Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 35

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 35
TÍMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR 29 um alþing (Khöfn 1843). Páll var mikill talsmaður tvöfaldra kosninga, og varð skoðun hans ofan á á Alþingi 1847, er það var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 10 að mæla með tvöföldum kosningum í bæn- arskrá til konungs. Á hinu næsta þingi hafði alþingismönnum snúizt hugur í þessu efni. Páll Melsteð var þá í hafvillum, er málinu var ráðið á þingi, sem síðar mun nánara greint, og má segja, að hugmynd- in um tvöfaldar eða óbeinar kosningar væri þar með horfin úr alþingissögunni, þótt hún ætti eftir að skjóta upp höfðinu í umræðum stöku sinnum. Þingvallafundur hafði sumarið 1849 í bænarskrá til Alþingis stutt einfaldar kosn- ingar og í rökstuðningi sínum flutt þessa fögru trúarjátningu: „Því frjálsari sem kosningarrétturinn er, og því fleiri sem taka þátt í kosningum, því meiri áhuga og því betri vilja hlýtur þjóðin að fá til að starfa að framförum sínum, og því meiri hljóta framfarirnar að verða“. (Alþt. 1849, bls. 120). En þingnefndin, sem kvað niður tvöföldu kosningarnar, gerði það með þess- um orðum: „Vér viljum ekki neita því, að þegar litið er einungis á víðáttu og strjálbyggð lands þessa, og öllu öðru tilliti er sleppt, þá eigi tvöfaldar kosningar hér fullt eins vel við og einfaldar. En þegar hins- vegar er litið til hugarfars og hugsunar- háttar íslendinga yfir höfuð, til liug- mynda þeirra, er hver maður, eins hinn fátæki, sem hinn ríki, gjörir sér um liinn upprunalega og óræka rétt, sem hver frjáls maður á á því, að ráða því sjálfur, hvern hann velur sér til erinds- reka, í hverju sem er; þegar þess er gætt, að hér er engin meðalstétt í landinu, að hvergi er auður eða fátækt jafnlítill vott- ur vitsmuna og menntunar, sem hjá oss; þegar menn kannast við það, sem eng- inn hefir nokkru sinni dregið af alþýðu vorri, að hún sé yfir höfuð að tala, mjög jafnkomin að greind og heilbrigðri skyn- semi, að hvergi varla gefist minni þræls- ótti meðal almúgans, né kúgun á hon- um af hendi yfirboðara; þegar á allar þessar ástæður er litið, segjum vér, þá mun það þó verða ljóst, hverjum manni, að einfaldar kosningar og sem minnst bundnar sé hugsunarhætti og þjóðerni Íslendinga miklu eðlilegri, heldur en tvöfaldar kosningar“. (Alþt. 1849, bls. 564—565). Efnahagur kjósenda var miklu mikils- verðara atriði. í bænarskrá Alþingis 1847 er m. a. farið fram á það, að „kosningar- réttur verði veittur öllum búsettum mönn- um, þeim sem ekki eru öreigar". Þingmenn eru þarna furðu frjálslyndir, en heimild- irnar sýna, að mönnum þótti óhætt að vera frjálslyndari um kosningarrétt og kjör- gengi, ef kosningar væri óbeinar. Það mun sjást, er fram vindur frásögninni, að síð- ar var nokkuð hopað frá kröfunum um þetta atriði, en gaman er að hafa hér eftir ummæli þingmanns Strandamanna, Ás- geirs bónda Einarssonar í Kollafjarðarnesi (hann er þó kunnari sem Ásgeir á Þing- eyrum), á Alþingi 1847: „Það mun öllum kunnugt, hversu ógeðfellt það var íslendingum, að kjör- gengi og kosningarréttur var bundinn við fjáreign, og það er viðurkennt af öllum, að skynsemi, dugnaður og ráð- vendni sé ekki bundin við auðlegð, og auður geti hlotnazt þeim, er þessa kosti vantar; en þar ætíð verður að vera eitt- hvert takmark við kosningarlögin, verða allir að viðurkenna, að betur eigi við á íslandi, að það séu þeir áminnztu kost- ir en fjáreign11. (Alþt. 1847, bls. 778). Aldur kjósenda hafði í alþingistilskipun- inni verið miðaður við 25 ár, og svo var enn í bænarskránni 1847. Það brá því und- arlega við, er Alþingi 1849, sem annars var mjög frjálslynt 1 óskum sínum um kosn- ingalög til þjóðfundarins, færði aldurinn upp í 30 ár. Mun það hafa verið hald manna, að með því móti þóknuðust þeir betur dönsku stjórninni, þar sem kosning- arréttur í Danmörku var þá bundinn við 30 ár, og ennfremur var þetta hugsað sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.