Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 53

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 53
TÍMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR 47 ast komið á í hvei’ju umdæmi svo og að leggja að því búnu fyrir næsta þing þar á eftir frumvarp til laga um nýja kjör- dæmaskipun“. (Alþt. 1902, bls. 296). Páll Briem amtmaður var einn þeirra manna, sem frjóasta hugsun höfðu um þjóð- mál á þessum árum, og lét mjög að sér kveða, unz hann lézt langt fyrir aldur fram árið 1904. Hann hélt fyrirlestur um kosn- ingar, sem birtur er í 6. árgangi Eimreiðar- innar (1900). Þar segir hann: „Menn heimta kosningarréttinn í nafni réttlætisins, og þeim er veittur hann í nafni réttlætisins“. í samræmi við það gerir hann þrennar aðalkröfur: „1) Kosningarnar eiga að vera þannig, að kjósendunum sé mögulegt að neyta kosningarréttarins, og að þeim sé gjört það nokkurnveginn jafnauðvelt. 2) Kjósendurnir eiga að geta kosið þá, sem bjóða sig fram, framboðana, eftir eigin sannfæringu. 3!) Atkvæði sérhvers kjósanda á að hafa fullt gildi í hlutfalli við önnur at- kvæði, eigi aðeins að því er snertir þann mann, er hann vill kjósa, heldur og þann flokk, er hann fylgir að mál- a um“. Sum þessara atriða var einmitt verið að leiðrétta á næstu þingum, en um 3. liðinn (og að nokkru 2. lið) bar Páll fram ein- kennilega tillögu. Hann vildi gera landið allt að einu kjördæmi. Frambjóðendur gátu gefið kost á sér annaðhvort fyrir ákveðinn flokk eða utan flokka. Kjósendur máttu kjósa bæði flokk og einn af frambjóðend- um hans jafnframt, eða aðeins flokkinn • eða einvörðungu ákveðinn frambjóðanda, hvort sem hann.var flokksmaður eða utan flokka. Hlutfallstölur flokkanna og at- kvæði einstakra frambjóðenda utan flokka segja til um það, hversu marga þingmenn hver flokkur fær og hverjir hinna komast að. Síðan er þeim atkvæðum, sem flokk- urinn hefir umfram meðalatkvæðafjölda kosinna þingmanna skipt jafnt á milli þing- manna þess flokks, og hver þingmaður fer á þingi með þann atkvæðaf jölda, sem hann hefir hlotið. Páll Briem var fallinn frá, þegar kjör- dæmamálið kom til úrskurðar á Alþingi, og varð enginn til að bera fram þessar tillögur hans. Lágu þær alveg í dái, unz Guðmundur prófessor Finnbogason tók þær upp að nokkru í Stjómarbót sinni 1924, en það rit fekk enga áheyrn. Þrátt fyrir þetta væri rangt að segja, að fyrirlestur Páls Briems hefði engin áhrif haft. Margir agnúar kjördæmaskipunarinn- ar urðu mönnum nú ljósari, og þjóðin fekk í víðlesnu riti glögga greinargerð um hlut- fallskosningar og kosti þeirra. 'T'illögur sýslunefnda og amtsráða hnigu -*■ mjög 1 eina átt — að láta nýjar bætur á hið gamla fat. Þetta var mjög að von- um, eins og málið hafði verið lagt fyrir þessa aðilja. Viðfangsefnið sýnist hafa ver- ið skilið svo, að vænzt væri tillagna um það, hvernig misréttið yrði bezt leiðrétt með einmenningskjördæmum. Skýrar til- lögur um aðra leið höfðu ekki komið fram, ef frá er talinn fyrirlestur Páls Briems. Ekki var heldur annars að vænta af þess- um aðiljum en að þeir tæki viðfangsefnið þeim tökum, sem þeir réðu við. Hannes Hafstein lagði þessar tillögur gersamlega á hilluna og bar á Alþingi 1905 fram frumvarp, sem fór alveg nýjar götur. Vildi hann skipta landinu í 7 stór kjördæmi, er kysi 4—6 fulltrúa hvert með hlutfallskosningum. Umræður urðu ekki miklar um málið á þessu þingi. Það fór til nefndar, og lagði hún til, að ákvörðun yrði frestað, svo að þjóðin fengi tíma til að átta sig á þessu nýmæli. Féllst Hannes Hafstein fúslega á þá lausn. Á næsta þingi, 1907, tók hann málið upp aftur, og hafði nú sniðið af frumvarpinu nokkra agnúa, sem orðið höfðu nefndinni ásteytingarsteinn á fyrra þinginu. Þótt Hannes hefði orð á því í framsöguræðu sinni, að „margar góðar ritgjörðir“ hafi birzt um málið í ýmsum blöðum, hefir mig furðað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.