Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 50
44
HELGAFELL
búa, heldur en frændur þeirra eða foreldri
í sveitunum.
1 ástæðum fyrir tilskipuninni 6. janúar
1857 segir:
„Þingið hefir hér nefnilega ítrekað
uppástungu sína, sem það gjörði 1853,
um að þurrabúðarmenn ættu að gjalda
til sveitar 6 rd. til þess að hafa kosn-
ingarétt, þar sem frumvarpið hafði ekki
stungið upp á meira en 4 rd. Alþingi
hefir þessu viðvíkjandi getið þess, að
eins og nefndin, sem sett var 1853 um
þetta málefni, ekki hafi viljað veita
þurrabúðarmönnum kosningarétt, eins
hafi nefndin, sem nú var sett í málið,
fundið það ísjárvert að veita þurrabúðar-
mönnum kosningarétt með sömu kjör-
um og borgurum verzlunarstaðanna,
þar fleiri af þurrabúðarmönnum eru
þangað komnir úr ýmsum héruðum
landsins, og sumstaðar, t.a.m. í Reykja-
vík, væri fjöldi þeirra svo mikill
(140:60), að óttast mætti fyrir, að þeir
kynni hafa allt of mikla verkun á kosn-
ingarnar ef þeirra kjör-kostum væri
ekki að öðru leyti meira þraungvað en
borgaranna.
Konungsfulltrúinn hefir sett sig á
móti, að þessi uppástunga væri tekin til
greina, og hefir hann einkum tekið
fram, að bæði væri það óeðlilegt og
ósanngjarnt, að þurrabúðarmenn, sem
eru minna metnir og fjáðir en kaup-
staðarborgarar, skyldu gjalda meira til
sveitar til þess að hafa kosningarétt.
Það var einnig þessi skoðun, svo og það,
að flestum þurrabúðarmönnum mundi
verða bægt frá kosningarétti, ef ákveð-
ið væri, að þeir skyldu gjalda 6 rd , sem
á sínum tíma kom innanríkisstjórninni
til að stinga uppá því, að upphæðin væri
lækkuð til 4 rd. En þar eð þingið oftar,
og nú með 16 atkvæðum gegn 5, hefir
staðið fast á, að kjörkostum þurrabúðar-
manna væri þraungvað á þenna hátt,
þótti stjórninni ekki næg ástæða til að
fella þessa uppástungu, þar svo líti út
sem þinginu þætti svo mikið í hana var-
ið“. (Tíð. um stjórnarmálefni íslands,
I. b., bls. 154—155).
Segja má, að það sem miður fór um af-
greiðslu kjördæmamálsins á hinum fyrstu
þingum, hafi stafað af því, að menn réðu
ekki við viðfangsefnið, eins og aðstæður
voru. En þarna er í fyrsta og einasta sinn,
þar til nú á síðustu áratugum, vitandi vits
verið að bola flokki manna frá því að njóta
jafnréttis við aðra þegna í landinu. Þeir
sem í ár draga merki misréttisins við hún,
vitna mjög til „sögulegra röksemda“, þótt
af takmarkaðri þekkingu eða heilindum
sé. Þarna hafa þeir þó ótvírætt fordæmi
úr þingsögunni, og mega þeir þakka mér
fyrir að benda þeim á það.
Tóninn gagnvart þurrabúðarmönnum má
víða sjá í umræðunum, t. d. þegar síra
Eiríkur Kúld, þingmaður Snæfellinga, set-
ur þrjú upphrópunarmerki á eftir orðun-
um: „Eg veit nú ekki, hversu tómthúsmenn
hér við Reykjavík eru að sér eða hve upp-
byggilegir landi og lýð!!!“ Síðan bætir hann
við: „Tómthúsmennirnir rangla hingað of-
an úr sveitum, annaðhvort af því þeir loða
ekki í vist eða tolla þar ekki, eða þykja ei
nýtir til að verða bændur, og eru oftast
nær ekki mjög svo uppbyggilegir11. (Alþt.
1855, bls. 181). — í Reykjavíkurpóstinum er
í febrúar 1847 birt „samtal á Hellisheiði“
milli Reykjavíkurpósts og lausamanns. Þar
segir:
Reykjavíkurpóstur: „ . . . Mun það þá
vel hugsað, að þröngva kosti bóndans,
þess manns, er svo mörg skyldukvöð
liggur á herðum, til þess að fá uppklak-
ið nokkrum sjálfræðisfullum smá-herr-
um, er engum eru til lofs né dýrðar,
nema sjálfum sér; engin borgaraleg lög
kannast við, nema sér til verndar, og
eru því utan við borgaralegt félag, nema
að því leyti sem þeir féfletta það og
skaða“.
Lausamaður: „Þú mátt ærast sem þú
vilt, það fær lítið á mig og þarna mun
það við verða; ég vona bráðum, að hver
megi verða laus sem vill, því svo kvað
það vera erlendis. Ég hef það traust til
hans Jóns Sigurðssonar, að hann stvngi
- upp á því á alþingi að sumri, og taki