Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 75

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 75
ÚR EINU í ANNAÐ 69 bókar V. S., hvert einstakt viðtal er heimur útaf fyrir sig, þar sem Valtýr er ævinlega sjálfur hinn gestkomandi. í svipinn lifir mannkynið á óvenjulegum tíma- mótum. Byltingarglorían er að byrja að koma upp um sig. Þegar V. S. hóf starf sitt við Morgun- blaðið var sæluríki blekkingarinnar í fullum blóma. Þá þótti sá helzt maður með mönnum, sem náð gat öðrum á sitt mál með illu eða góðu, vinningurinn var jafngóður þó hann fengist með brögðum. En mennirnir hafa lært mikið á síð- ustu áratugum, þeir hafa fengið að sjá í gegn- um svikavef styrjaldaráranna og áttað sig að nokkru á því að rás tímans verður ekki sett útaf sporinu til frambúðar, mannlegt eðli sækir í sama horfið þó menn gleymi sér í bili á stjórn- málanámskeiðum eða stofni nýja flokka. Valtýr Stefánsson. valdi aðra leið og mann- legri, eins og glöggt má lesa í viðtölum hans. Og einmitt þar er líka að leita lykilsins að við- brögðunum, sem skrif hans mættu. Hann beygði sig aldrei fyrir þeim almennu kenningum sam- tíðarinnar, að aðferðir skipti engu máli, tilgang- urinn einn helgaði hvaða meðul sem væri. Við- nám hans gegn hinni „nýju stétt“ var í senn mót- að rammislenzkri þrjózku og þeirri hófsemi í skiptum við náungann, sem reynzt hefir þjóð- inni um aldir happadrýgsta leiðin til að afvopna andstæðinga sína. Og stefna Valtýs hefir nú sigrað í orustunni um mannssálina. Lífsstarf hans var að lofsyngja athafnaþrá og vinnugleði, virðinguna fyrir manneskjunni og lotningu fyrir listum, trú og vísindum. Rit hans geyma baráttu- sögu manns, sem gleymdi sjálfum sér í önnum daganna — og persónuleg afrek voru honum sem slitin klæði — meðan andstæðingar hans, sem lifað höfðu sjálfa sig, eru staðnir að því að læða inní annála aldarinnar eftirmæli hrakfara sinna, til að verða frægir að endemum fremur en engu. Viðtöl Valtýs lýsa ágætlega þjóð, sem er að byrja að lifa í landi sínu, og samtímis eru þau lífssaga stórbrotins manns, sem ávallt stendur í fararbroddi, mjög óvenjulegs byltingamanns er lætur stjórnast af heilbrigðri skynsemi og nær þannig tökum á listinni að lifa með samtið sinni. R. J. Einhversstaðar úti í mvrkrinu er Palma. Maríumynd Guðmundar Steinssonar er ekki löng saga, aðeins 130 blaðsíður, og það er lítið á hverri síðu. Söguefnið er ekki margslungið og sviðið fremur fátæklegt, flæðarmál lítillar eyjar og hlíðarnar fyrir ofan, fiskimannakofar við ströndina og lítilmótlegir veitingastaðir. Á ein- um þeirra, Café Don Carlos, dansar María. Úti við sjóndeildarhringinn vitum við af Palma. Per- sónur sögunnar eru eiginlega bara sex, og það gerist mjög fátt þeirra atburða, sem almennt kallast öðrum fremur frásagnarverðir: nokkrir smábátar stunda sardínuveiðar við lampaljós þegar tungl er af lofti. Af framansögðu má sjá, að hér er ekki um þesskonar skáldskap að ræða, sem fær lesand- ann til að hrópa uppyfir sig: Loksins! Þvert á móti. Það er jafnvel ekki fyrr en hann hefir lagt bókina frá sér að lestri loknum, að sagan gerist að fullu í huga hans, ef það er þá fyrr en enn síðar. Hljóðfærið, sem Guðmundur Steinsson hefir valið sér að þessu sinni, er gítarinn, ekki slagharpa. Hér er hreyft við sjálfum strengj- unum með næmum gómunum, en ekki slegnir með hömrum. Og gítarspil hæfir litlum salar- kynnum. Maríumyndin en óvenjulega hugþekk saga, lík- lega ógleymanleg, og meira í ætt við endur- minningu — frásögn af lifðum ævintýrum — en þá samþjöppuðu, taugaæsandi töfra, sem bylt- ast um í víðu brjóstholi mikilla frásagnarsnill- inga áður en þeir ná að blandast lofti og vatni. Maríumyndin er ástarsaga, og hún gerist á þeim stöðum, þar sem blóðið er að vísu heitt, en ennþá ómengað því sprengiefni, sem knýr til eldskjótra ákvarðana og enn sneggri aðgerða; þar sem enn ríkja miðaldir í hjörtunum og ekk- er liggur á, jafnvel ekki þeim sem eru að kveðja og fara. Ungur maður yfirgefur Paris — eða Reykjavík — nútímaborg þar sem tíminn er orðinn svo naumur og dýrmætur, að jafnvel ást og róman- tík verða að lúta vægðarlausri stundarskrá. Og hann leitar til þess staðar, þar sem hjól tímans líður hægar áfram, stendur helzt alveg kyrrt ef svo ber undir, og enn á veröldin gnægð slíkra draumalanda, jafnt í suðri sem norðri, ef hug- urinn þráir þá í raun og veru. Hinn ungi sögumaður leitar þó ekki upp í íslandsdali, þar sem hin glóhærða Hjördís á Hóli þreytir ójafnan kappakstur á Rússajeppa við Arnheiði dökku á Felli, sem lötrar á kaupfélags- ballið á sterklegum traktor frá Ford. Nei, sögu- sviðið er mjög frumstætt og ónútímalegt, og stúlkan, sem hugurinn leitar að heitir bara María, og hún á sig sjálf. Og þau aka upp í brekkurn- ar þar sem geiturnar eru á beit, í kerru með ösnu fyrir. Og hér er sardínunum ekki skipað upp úr fiskibátunum með færibandi eða sog- pumpu, þær eru bornar á land í körfum og seld- ar úr svuntunum eins og í tíð Björns í Brekku- koti. Og þetta hefur alltaf verið svona hérna, og hún María litla dansar aðeins af meðfæddri innri þörf, og Felix verður nærri því óttasleginn, þegar hann sér skyndilega hvernig svipur henn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.