Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 61
TÍMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR
55
alla, og frá miðju sumri 1956 fram undir
árslok 1958 hafa þessir flokkar stjórnað
landinu, til góðs — eða kannske ills. En
það kostaði þá það, að gamli belgurinn
sprakk.
Það voru 52 ár sem liðu frá alltof kraft-
litlum tillögum Alþingis 1855 til hinnar
djarfmannlegu en misheppnuðu tilraunar
Hannesar Hafsteins 1907. Aftur hefir tím-
inn flett spilunum. Á þessu sumri eru önn-
ur 52 ár liðin, og nú er lokahríðin hafin.
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkur-
inn hafa bundizt samtökum um að koma
fram mikilli réttarbót í sama anda og
Hannes Hafstein forðum. Kommúnistar
voru að vísu seinir á sér að sýna lit, en
hitt var löngu vitað, að aðeins einn stjórn-
málaflokkur í landinu á hagsmuna að gæta
af ranglætinu og heldur 1 það dauðahaldi.
Og hér er orðið dauðahald notað í upp-
haflegri og bókstaflegri merkingu.
Stúdentafélagsfundur var haldinn um
málið í vetur. Þar voru menn einhuga, að
fráteknum þeim 4 Framsóknarmönnum,
sem þar lásu upp skrifaðar ræður, og var
samþykkt tillaga um eindreginn stuðning
við réttarbótina. Hinn vitrasti Framsóknar-
mannanna, Gísli Guðmundsson alþingis-
maður, sá þó, að nú var kominn tími til að
hopa á hæl. Hann var sáttfús á fundinum,
vildi að mynduð yrði þjóðstjórn allra
flokka til að leysa málið. Litlar undirtekt-
ir fékk sú tillaga meðal fundarmanna, það
var eins og þeir sæju í úlfshárin.
Þess var og ekki langt að bíða, að gær-
unni væri kastað. Á flokksþingi Framsókn-
arflokksins í marz var þessi tillaga sam-
þykkt:
„Flokksþingið telur að stefna beri að
því að skipta landinu í einmenningskjör-
dæmi utan Reykjavíkur og þeirra kaup-
staða annarra, sem rétt þykir og þykja
kann að kjósi fleiri en einn þingmann.
Með hæfilegri fjölgun kjördæmakjör-
inna þingmanna falli niður uppbótar
landkjörið.
Telur flokksþingið, að einmennings-
kjördæmi sem aðalregla sé öruggastur
grundvöllur að traustu stjórnarfari“.
Alþýðublaðið komst vel að orði um þessa
tillögu, er það sagði:
„Samkvæmt ályktun þingsins eru ein-
menningskjördæmin, sem minnihlutinn
býr við, „aðalreglan“ og sú, sem er „ör-
uggasti grundvöllur að traustu stjórnar-
fari“. Meirihluti þjóðarinnar á sam-
kvæmt stefnu Framsóknar að búa við
aukareglu, sem er ekki öruggasti grund-
völlur stjórnarfarsins.
Framsókn leggur nú til, að meiri-
hluti þjóðarinnar búi við hlutfallskosn-
ingar, sem Framsóknarmenn hafa bar-
izt gegn og talið óhæfar frá öndverðu.
Tíminn sagði 1. marz: „Hlutfallskosn-
ingar tryggja ekki réttlætið“ og 2. febrú-
ar, að þær væru „ótraustur grundvöllur
stjórnskipunar.“ Mætti þannig lengi
telja nokkurra vikna gamlar lýsingar
Framsóknarmanna á þeirri kjördæma-
skipan, sem þeir ætla meirihluta þjóð-
arinnar, Reykvíkingum, Hafnfirðingum
og Akureyringum.
Enda þótt Framsóknarmenn hafi sam-
þykkt á þingi sínu, að kjördæmamálið
megi ekki leysa sem flokkshagsmuna-
mál, getur engum dulizt, að Framsókn
vill hafa einmenningskjördæmi, þar sem
henni hentar, en annars staðar ekki.“
Ef orð hafa nokkra merkingu þýðir til-
laga Framsóknarmanna það, að koma skal
á tvennskonar kosningalögum í þessu landi.
Annarsvegar eru þeir landshlutar, þar
sem Framsóknarflokkurinn telur sig hafa
einhverja, jafnvel daufa, von um að geta
komið að manni. Þar á „aðalreglan“ —
einmenningskjördæmi — að ráða, og að
sjálfsögðu á að kjósa mikinn meiri hluta
þingmanna samkvæmt „aðalreglunni". Síð-
an koma hin kjördæmin, „ómenntaður
ruslaralýður og skríll“ bæjanna og „sjávar-
lýðurinn“. Innan um þennan pupul er
ekkert rúm fyrir Framsókn, og hjá þessu
vonda fólki mega hinir flokkarnir bítast
í hlutfallskosningum sín á milli.
En nú er bikarinn fullur. Það er ekki