Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 10

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 10
4 HELGAFELL sambandi vert að minnast þess, að lista- mannalaunin nenna, þrátt fyrir allan úlfa- þytinn, ekki ýkja hárri upphæð. Þau eru jafnvel mun lægri en ýmis önnur fjárfram- lög til lista, svo sem til þjóðleikhúss og sin- fóníusveitar. En hver eru þá líkindi fyrir, að það tak- ist að leysa vandann með því frumvarpi, sem nú liggur fvrir. Fylgi listamanna sjálfra er mikilvægt, en ekki einhlítt, því að mjög hafa þeim verið mislagðar hendur að gera tillögur um þessi mál hingað til. Nefndin, sem frmnvarpið er að mestu frá komið, var sammála um það meg- insjónarmið, „að við veitingu listamanna- launa bæri ekki að taka tillit til annars en skynsamlegs mats á listrænum störfum listamannsins og gildi þeirra fyrir listþróun og menningarlíf með þjóðinni.“ Þetta hljómar fallega. En er skynsamlegt að veita þessa styrki frekar en aðra án alls tillits til efnahags og þarfar listamannsins? Að minnsta kosti virðist það ekki skyn- samleg meðferð á fjármunum að deila út heiðurslaunum fyrst og fremst og þá oft hæstum upphæðum til þeirra, sem minnst þurfa á þeim að halda. Ekki er um það að- eins að ræða, hvort Islendingar hafi efni á þessu, heldur miklu fremur liitt, hvort ekki sé nauðsynlegt að nýta betur þau fjárfram- lög til listamanna, sem unnt er að draga úr klóm Alþingis, en gert mundi verða með þessum hætti. Það sem veitt er af óþörfum styrkjum hlýtur að dragast frá launum til hinna ungu og fjárvana listamanna, sem mesta uppörvun eiga skilið. Onnur rök gegn reglu nefndarinnar felst í því, að lítil líkindi eru til þess, að hún revnist auðveldnr mælikvarði við úthlut- un launa eða muni draga úr óánægju með árangurinn. Fátt er vandasamara en að meta gildi listamanna og verka þeirra og skipa þeim í flokka. Það kann að vera hægt að finna óyggjandi grundvöll fyrir mati á gæðum smjörs, enda þótt misjafnlega hafi gengið að framkvæma það, en í listum verður áreiðanlega aldrei neinn slíkur mæli- kvarði fundinn. Sú einkunnagjöf, sem fólgin hefur verið í úthlutun listamannalauna, eins og hún hefur verið um alllangt skeið, er svo óvið- feldin og lítillækkandi fvrir listamennina sjálfa, að það má furðulegt heita, að þeir skuli ekki hafa risið gegn henni fyrir löngu. Þess var því sízt að vænta, að þeir legðu nú sjálfir til, að úthlutun byggðist eingöngu á slíkri gæðaflokkun. Þeir liafa auðsjáan- lega ekki gert sér grein fyrir því, að það eina, sem gert hefur úthlutun undanfarinna ára þolanlega, er einmitt, að hægt hefur verið að bera því við, að íleiri aðstæður hafi komið til greina við flokkunina en mat á listrænum afrekum. Veigamikil rök eru því fyrir þeirri skoð- un, að nefndin hai'i í áliti sínu markað öfuga stefnu varðandi úthlutunarreglurnar, og er liætt við, að afleiðingin yrði jafnvel meiri ófriður og metingur en verið hefur. Ef koma á skynsamlegri meðferð þessa máls, verður að velja allt aðra leið og byggja úthlutun fyrst og fremst á tveimur atriðum: þörfum listamannsins fyrir fjár- hagslegan stuðning og því, hve mikil líkindi eru til að launin muni örva hann til mikils verðrar listsköpunar. Skal nú reynt að gera nokkra grein fvrir því, hvernig framkvæma mætti úthlutun samkvæmt þessum sjónarmiðum, en að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.