Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 65

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 65
FALL McCARTHYS 59 fékk að sjá hann nærri sér og leizt hann vera ófrýnileg bulla. En þeir, sem fannst hann ógeðs- legur, höfðu hvort eð var aldrei verið fylgis- menn hans og hefðu aldrei getað fylgt honum. Þeim sem þéttast stóðu um hann og jafnvel flestum hinum, sem slæddust að honum, þótti einmitt kvikinzkan auka á þokka hans. Því meir sem hann rausaði, því heitar elskuðu þeir hann. Og hann var Carúsó í hópi rausara. Hví mátti ekki einu gilda, þó að hann væri fyrirlitinn af öllu sæmilegu fólki, hverju skipti, að Eisenhower hafði afneitað honum og öldungadeildin sam- þykkt á hann hálfkveðin víti? Ekki lá hann grotnandi í dýflissu. Hann hélt fríðindum sínum ,og stöðu. Fylgismenn hans stóðu þétt um hann eins og fyrr — a. m. k. allt hið hreinræktaða kyn þeirrar manntegundar, er ávallt hænist að lýðskrumurum. Þeir biðu herópsins, að þeim væri skipað að fylkja liðf og hefja áhlaup á nýjan leik. Foringi þeirra var ungur maður í fullu fjöri. Ef hann hefði verið Hitler, kynni hann að hafa brennt öldungadeildina. En McCarthy var eins og hann var og þess vegna fékk hann sér lögfræðing — einn hinn bezta, sem völ var á, Edward Bennett Williams — og bað um sýknu. Þegar honum var synjað hennar, kiknaði hann fyrir viðhorfi hins opinbera og áliti góðra manna. Hann féllst á þá skoðun sjálfur, að hann ætti ekki mikla framtíð fyrir höndum. Og skömmu síðar dó hann af því að hann gat ekki hætt að drekka. Einnig það var skrýtið. Það er óþekkt í sögunni, að krossferðarleiðtogi eða nokkur sannur ofstækismaður hafi dáið með þvílíkum hætti. Yfirleitt eru slíkir menn meinlætasamir — hvort sem þeir eru haldnir djöfullegum krafti eða heilagleika. Draumur þeirra um vald og frægð eru áfengari en nokkuð það, sem er eimað eða gerjað. Til þess að slíkar spurningar skipti máli, hljót- um við að ætla, að McCarthy hafi verið all- mikill bógur í sinni grein. Ég hygg, að það megi sýna fram á, að hann hafi ekki einungis verið langfærasti lýðskrumari á sinni tíð, heldur sá gáfaðasti, sem nokkurn tíma hefir verið uppi hér í Ameríku. Flestir lýðskrumarar okkar, bæði á öldinni, sem leið, og síðan, hafa verið hálf- gerðir afdalaþursar, og áhrif þeirra hafa náð skammt út fyrir sveit þeirra eða trúflokk. Á 19. öld voru uppi nokkrir allgóðir skrílæsingamenn, sem áttu gengi sitt að þakka áhugamálum eins og afnámi þrælahalds, fylkjaskilnaði, þjóðvernd- arstefnu, en enginn þeirra hafði nein varanleg ahrif, og þeir eru allir gleymdir nú. Það er kannske of snemmt að segja til um það, hvort áhrifa McCarthys muni enn gæta að tuttugu árum liðnum, en það eru góðar líkur til þess, að svo verði. Lítum, hvað sem þessu líður, á afrek þau eða skaðsemdarverk, sem honum tókst að vinna milli 1950 og 1954: — Hann var óþekktur 1950, en 1952 var hann kunnur öllum lýðum. Víða um heim var hann álitinn ímynd alls, sem var illt og spillt í amer- ískri stjórnarstefnu og amerísku lífi yfirleitt. Hann var einn þeirra fáu Ameríkumanna, sem útlendingar hafa óttazt og hatað af alhug. — Það voru tæplega liðin tvö ár frá því, að hann varð fyrst nokkuð þekktur og þangað til hann var orðinn að höfuðþrætuefni við forseta- kjör. Samt var hann enn ekkert nema öldunga- deildarþingmaður á fyrsta kjörtímabili og auk heldur í minnihlutaflokki. Hann hafði engar veg- tyllur eða vald, annað en það, sem bjó í honum og hann bar með sér. — Hann hafði geysimikil áhrif á ameríska utanríkisstefnu, einmitt á tímabili, þegar amer- ísk utanríksstefna var að valda straumhvörfum í sögunni. Stefna okkar i Austurlöndum, sem er að mörgu leyti lykillinn að stefnu okkar annars staðar, kynni að hafa orðið öll önnur, ef Mc- Carthy hefði ekki verið svona voldugur. — Eftir honum var nefnd viss tilhneiging í amer- ísku þjóðlífi, eða öllu heldur flækja tilhneig- inga. Nafnið helzt. í vitund margra Ameriku- manna verður héðan í frá allt ófrjálslyndi, kúgunarhneigð, afturhaldssemi, einræðistilhneig- ing, hatur á andanum og hvers konar svínska sama og McCarthyismi. Heitið er ónákvæmt, en það hefur merkingu og bregður upp sterkri mynd. McCarthy var hið bezta hæfileikum búinn til að iðka allan þennan svartagaldur, og þjálfun skorti hann ekki heldur. „Lýðskrumari", sagði Aristófanes, ,verður að vera eftirfarandi eigin- leikum búinn: hann þarf að vera illyrtur, illa ættaður, og óþokki“. McCarthy hafði allt þetta til að bera, í ríkum mæli. Honum lá dónalegt og soralegt orðbragð mæta vel á tungu. Hann skildi til hlítar þokka götustráksins, hrottans og húsa- víkurjónsins í augum þjóðar, sem sá fram á allsherjar jöfnuð, því að allir voru að renna inn í eina borgaralega sómatilveru. Hann var fljótur að nota sér þetta. Auðvitað hafði hann sjálfur ýmsar siðsamlegar tilhneigingar — hver hefir það ekki? — og hann langaði lika dálítið í borg- aralega tilveru og notalegheit, en hann var ekki lengi að komast yfir það. Hann var áflogakragi, sem notaði þumalfingurna, tennurnar og hnén. Hann átti ótöluleg klækjabrögð í fórum sín- um. Hitler uppgötvaði stórlygi, þ. e. a. s. lygi, sem er svo mikil um sig, að skynsemin, sem leit- ast við að leysa allt upp í atriði, stóð uppi ráða- laus að berjast við hana. McCarthy bjó til lyga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.