Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 43

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 43
TÍMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR 37 um væri jafnað niður á kjördæmin eftir fólkstclu þeirra. í ástæðunum er þess ekki heldur getið, að alþingi hafi tekið fram nokkura ástæðu fyrir þessari á- kvörðun, en það „virðist11, stendur þar, að orsökin verði að vera sú, „að þingið hafi viljað halda hinu sama hlutfalli, sem áður var, þegar hvert kjördæmi sendi einn fulltrúa til alþingis; en kjör- dæmin voru hin sömu, og þau eru nú.“ Vér efumst engan veginn um, að íslend- ingum sé lítið um að breyta út af göml- um venjum og reglum; en bæði er það, að alþingistilskipunin frá 1843 er ekki nema 6 ára, og, að því sem vér vitum frekast, lagaði stjórnin hana ekki mjög eftir högum íslands; og jafnvel þar sem heita átti að þetta hefði verið gjört, þá var það ekki gjört að öllu leyti með hag- sýni. Af fyrirsögn alþingistilskipunar- innar, að sýslurnar skyldu vera eitt kjör- dæmi hver, leiddi það t. a. m., að Vest- mannaeyjasýsla, sem konungur á, hafði alls enga kjósendur, og gat heldur enga haft, þegar tilskipunin kom út, og hefir heldur enga fengið síðan. Vér getum því ekki tekið þetta sem gilda ástæðu. Aftur á móti finnst oss það vera gagnstaðlegt öllum grundvallarreglum fyrir fulltrúa- kosningum, að hafa enga hliðsjón af fólksfjöldanum, þar sem efni og mennt- un eru jöfn, og hagsmunir manna eigi ríða í bága. En þetta á sér ekki stað um sýslurnar á íslandi. Það er þar að auki næstum skoplegt, að þegar Vestmanna- eyingar nú loksins fá að taka þátt í kosn- ingunum, þá skuli þeir kjósa 2 fulltrúa til þess þings, sem á að segja álit sitt um það, hverja stöðu ísland framveg- is eigi að hafa í stjórnarsambandi ríkis- ins, og eyjamenn eru þó ekki nema 396, er lifa af fiskiveiðum, og þar að auki hafa aldrei fengið sérlega gott orð fyrir reglusemi og siðavendni; sjá t. a. m. bók þá, er Dr. Schleisner nýlega hefur gefið út um ísland. Vér getum því ekki að voru leyti álitið það rétt, að stjórnin í þessu skuli hafa farið eftir uppástungu alþingis, og það því síður, sem samvinna stjórnarinnar og alþingis hefur eins og áður er sýnt fram á, ekki verið í sem beztu lagi..“ Grein þessi var nafnlaus, en auðvelt er að sjá, að höfundur þekkti betur til á Is- landi en hann lét í veðri vaka. Það er mála sannast, að höfundurinn var enginn annar en Brynjólfur Pétursson. 1851—1857: ÞjóÖfundur og þurra búÖarlýÖur Menn höfðu átt von á því, að þjóðfundur- inn yrði kvaddur saman sumarið 1850, en nú varð frestur á því sakir veðrabrigða í stjórnmálum í Danmörku, og kom hann ekki saman fyrr en sumarið 1851, og þá undir óheillavænlegri stjörnu en menn höfðu talið sig mega vænta. Þótt frelsis- golan væri farin úr seglum stjórnarskút- unnar í Kaupmannahöfn, var vorhugur 1 mörgum mönnum á Íslandi og margvís- legur undirbúningur undir fundinn. Þing- vallafundur var enn háður sumarið 1850 og nefndir settar til fulltingis úti um all- ar sýslur. Blaðakostur og tímarita var nú meiri en nokkru sinni fyrr. Ný félagsrit höfðu forystuna; Norðurfari kom út 1848 og 1849; Reykjavíkurpósturinn (sem raun- ar var heldur íhaldssamur) 1847—1849; Þjóðólfur hóf göngu sína í nóvember 1848, og Pétur Pétursson hleypti Lanztíðindum af stokkunum í september 1849. Ennfrem- ur komu á árunum 1850—1851 út 6 tölu- blöð af sérstöku Undirbúningsblaði undir þjóðfundinn. Hér er ekki kostur að skýra frá þessum viðbúnaði öllum, en vert er að geta þess, að margar nýjar tillögur komu nú fram um tilhögun Alþingis. Margar raddir voru nú uppi um það, sem þó hafðist fyrst fram við stjórnarskrár- breytinguna 1915, að konungkjör þing- manna væri afnumið. Enn lögðu ýmsir það til, að tekið væri upp tveggja deilda skipulag. T. d. vildi Pétur Pétursson, að í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.