Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 71
BÓKMENNTIR
65
gcfið um mörg þau verk, sem greinarhöfundur
Life nefnir, eins og honum er sjálfum, en
„skáldsagan um Ameríku“, sem vér viljum fá,
ætti sízt að vera skrifuð af minni gagnrýni
en nú gerist um sögur, heldur meiri. Jafn-
framt vona ég, að bókmenntir vorar verði,
þegar frá líður, „jákvæðar“, svo að ég noti
oið greinarhöfundar, því að reyndin er sú,
í andstæðum sagt, að því sannari og djúp-
tækari gagnrýni sem felst í bókmenntum, því
jákvæðari eru þær bókmenntir.
Að sama skapi og einhverjar bókmenntir
leitast við að finna hin innri og djúpstæðari
lífsins rök, hljóta þær að verða gagnrýnhi
— ]). e. a. s., að þær vekja hjá mönnum óþol-
inmæði við undansláttinn, leiðann, efnis-
hvggjuna, sjálfsblekkinguna, tómlætið, — og
alla hina leyndu óskírðu ósigra, sem hvers-
dagslífið færir mönnum. Slíkar gagnrýnis-
bókmenntir eru jákvæðar, af því að þær gjalda
já við vilja manns og hugrekki til að hasla líf-
inu völl. Ef klöppin er lostin nógu þungu
högyi, sprettur vatn lífsins fram.
En snúum oss að því, sem frá var horfið,
að bókmenntir vorar geri oss pólitískan óleik
erlendis. Hvað er þá til ráða? Hvernig eigum
vér að smiast við því, ef vér getum ekki feng-
ið rithöfunda til að skrifa bókmenntir, sem
séu heppilegar til útflutnings, og ekki er hægt
að búa til bókmenntir eftir forskrift?
Mér er næst að halda, að svarið sé bæði
einfalt og ægilegt. Vér verðum að treysta á
lítillæti vort og styrk í senn.
Einungis fyrir lítillæti vort eða með öðrum
orðum skilning vorn á því, að vér höfum ekki
nægilega rækt þá möguleika, sem oss vóru
léðir, getum vér vænzt þess að gera þeim
skil. Einhvern tíma, þegar stundir líða, kann
svo að fara, að skipaflotar vorir hverfi af höf-
unum, og þá þurfum vér á vizku lítillætisins
að lialda. En eins og er, meðan vér erum
sterkir, vonum vér að stvrkur vor sé ekki
eingöngu sögulegir duttlungar eða vér séum
einungis sterkir af því að aðrir séu veikir.
Vér vonumst til, að styrkur vor sé siðferðileg-
ur. En ef sú trú á að vera meira en vonin ein,
verður hún að standast prófun samvizkunn-
ar, og bókmenntirnar eru ein af mörgum
röddum þjóðarsamvizku vorrar, hversu hik-
andi og biluð sem sú rödd kann stundum að
vera. Vér verðurn að halda ofmetnaði vor-
um í skefjuin, ekki af ótta, heldur vegna
þeirrar sannleiksástar, sem vér vonum, að
vér berunr í brjósti.
En nóg um það. Hvað um vesalings útlend-
ingana, sem láta svo hæglega blekkjast af
bókmenntunr vorum? Eru þeir svo blindir af
fordómum og snauðir að skáldlegum innlif-
unarkrafti eins og séra Bruckberger virðist
ætla? Hvers vegna eru þeir þá svo hrifnir af
bókmenntunr vorum og hvers vegna hafa þeir
þær í hávegum? Finna þeir ef til vill í þeinr
einhverja mikilsverða sýn á nranninn og ein-
lrverja skýringu á örlögunr lians? Sjá þeir
teikn frelsisins í því, að þær skuli vera til?
Skönrmu eftir að stríðinu lauk í Evrópu,
kynntist ég ungunr ítala, senr hafði verið liðs-
foiingi i lrer fasista, en strokið til fjalla á
fyrsta ári stríðsins og gengið í lið nreð oss.
Einu sinni spurði ég hann, hvað hefði eigin-
Iega orðið þess valdandi, að hann gerði sér
svo lítið fyrir. „Anrerísku skáldsagnahöfund-
arnir sneru mér,“ sagði hann. „Hvernig þá?“
spurði ég. „Ja,“ sagði hann, „fasistar létu
okkur lesa amerískar skáldsögur, af því að
þeir álitu, að þær sýndu fram á úrkynjun
Ameríkumanna. Þeir ætluðust til, að það
styrkti okkur í trúnni á fasisnrann að lesa
Dreiser, Faulkner, Sinclair læwis. En vitið
þér hvað? Það rann allt í einu upp fvrir nrér,
að lýðræði, senr mætti við því að leyfa slíka
gagnrýni á sjálft sig, hlyti að vera nrjiig gott
og hraust. Svo ég strauk til fjalla.“
Robert Penn Warren er í fremstu röð amer-
ískra ljóðskálda og vel nretinn og vinsæll
skáldsagnahöfundur (All the King’s Men,
Night llider og margar fleiri). Hann er pró-
fessor í bóknrenntum og nrikils metinn gagn-
rýnandi af skóla hinna svonefndu nýgagn-
rýnenda (ásamt Cleanth Brooks, Allan Tate,
John Crowe Ransonr og fleirunr).
ÝMSAR dagar (2. útgáfa, Norðri) er
BÆKUR enn 1 sama S'ld* °g þegar hún
kom fyrst út fyrir rúmlega tutt-
ugu árunr. Mikill kostur á þessari útgáfu er,
að henni fylgir tímatal og nafnaskrá, og nrætti
sú hugulsenri vera hverjum ævisagnaritara til
fyrirmyndar, því að ævisögur verða handbæk-
ur, a. nr. k. þegar fyrsta lestri sleppir. Ilalldór
Pétursson lrefur nryndskreytt þessa útgáfu.