Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 56

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 56
50 HELGAFELL á því leikið, að þetta fyrirkomulag, sem frv. inniheldur, miðar að því að draga valdið úr höndum strjálbyggðu hérað- anna og yfir á hin þéttbýlli. Það er nú kannske sanngjarnt, að nokkru leyti. En það getur þó verið varhugavert. Það er enginn vafi á því, að hér myndast sem annarsstaðar smátt og smátt stórbæir eða borgir, og þar sem borgir eru, þar myndast einnig ómenntaður ruslaralýð- ur eða skríll. En nú er kosningarréttur- inn á leiðinni að verða almennur, og við það fær almúginn og þá skríllinn í borg- um og bæjum betri og betri tök . . .“ (Alþt. 1907, B. 2143—2145. d.). Hannes Þorsteinsson ritstjóri, síðar þjóðskjalavörður: „ . . . Hér er verið að breyta margra alda héraðaskiptingu, rótgrónu fyrirkomulagi. Þessi héruð, sýslurnar, hafa um langan aldur verið eins og ríki út af fyrir sig, með sérstakri stjórn og sérstöku fyrirkomulagi. Þetta halda menn fast við, eins og vonlegt er. En nú segir stjórnin: „Þennan múr er rétt að rífa niður.“ En ég segi: „Svo er rétt að rífa niður garða granna á milli að með beggja leyfi sé“. . . . Ég verð að skoða þetta sem nokkurskonar valdboð, sem þröngva á að þjóðinni. . . . Fari kjósandinn að raða [frambjóðendum á kjörseðli] . . . má búast við, að kjörseðl- ar verði ógildir hrönnum saman. — Enn er eitt. Þessi fjölmennu kjördæmi fá yfirtök yfir hin fámennari, og þar sem sjávar- og sveitabændur eru í sambandi um kosningar, þá ræður sjávarlýðurinn lögum og lofum“. (Alþt. 1907, B. 2153— 2154). Engan þarf að furða, þótt maður jafn fjölkunnugur á forn fræði og Hannes Þor- steinsson gæti vakið upp 50 ára gaml- an draug um „sjávarlýðinn“. En hann hafði og klerklega mennt og mun það hafa orð- ið til þess, að síðar í ræðu sinni þótti hon- um rétt að benda á, að kveða mætti draug- inn niður, þótt síðar yrði: „Það getur verið, að þjóðin söðli um eða breyti skoðun sinni á þessu máli, ei' t. d. sú reynsla verður á núgildandi kosningalögum, að þau séu óhagkvæm og óheppileg. Næstu kosningar geta því einmitt orðið til að flýta fyrir þessu máli. . . . Er því sjálfsagt að láta það hvíla sig til næsta þings, og þá getur stjórnin tekið það upp aftur, enda getur vel verið, að þá blási byrlegar en nú, og fylgi þjóðarinnar við það aukist til þess tíma“. ' I ’veir höfuðklerkar og einn guðfræðing- ur óvígður höfðu í andmælum gegn frumvarpinu lagt áherzlu á það, að með því væri verið að draga valdið úr höndum bænda og jafnvel gera þeim örðugt um framboð. Það bregður því skemmtilega við, að fremsti formælandi þess úr hópi þing- manna er einmitt bóndi, Pétur Jónsson á Gautlöndum, síðar ráðherra. Við höfum séð kafla úr nefndaráliti minnihlutans, sem hann samdi. Hann leggur í umræðun- um hvað eftir annað áherzlu á „fegurð“ þessa kosningafyrirkomulags. „Og heimti hlutfallskosningaraðferðin öllu meiri þroska“, segir Pétur, ,,þá mið- ar hún líka þeim mun meira að því að efla hann, og yfir höfuð hina betri þætti „pólitíska“ lífsins, eins og ég hefi bent á í nefndaráliti minni hlutans, en kefja margt illt, sem blasti á kosningabarátt- una eftir núgildandi aðferð“. (Alþt. 1907, B. 2103). „Það er álit þingmanna flestra, ef ekki allra,“ segir Pétur á Gautlöndum við 3. umræðu málsins, „að hlutfalls- kosning sé sú æskilegasta og fegursta kosningaraðferð, ef hægt sé að koma henni við. Og þeirrar skoðunar mun þjóðin líka vera, eða þeir, sem um það mál hafa hugsað; og það eru þó nokkuð margir, sem það hafa gjört, því hlutfalls- kosningunni hefir einu sinni verið lýst í riti af Páli heitnum Briem, og þar sýnt fram á, hve réttlát og fögur hún væri. En ef það er skoðun þjóðarinnar, að hlutfallskosningin sé góð, ef henni verð- ur komið við, þá verð ég að segja, að við þingfulltrúarnir ættum að hafa betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.