Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 59

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 59
TÍMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR 53 iyo8—/959: Afram Hggja sporin A lþingi 1907 reyndist ekki þeim vanda vaxið að leysa kjördæmamálið. Tvær leiðir stóðu því opnar, einmenningskjör- dæmin eða hlutfallskosningarnar. Það felldi síðari leiðina, nýmælið, með eins atkvæðis mun, vegna þess að tveir mætir menn gleymdu því í svip, að að hika er sama og tapa. Hin leiðin, einmennings- kjördæmin, féll með miklu meiri atkvæða- mun. Utkoman var sú, að menn fengu hið eina, sem öllum kom saman um að væri óhafandi, — status quo eða sama ófremdar- ástandið og áður. Einmenningskjördæma-leiðin var þó fær leið þá, og þrátt fyrir galla, sem liggja í augum uppi og bent var á í umræðunum á Alþingi, var vel hugsanlegt, að þá hefði mátt takast — með réttsýni og góðum vilja — að skapa það fyrirkomulag ein- menningskjördæma, sem enzt hefði um langa hríð og þjóðin getað unað við. Það hefði vitanlega verið frumskilyrði, að gætt hefði verið jafnaðar og réttlætis um stærð kjördæmanna, og að aðili óháður hinu póli- tíska valdi hefði á vissum, ekki of löng- um fresti, endurskoðað kjördæmamörkin, svo sem gert mun í Englandi. Annað skil- yrði, sem þurft hefði að uppfylla, var það, að almenn tilfinning væri í landinu fyrir því, að einmenningskjördæmin væru rétta leiðin. Það má lengi bjargast við fyrir- komulag, sem að ýmsu er andstætt rök- réttri hugsun, ef það er stutt af bjargföstu afli vanafestunnar, — en við höfum séð, að því fór fjarri, að einmenningskjördæm- in nytu slíkrar hylli, jafnvel um aldamót- in. Það getur verið gaman að láta sig dreyma dagdrauma um það, hvernig farið hefði í íslenzkum stjórnmálum, ef þessi leið hefði verið valin þá. Það er mjög sennilegt, að þróun flokkaskipunarinnar í landinu hefði fengið annan svip, ef henni hefði verið sniðinn þessi stakkur og stjórnmálamenn- irnir álitið, að ekki yrði úr honum komizt. — Kannske hefði tveggja flokka kerfi þá orðið ráðandi og unnið á móti viðgangi öfgaflokka til vinstri, — öfgaflokkar íhalds- megin hafa aldrei þrifizt á þessu landi, því að ósanngjarnt væri að lýsa Fram- sóknarflokknum svo. Þessi hefir orðið reynslan í Englandi, en ensk stjórnmál fara sínar eigin götur um margt, og óvar- legt er að draga of miklar ályktanir af því fordæmi. Einmenningskjördæmin hefðu jafn hugsanlega getað orðið til þess að viðhalda algerri riðlun 1 flokkaskipun og fullkominni hreppapólitík. — En þessi leið var ekki farin, og það er bezt að tala ekki meira um það, hvað orðið hefði. Kjördæmamálið komst ekki aftur á dag- skrá næstu árin. Kosningarnar 1908 sner- ust um miklu mikilsverðara atriði, sam- bandsmálið við Danmörku. „Uppkastið11 var fellt með stórkostlegum atkvæðamun á þingi, og Hannes Hafstein fór frá völd- um. Sagan endurtók sig. Sambandsmálið tók hug manna og skipti flokkum næsta áratug, og ennfremur dreifðu erfiðleikar heimsstyrjaldarinnar hugum manna frá þeim innlendu vandamálum, sem þoldu nokkra bið. Meðan kosið var um þetta mál, mátti segja, að ranglæti kjördæmaskipun- arinnar kæmi ekki að sök. En menn áttu eftir að vakna við illan draum eftir 1918. Tveir sérhagsmunaflokkar, Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn, vo.ru að komast á laggirnar, og það kom í ljós," að kjördæmaskipunin var sérstaklega vilhöll öðrum þeirra. Þegar fram í sótti, sýndi það sig einnig, að hann var þess albúinn að láta kné fylgja kviði í notkun sérstöðu sinnar. Ég hefi þrívegis hér að framan feitletr- að orðið þá 1 sambandi við árið 1907. Þeim mun meira sem ég kynni mér kjördæma- málið, og þeim mun meira sem ég hugsa um það, þeim mun sannfærðari verð ég um það, að þarna var síðasta tækifærið til þess að koma á einmenningskjördæm- um sem framtíðarskipan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.