Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 20

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 20
14 HELGAFELL al þeirra þjóða, sem orðið hafa ríkisalræði að bráð, hafi aðrar forsendur fyrir lýðræð- islegu stjórnarfari einnig brostið, svo að enn sé ekki um neitt óyggjandi dæmi að ræða um þessi áhrif af auknum afskipt- um ríkisins. Hins vegar eru ekki dæmi þess, að lýðræði í nútímaskilningi hafi þróazt nema í þjóðfélögum, sem búið hafa við frjálst hagkerfi efnahagslega óháðra einstaklinga. En snúum okkur þá að hinni röksemd- inni, en fyrir henni er auðveldara að finna nærtæk dæmi. Þessi röksemd er byggð á þeirri reynslu, að lýðræðið sé ekki vel til þess fallið að skera úr mjög flóknum vandamálum, þar sem sætta þarf ólíka hagsmuni. Á meðan starfsemi ríkisvalds- ins er tiltölulega afmörkuð, sérstaklega í efnahagsmálum, er hægt að segja, að vilji þjóðarinnar, eins og hann birtist í kosn- ingum til löggjafarþings, nái að hafa veru- leg áhrif á þá stefnu, sem rekin er. En þegar svo langt er komið, að ríkisvaldið sé farið að hafa afskipti af flestum þátt- um efnahagslífsins og farið að leysa mark- aðskerfið af hólmi að verulegu leyti, fara viðfangsefnin að verða svo flókin, að eng- in von er til, að þing geti tekið sjálfstæða afstöðu til þeirra, hvað þá kjósendur. Öll völd hljóta þá að dragast frá þingi til ríkis- stjórnar, sem ein hefur aðstöðu til þess að gera samfelldar áætlanir. Fyrir þingið er þá ekki um annað að velja en að segja já eða nei. Þar að auki eru málin of flókin til þess, að hægt sé að setja nákvæm laga- fyrirmæli um hvert einstakt atriði, og verður því að fela ríkisstjórninni úrskurð- arrétt um fjöldamörg veigamikil mál. Um allt þetta eru augljós dæmi hér á landi. IV Afskipti ríkisvaldsins af efnahagsmálum hér á landi hafa farið stórlega vaxandi, sérstaklega síðustu árin, og hafa þau vafa- laust aldrei verið meiri en nú, jafnvel ekki á mektardögum fjárhagsráðs 1948—1949. Auk margvíslegra beinna hafta og eftir- lits, sem nær inn í flesta króka hagkerfis- ins, virðist nú svo komið, að á hverju ári verði að gera nýjar ráðstafanir í efnahags- málum, eins og það er kallað. Hér er um að ræða nokkurs konar heildaráætlun, þar sem ríkisvaldið ákveður að verulegu leyti rekstursgrundvöll helztu atvinnuveganna og markar stefnu, sem hefur víðtæk áhrif á skiptingu þjóðarteknanna. Helztu aðferð- irnar, sem notaðar eru til þess, að þær áætl- anir megi ná fram að ganga, eru annars vegar millifærsla peninga í formi uppbóta, framleiðslustyrkja, niðurfærslu vöruverðs, verðjöfnunar o. s. frv., en hins vegar alls kyns höft, verðlagseftirlit, innflutnings- hömlur, skömmtun gjaldeyris og veitingar fjárfestingarleyfa. Eg býst við, að fylgismönnum áætlunar- búskapar þyki ofrausn að nota það heilaga orð um það hagkerfi, sem við nú búum við, því að enn vantar mikið upp á, að ríkis- valdið geti komið fram vilja sínum í öll- um greinum, og mun ég víkja frekar að því síðar. En þótt við séum ekki komnir lengra en þetta á þeim vegi, sem liggur til hins fullkomna áætlunarbúskapar, sjást þó þegar ótvíræð merki þess, að lýðræðis- legt aðhald með aðgerðum ríkisvaldsins sé farið að linast. Skal ég drepa á nokkur at- riði því til sönnunar. Greinilegt einkenni stjórnmálaþróunar- innar er það, hve áhrifavaldi Alþingis varðandi alla löggjöf um efnahagsmál hef- ur hnignað á síðustu árum. Hin miklu bjargráðafrumvörp hafa verið keyrð í gegnum þingið á örfáum dögum, og hefur alþingismönnum ekki gefizt neinn kostur á að gera sér grein fyrir eðli þeirra og áhrifum, hvað þá að gera á þeim skynsam- legar breytingartillögur eða koma fram með aðrar tillögur í staðinn. Það væri mis- skilningur að kenna virðingarleysi fyrir leikreglum lýðræðisins um þessa þróun. Meginástæðan er áreiðanlega sú, að mjög erfitt er samkvæmt eðli málsins að gefa frumvörpum af þessari tegund þingræðis- lega meðferð. Kemur þar þá fyrst til, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.