Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 45

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 45
TÍMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR 39 höfðu þá nýlega verið sameinaðar í eitt lögsagnarumdæmi. Tillögur Mýramanna eru miklu ítarlegri. Þeir vilja 32 kjördæmi, er hvert kjósi einn þingmann, en „takmörk kjördæmanna skulu síðar ákveðin verða með lögum“. í athugasemdum við frumvarpið er þó borin fram til athugunar tillaga um nýja kjör- dæmaskiptingu. Eftir henni átti að skipta Arnessýslu í 3 kjördæmi, en 11 hinna stærri lögsagnarumdæma hverju í 2 kjör- dæmi, en sjö hin smæstu verði sérstök kjördæmi sem fyrr. Aðeins á einum stað er gert ráð fyrir því að flytja sveitir í kjör- dæmi utan lögsagnarumdæmisins: Geira- dalur og Reykhólasveit í Barðastrandar- sýslu áttu að hressa upp á Strandasýslu, sem þótti ærið fámenn. Húnvetningar vildu enn halda sér að óbeinum kosningum og lögðu til, að þing- menn væri 24. Um kjördæmin segja þeir: „Um það, hvort kjördæmin skyldu vera hin sömu og verið hafa, eða þeim ætti að breyta, hefir nefndin enga uppá- stungu gjört; en náttúrlegt þykir henni, að heldur væri farið eftir fólksfjölda enn þeim núverandi sýsiuskiptum; mætti þá að líkindum breyta svo til, að þjóðin gæti kosið alla þingmenn sína.“ Frásagnirnar hér að framan eru teknar eftir Undirbúningsblaði undir þjóðfund- inn. Tillögur úr Múlasýslum urðu seinar fyrir og birtust í Þjóðólfi 30. júní 1851. Þar er lagt til, að á Alþingi séu 26 þjóðkjörnir þingmenn og 6 þingkjörnir. ,,Hina þjóð- kjörnu á að kjósa tvo fyrir hvert af hin- um 12 gömlu þingum landsins, og 1 að auk fyrir Þorskafjarðarþing, og 1 fyrir Reykjavík. Hinir 6, er þingið kýs fyrirfram, séu embættismenn andlegrar og verald- legrar stéttar, eða aðrir menntaðir menn“. I greinargerð fyrir tillögunum segir enn- fremur: „Þótt í þessum gömlu þingum lands- ins sé sumstaðar nokkuð mismunandi fólksfjöldi, svarar þó sú tala þjóðkjör- inna þingmanna, sem hér er stungið upp á úr þingi hverju, betur að til- tölu til fólksfjöldans í hverju af þeim, heldur en ef annaðhvort 1 eða 2 væru kosnir úr sýslum þeim, sem nú eru. En það sýnist þó einmitt fara vel á því og vera sanngjarnlegt, að jöfnuður ætti sér stað sem bezt mætti; því að það, að jafn- margir séu kosnir úr fámennustu sýsl- um landsins sem hinum fjölmennustu, sýnist enginn jöfnuður vera. En þessi ójöfnuður tækist að miklu af með því að láta 12 hin gömlu þing ráða jafnri þing- mannatölu, auk þeirra tveggja, sem áð- ur er getið“. onungur lagði nýtt frumvarp til laga um kosningar til Alþingis fyrir þjóð- fundinn. Ákvæði þess voru 1 nokkrum greinum ófrjálsari en reglurnar um kosn- ingar til þjóðfundarins, einkum um efna- hagsskilyrðin fyrir kosningarrétti, þótt mikil væri framförin frá alþingistilskip- uninni 1843. Lagt var til, að 30 yrði þjóðkjörnir full- trúar á Alþingi, kosnir í 21 kjördæmi. Eru þau hin sömu og áður, nema Þingeyjar- sýsla er orðin eitt kjördæmi, Skaftafells- sýslu er tvískipt og Hnappadalssýsla, sem áður var með Mýrasýslu, er gerð sjálfstætt kjördæmi. — Gert er ráð fyrir 6 kon- ungkjörnum þingmönnum eins og áður. í athugasemdunum við þessa grein frum- varpsins sést, að stjórnin er engan veginn ánægð með þetta fyrirkomulag: „Það hefir oft verið talinn sem ókost- ur á þeirri skiptingu landsins, er hingað til hefir verið, í kjördæmi, er samsvara lögsagnar-umdæmunum, að mikill mis- munur er á fólksf jöldanum í hinum ein- stöku sýslum og verður með því ójöfn tiltalan milli fulltrúatölunnar og fólks- fjöldans. í frumvarpi þessu er að nokkru leyti reynt til að bæta úr bresti þessum, með því að veita lögsagnarumdæmum þeim, er hafa að tiltölu mestan fólks- fjölda, eða hér um bil 3000 innbúa eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.