Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 27
GESTURINN
21
Þá bíð ég eftir stríðsyfirlýsingunni.
Balducci kinkaði kolli.
Gott er nú það. En fyrirskipanirnar eru nú
til staðar, og þær ganga ekki heldur framhjá
þér. Það er víst ekki allt með kyrrum kjör-
um. Menn segja að uppreisn sé í aðsigi. Við
erum að vissu leyti kvaddir til vopna.
Daru var þrjózkulegur á svip.
Hlustaðu á mig, sonur, sagði Balducci. Mér
er vel við þig, þú verður að skilja mig. Við
erum tíu eða tólf saman í E1 Amör, og eig-
um að halda vörð á litlu landsvæði, svo ég
verð að fara aftur. Mér var sagt að trúa þér
fyrir þessum náunga, og koma aftur um hæl.
Það er ekki hægt að geyma hann niðurfrá.
Það var ókyrrð í þorpinu hans, þeir vildu ná
í hann. Þú átt að fara með hann til Tingví
á morgun. Hraustmenni einsog þér óar ekki
við tuttugu kílómetra leið. Síðan er það bu-
ið. Þú færð nemendur þína og lifir góðn lifi
einsog áður.
Bak við vegginn heyrðist hesturinn frýsa
og stappa niður hófum. Daru horfði ut um
gluggann. Hríðarveðrið var sýnilega um garð
gengið, það birti yfir allri snjóbreiðunni, sem
þakti heiðina. Þegar snjórinn væri bráðnaður,
mundi sólin aftur ríkja og brenna grýtta jörð-
ina. Dögum saman mundi þurr birtan streyma
af himnum ofan yfir þessa eyðilegu heiði, þar
sem ekkert minnti á fólk.
Nú já, sagði hann og sneri sér að Balducci,
hvað hefur hann gert? Og hann spurði, áður
en lögreglumaðurinn hafði ráðrúm til að svara:
Talar hann frönsku?
Nei, ekki orð. Það er búið að leita að hon-
um í mánuð, en þeir földu hann. Hann hefur
drepið frænda sinn.
Er hann á móti okkur?
Ég held ekki. En maður veit aldrei.
Af hverju drap hann?
Fjölskyldumál, held ég. Annar skuldaði hin-
um víst korn. Það er óljóst. En sem sagt,
hann drap frænda sinn mcð hníf. — Skar
hann einsog kind, svona! . . .
Baldueci hreyfði höndina cinsog hann
brygði bníf á háls sér, og Arabinn, sem tók
eftir því, leit á lmnn með nokkrum kvíða-
svip. Daru fvlltist skyndilega bræði gagnvart
þessum manni, gagnvart öllum mönnum og
fúlum illverkum þeirra, gagnvart óslökkvandi
hatri þeirra og blóðþorsta.
En tevatnið sauð á katlinum. Hann hellti
aftur í bollann hjá Balducci, hikaði, hellti
síðan einnig í hjá Arabanum, sem svolgraði
græðgislega í sig sem fyrr. Þegar hann lyfti
handleggjunum, opnaðist skikkjan nokkuð og
kennarinn sá magurt og vöðvamikið brjóstið.
Þakk fyrir, drengur minn, sagði Balducci.
Og nú sting ég af.
Hann stóð upp, gekk að Arabanum og dró
snæri upp úr vasa sínum.
Hvað ertu að gera? spurði Daru þurrlega.
Balducci varð hissa og sýndi honum snærið.
Það tekur því ekki.
Gamli lögreglumaðurinn hikaði:
Eins og þú vilt. Þú ert auðvitað vopnaður?
Eg hef veiðibyssuna mína.
Hvar?
í koffortinu.
Þú ættir að hafa hana við rúmið þitt.
Hvers vegna? Ég hef ekkert að óttast.
Þú ert ekki með öllum mjalla, sonur. Ef
þeir rísa upp, er enginn óhultur, það er jafnt
á komið með okkur öllum.
Ég get varið inig. Ég hef nægan tíma til að
sjá þá koma.
Balducci fór að hlæja, en fyrr en varði
þakti skeggið aftur tennurnar, sem enn voru
hvítar.
Þú hefur nægan tíma? Jæja. Það er einsog
ég sagði. Þú hefur alltaf verið dálítið skrít-
inn í kollinum. Það er þessvegna, sem mér er
vel við þig. Sonur minn var þannig.
Um leið dró hann upp skammbyssuna sína
og lagði hana á kennaraborðið.
ITafðu hana, ég þarf ekki tvær byssur á
leiðinni héðan til E1 Amör.
Skammbyssan gljáði á svartmáluðu borð-
inu. Þegar lögreglumaðurinn sneri sér að kenn-
aranum, fann kennarinn af honurn leður- og
hrossaþef.
Iíeyrðu mig, Balducci, sagði Daru skyndi-
lega, ég hef andstyggð á þessu öllu, og sér-
staklega á þessum náunga. En ég fer ekki með
hann. Ég get barizt, ef í það fer. En hitt geri
ég ekki.
Gamli lögreglumaðurinn stóð fyrir framan
hann og horfði á hann strangur á svip.
Þú hagar þér heimskulcga, sagði hann hægt.
Mér líkar þetta ekki heldur sjálfum. Þó að
maður sé kominn til ára sinna, getur maður
ekki vanizt því að færa mann í fjötra, nei,