Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 25

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 25
ALBERT CAMUS: Gesturinn Kennajinn liorfði á niennina tvo uálgast. Aunar var á hestbaki, hinn gangandi. Þeir voru ekki enn konmir á stíginn, sem lá upp bratta hlíðina að skólanum. Þeir snígluðust hægt áfram í snjónum milli klettanna á víð- áttumikilli, auðri heiðinni. Oðru hverju hnaut hesturinn augsýnilega. Það sást á gufunni, sem brauzt úr nösum hans, þótt ekki heyrð- ist enn til hans. Að minnsta kosti annar af mönnunum var kunnugur landinu. Þeir fylgdu götunni, sem fyrir mörgum dögum hafði horf- ið undir hvítt og gruggugt snjólag. Kennarinn áætlaði, að þeir mundu ekki vera koinnir upp á hæðina fyrr en eftir hálftíma. Það var kalt; hann fór inn í skólann að leita sér að peysu. HaJin gekk í gegnum kennslustofuna, auða og ískalda. A töflunni höfðu fjögur fljót Frakklands streymt að ósum í þrjá daga, krítuð fjórum mismunandi litum. Snjónum hafði kyngt niður í miðjum október, eftir átta mánaða þurrviðri, án þess að undan færi neitt regntímabil, og nemendurnir, um tutt- ugu talsins, sem áttu heima í þorpum víðs- vegar um hásléttuna, höfðu ekki komið í skólann síðan. Þeir urðu að bíða beti-a tíðar- fars. Daru hitaði ekki framar upp nema það eina herbergi, sem hann bjó í. Það var við hliðina á kennslustofunni, og dyrnar vissu einnig í austur út að hásléttunni. Þar var einnig gluggi, sem vissi í suður, einsog glugg- inn í kennslustofunni. í nokkurra kílómetra fjarlægð byrjaði hásléttan að lækka til suð- urs. í heiðskíru veðri var hægt að greina bláleitan fjallsranann við jaðar eyðimerkur- innar. Þegar Daru var orðið svolítið hlýrra, fór liann aftur út að glugganum, þar sem hann hafði fyrst komið auga á mennina. Þeir sáust ekki lengur. Þeir hlutu ])á að vera komnir á bratta stíginn. Himinninn var ekki eins skýj- uður: það hafði hætt að snjóa um nóttina. Drungaleg morgunbirtan hafði glaðnað hægt og bítandi, eftir því sem skýjaþykknið færð- ist ofar. Það var einsog dagurinn byrjaði ekki fyrr cn klukkan tvö eftir hádegi. En það var þó betra en þessa þrjá daga, sem snjónum hafði hlaðið niður í linnulausu kófi og smá hríðarstrokum, sem skóku tvöfalda hurðina á kennslustofunni. Daru var þá löngum í her- bergi sínu og hreyfði sig ekki þaðan nema ]>eg- ar hann fór út að gefa hænsnunum eða sækja kol. Sem betur fór liafði v'örubíllinn frá Tadjid, næsta þorpi fyrir noi-ðan, komið mcð vistir tveim dögum áður en hríðin skall á. Hann kæmi aftur eftir f jörutíu og átta stundir. Ilann var annars ekki á flæðiskeri staddur. Litla herbergið var fullt af hveitipokum, sem stjórnin hafði látið senda honum til dreifing- ar meðal nemenda frá þeim fjölskyldum, sem höfðu orðið harðast úti í þurrkunum. t raun- inni höfðu þær allar oi-ðið hart úti, því allar voru þær fátækar. Á hverjum degi lét Daru börnin hafa mjölskammtinn. Nú höfðu þau vei-ið svipt lionum þessa daga, sem hríðin hafði staðið. Það vissi hann vel. Ef til vill kæmi einhver af feðrum þeirra eða eldri þræðrum í kvöld, og hann gæti látið þá hafa hveiti. Menn yrðu að draga fram lífið til næstu upp- skeru, það var allt og sumt. Nú komu ski]> með korn frá Frakklandi, það versta var lið- ið hjá. En seint mundi eymdin gleymast, þessi tötrugi vofuher, sem reikaði um í sólar- hitanum, heiðarnar sviðnar mánuð eftir mán- uð. jörðin meii-a og meira skorpnuð, bókstaf- lega brennd til ösku, og hver steinn, sem und- ir fæti varð, splundraðist í ryk. Búféð hrundi niður þúsundum saman og nokkrir menn dóu hér og hvar, án þess alltaf fréttist af því. Meðan þessi eymd ríkti, hafði honum samt fundizt hann vei-a höfðingi, þar sem hann lifði hálfgert einsog munkur í þessum af- skekkta skóla, ánægður með það litla sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.