendum sjálfsákvörðunarréttar og á kostnað friðhelgis yfirráðasvæðis er í raun spurningin um hverjir hafa rétt á því að skilgreina sig sem þjóð í lagalegum skilningi. Auðvelt er að segja að þjóð sé hópur sem deilir sömu menningu, tungu, sögu og jafnvel landsvæði. Slíkt dugir þó ekki þegar kemur að alþjóðalögum og í staðinn þarf að skilgreina nákvæmlega hverjir eru handhafar „sjálfsins" í sjálfsákvörðunarrétti; hverjir geta talið sigþjóð sem á rétt á að vera fullvalda. Skilgreiningarnar sem ríki heims hafa getað komið sér saman um eru þröngar og ganga út frá því að friðhelgi yfirráðasvæðis skuli ávallt njóta vafans. Ef sjálfsákvörðunarréttur þjóða á að geta rofið friðhelgi yfirráðasvæðis ríkja þarf að rökstyðja það, en ekki öfugt. Skilgreiningin á sjálfsákvörðunarrétti hefur þróast í tímans rás. Þegar hugmyndin kom fyrst fram eftir fyrri heimsstyrjöld var hún mjög óljós og í raun notuð á hálfgerðan hentistefnuhátt til þess að kljúfa í sundur þau ríki sem töpuðu stríðinu. Henni var ekki ætlaður neinn fastmótaður staður í alþjóðakerfinu. Það breyttist hins vegar með stofnun Sameinuðu þjóðanna. I fyrstu grein stofnskrár samtakanna er tekið fram að hlutverk Sameinuðu þjóðanna sé, meðal annars, að: „Stuðla að vinsamlegum samskiptum á milli þjóða sem byggjast á virðingu fyrir grundvallarhugmyndunum um jafnrétti og sjálfsákvörðun þjóða..!'4 Þar með var hugmyndin um sjálfsákvörðun orðin grundvallarhugmynd sem æðsta stofnun alþjóðakerfisins var byggð á. Þrátt fyrir þetta er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að á þessum tíma var ekki orðin til nein föst skilgreining á því hvað sjálfsákvörðunarréttur væri og þess vegna var enn ekki um annað að ræða en grundvallarhugmynd. Þessu til staðfestingar er það þegar síðar í stofnskránni er talað um svæði sem ekki njóta sjálfstæðis. Þar er ekkert talað um sjálfsákvörðunarrétt og minnst á sjálfstæði sem eina af mögulegum leiðum fyrir þessi svæði til þess að fara í framtíðinni.5 Þróunin yfir í sjálfsákvörðun sem rétt þjóða til sjálfstæðis átti sér stað á sjötta áratuginum þegar farið var að veita 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Undirtittul:
Tímarit um söguleg efni
Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0258-3755
Mál:
Árgangir:
31
Útgávur:
31
Registered Articles:
525
Útgivið:
1980-í løtuni
Tøk inntil:
2016
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Eggert Þór Bernharðsson (1980-1980)
Gunnar Þór Bjarnason (1980-1980)
Sigrún Ásta Jónsdóttir (1987-1987)
Theodóra Þ. Kristinsdóttir (1988-1989)
Valdimar F. Valdimarsson (1990-1990)
Þór Hjaltalín (1991-1991)
Ólafur Rastrick (1992-1992)
Sesselja Guðmunda Magnúsdóttir (1993-1993)
Þorgerður Hrönn Þorvaldsdóttir (1993-1993)
Eiríkur Páll Jörundsson (1994-1995)
Hrefna M. Karlsdóttir (1995-1995)
Skarphéðinn Guðmundsson (1996-1996)
Davíð Logi Sigurðsson (1996-1996)
Kristrún Halla Helgadóttir (1997-1997)
Viggó Ásgeirsson (1997-1997)
Pétur Hrafn Árnason (1998-1998)
Eggert Þór Aðalsteinsson (1999-1999)
Óli Kári Ólason (1999-1999)
Rósa Magnúsdóttir (1999-1999)
Benedikt Eyþórsson (2000-2000)
Karólína Stefánsdóttir (2000-2000)
Sif Sigmarsdóttir (2000-2000)
Þóra Fjeldsted (2003-2003)
Jón Sigurður Friðriksson (2003-2003)
Hrafnhildur Ragnarsdóttir (2003-2003)
Hannes Örn Hilmisson (2004-2004)
Jón Þór Pétursson (2004-2004)
Jón Skafti Gestsson (2005-2006)
Kristbjörn Helgi Björnsson (2005-2006)
Óli Njáll Ingólfsson (2005-2005)
Sigurlaugur Ingólfsson (2005-2005)
Andri Steinn Snæbjörnsson (2006-2006)
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir (2007-2008)
Torfi Stefán Jónsson (2007-2007)
Anna Dröfn Ágústsdóttir (2008-2008)
Heiðrún Eva Konráðsdóttir (2008-2008)
Heiðar Lind Hansson (2009-2009)
Sölvi Karlsson (2009-2009)
Kristín Svava Tómasdóttir (2009-2009)
Bergsveinn Norðdahl (2013-2013)
Björn Reynir Halldórsson (2013-2013)
Markús Þ. Þórhallsson (2013-2016)
Þorsteinn Páll Leifsson (2013-2013)
Ábyrgdarmaður:
Sumarliði R. Ísleifsson (1984-1986)
Ritstjórn:
Eggert Þór Bernharðsson (1981-1984)
Auður Ólafsdóttir (1981-1981)
Jón Viðar Sigurðsson (1981-1981)
Sveinn Agnarsson (1981-1981)
Valdimar Unnar Valdimarsson (1981-1983)
Árni Zophoníasson (1982-1982)
Bjarni Guðmarsson (1982-1984)
Gísli Kristjánsson (1982-1983)
Gunnlaugur Sigfússon (1982-1982)
Halldór Bjarnason (1982-1984)
Sigurgeir Þorgrímsson (1982-1984)
Bjarni Harðarson (1983-1983)
Ingólfur Ásgeir Jóhannsson (1983-1983)
Ólafur Ásgeirsson (1983-1985)
Ragnheiður Mósesdóttir (1983-1985)
Agnes Siggerður Arnórsdóttir (1984-1985)
Eiríkur K. Björnsson (1985-1985)
Lára Ágústa Ólafsdóttir (1985-1987)
Ríkharður H. Friðriksson (1985-1985)
Sigríður Sigurðardóttir (1985-1985)
Keyword:
Lýsing:
Undirtitill 1980-1983: Blað sagnfræðinema. Sagnfræðinemar við Háskóla Íslands. Sagnfræði.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.06.2009)
https://timarit.is/issue/367039

Link til denne side: 76
https://timarit.is/page/5955873

Link til denne artikel: Réttur hverra til hvers?
https://timarit.is/gegnir/991009632469706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.06.2009)

Gongd: