Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 25
ALBERT CAMUS:
Gesturinn
Kennajinn liorfði á niennina tvo uálgast.
Aunar var á hestbaki, hinn gangandi. Þeir
voru ekki enn konmir á stíginn, sem lá upp
bratta hlíðina að skólanum. Þeir snígluðust
hægt áfram í snjónum milli klettanna á víð-
áttumikilli, auðri heiðinni. Oðru hverju hnaut
hesturinn augsýnilega. Það sást á gufunni,
sem brauzt úr nösum hans, þótt ekki heyrð-
ist enn til hans. Að minnsta kosti annar af
mönnunum var kunnugur landinu. Þeir fylgdu
götunni, sem fyrir mörgum dögum hafði horf-
ið undir hvítt og gruggugt snjólag. Kennarinn
áætlaði, að þeir mundu ekki vera koinnir upp
á hæðina fyrr en eftir hálftíma. Það var kalt;
hann fór inn í skólann að leita sér að peysu.
HaJin gekk í gegnum kennslustofuna, auða
og ískalda. A töflunni höfðu fjögur fljót
Frakklands streymt að ósum í þrjá daga,
krítuð fjórum mismunandi litum. Snjónum
hafði kyngt niður í miðjum október, eftir
átta mánaða þurrviðri, án þess að undan færi
neitt regntímabil, og nemendurnir, um tutt-
ugu talsins, sem áttu heima í þorpum víðs-
vegar um hásléttuna, höfðu ekki komið í
skólann síðan. Þeir urðu að bíða beti-a tíðar-
fars. Daru hitaði ekki framar upp nema það
eina herbergi, sem hann bjó í. Það var við
hliðina á kennslustofunni, og dyrnar vissu
einnig í austur út að hásléttunni. Þar var
einnig gluggi, sem vissi í suður, einsog glugg-
inn í kennslustofunni. í nokkurra kílómetra
fjarlægð byrjaði hásléttan að lækka til suð-
urs. í heiðskíru veðri var hægt að greina
bláleitan fjallsranann við jaðar eyðimerkur-
innar.
Þegar Daru var orðið svolítið hlýrra, fór
liann aftur út að glugganum, þar sem hann
hafði fyrst komið auga á mennina. Þeir sáust
ekki lengur. Þeir hlutu ])á að vera komnir á
bratta stíginn. Himinninn var ekki eins skýj-
uður: það hafði hætt að snjóa um nóttina.
Drungaleg morgunbirtan hafði glaðnað hægt
og bítandi, eftir því sem skýjaþykknið færð-
ist ofar. Það var einsog dagurinn byrjaði ekki
fyrr cn klukkan tvö eftir hádegi. En það var
þó betra en þessa þrjá daga, sem snjónum
hafði hlaðið niður í linnulausu kófi og smá
hríðarstrokum, sem skóku tvöfalda hurðina á
kennslustofunni. Daru var þá löngum í her-
bergi sínu og hreyfði sig ekki þaðan nema ]>eg-
ar hann fór út að gefa hænsnunum eða sækja
kol. Sem betur fór liafði v'örubíllinn frá
Tadjid, næsta þorpi fyrir noi-ðan, komið mcð
vistir tveim dögum áður en hríðin skall á.
Hann kæmi aftur eftir f jörutíu og átta stundir.
Ilann var annars ekki á flæðiskeri staddur.
Litla herbergið var fullt af hveitipokum, sem
stjórnin hafði látið senda honum til dreifing-
ar meðal nemenda frá þeim fjölskyldum, sem
höfðu orðið harðast úti í þurrkunum. t raun-
inni höfðu þær allar oi-ðið hart úti, því allar
voru þær fátækar. Á hverjum degi lét Daru
börnin hafa mjölskammtinn. Nú höfðu þau
vei-ið svipt lionum þessa daga, sem hríðin hafði
staðið. Það vissi hann vel. Ef til vill kæmi
einhver af feðrum þeirra eða eldri þræðrum
í kvöld, og hann gæti látið þá hafa hveiti.
Menn yrðu að draga fram lífið til næstu upp-
skeru, það var allt og sumt. Nú komu ski]>
með korn frá Frakklandi, það versta var lið-
ið hjá. En seint mundi eymdin gleymast,
þessi tötrugi vofuher, sem reikaði um í sólar-
hitanum, heiðarnar sviðnar mánuð eftir mán-
uð. jörðin meii-a og meira skorpnuð, bókstaf-
lega brennd til ösku, og hver steinn, sem und-
ir fæti varð, splundraðist í ryk. Búféð hrundi
niður þúsundum saman og nokkrir menn dóu
hér og hvar, án þess alltaf fréttist af því.
Meðan þessi eymd ríkti, hafði honum samt
fundizt hann vei-a höfðingi, þar sem hann
lifði hálfgert einsog munkur í þessum af-
skekkta skóla, ánægður með það litla sem