Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 61

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 61
TÍMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR 55 alla, og frá miðju sumri 1956 fram undir árslok 1958 hafa þessir flokkar stjórnað landinu, til góðs — eða kannske ills. En það kostaði þá það, að gamli belgurinn sprakk. Það voru 52 ár sem liðu frá alltof kraft- litlum tillögum Alþingis 1855 til hinnar djarfmannlegu en misheppnuðu tilraunar Hannesar Hafsteins 1907. Aftur hefir tím- inn flett spilunum. Á þessu sumri eru önn- ur 52 ár liðin, og nú er lokahríðin hafin. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn hafa bundizt samtökum um að koma fram mikilli réttarbót í sama anda og Hannes Hafstein forðum. Kommúnistar voru að vísu seinir á sér að sýna lit, en hitt var löngu vitað, að aðeins einn stjórn- málaflokkur í landinu á hagsmuna að gæta af ranglætinu og heldur 1 það dauðahaldi. Og hér er orðið dauðahald notað í upp- haflegri og bókstaflegri merkingu. Stúdentafélagsfundur var haldinn um málið í vetur. Þar voru menn einhuga, að fráteknum þeim 4 Framsóknarmönnum, sem þar lásu upp skrifaðar ræður, og var samþykkt tillaga um eindreginn stuðning við réttarbótina. Hinn vitrasti Framsóknar- mannanna, Gísli Guðmundsson alþingis- maður, sá þó, að nú var kominn tími til að hopa á hæl. Hann var sáttfús á fundinum, vildi að mynduð yrði þjóðstjórn allra flokka til að leysa málið. Litlar undirtekt- ir fékk sú tillaga meðal fundarmanna, það var eins og þeir sæju í úlfshárin. Þess var og ekki langt að bíða, að gær- unni væri kastað. Á flokksþingi Framsókn- arflokksins í marz var þessi tillaga sam- þykkt: „Flokksþingið telur að stefna beri að því að skipta landinu í einmenningskjör- dæmi utan Reykjavíkur og þeirra kaup- staða annarra, sem rétt þykir og þykja kann að kjósi fleiri en einn þingmann. Með hæfilegri fjölgun kjördæmakjör- inna þingmanna falli niður uppbótar landkjörið. Telur flokksþingið, að einmennings- kjördæmi sem aðalregla sé öruggastur grundvöllur að traustu stjórnarfari“. Alþýðublaðið komst vel að orði um þessa tillögu, er það sagði: „Samkvæmt ályktun þingsins eru ein- menningskjördæmin, sem minnihlutinn býr við, „aðalreglan“ og sú, sem er „ör- uggasti grundvöllur að traustu stjórnar- fari“. Meirihluti þjóðarinnar á sam- kvæmt stefnu Framsóknar að búa við aukareglu, sem er ekki öruggasti grund- völlur stjórnarfarsins. Framsókn leggur nú til, að meiri- hluti þjóðarinnar búi við hlutfallskosn- ingar, sem Framsóknarmenn hafa bar- izt gegn og talið óhæfar frá öndverðu. Tíminn sagði 1. marz: „Hlutfallskosn- ingar tryggja ekki réttlætið“ og 2. febrú- ar, að þær væru „ótraustur grundvöllur stjórnskipunar.“ Mætti þannig lengi telja nokkurra vikna gamlar lýsingar Framsóknarmanna á þeirri kjördæma- skipan, sem þeir ætla meirihluta þjóð- arinnar, Reykvíkingum, Hafnfirðingum og Akureyringum. Enda þótt Framsóknarmenn hafi sam- þykkt á þingi sínu, að kjördæmamálið megi ekki leysa sem flokkshagsmuna- mál, getur engum dulizt, að Framsókn vill hafa einmenningskjördæmi, þar sem henni hentar, en annars staðar ekki.“ Ef orð hafa nokkra merkingu þýðir til- laga Framsóknarmanna það, að koma skal á tvennskonar kosningalögum í þessu landi. Annarsvegar eru þeir landshlutar, þar sem Framsóknarflokkurinn telur sig hafa einhverja, jafnvel daufa, von um að geta komið að manni. Þar á „aðalreglan“ — einmenningskjördæmi — að ráða, og að sjálfsögðu á að kjósa mikinn meiri hluta þingmanna samkvæmt „aðalreglunni". Síð- an koma hin kjördæmin, „ómenntaður ruslaralýður og skríll“ bæjanna og „sjávar- lýðurinn“. Innan um þennan pupul er ekkert rúm fyrir Framsókn, og hjá þessu vonda fólki mega hinir flokkarnir bítast í hlutfallskosningum sín á milli. En nú er bikarinn fullur. Það er ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.