Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 17

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 17
JÓHANNES NORDAL: Ríkisvald og frelsi i Mikil bylting hefur orðið í þjóðfélags- skipan á íslandi undanfarna tvo þrjá ára- tugi. Afskipti ríkisvaldsins af lífi og at- höfnum þegnanna hafa aukizt hröðum skrefum og valdahlutföll milli stétta, sam- taka og stofnana gjörbreytzt. Fáum mun blandast hugur um, að nýtt þjóðfélags- form sé í deiglunni. Um hitt eru menn bæði ósammála og harla ófróðir, hver ein- kenni þess og eðli muni verða. Sú þróun, sem orðið hefur, er fremur afleiðing ytri aðstæðna og þjóðfélagslegra raka en mark- viss starfs einstaklinga eða flokka. Að vísu hafa stjórnmálaflokkar haft djúptæk áhrif á gang mála með ákvörðunum sínum um stjórn þjóðarbúsins. En þótt menn hafi hverju sinni og í hverju máli valið þá leið, er þeir álitu þá heppilegasta, og þannig bætt við steinum í veggi þeirrar bygging- ar, sem við sjáum fyrir okkur í dag, er ekki þar með sagt, að þeir hafi gert sér neina skýra grein fyrir því, hver heildarsvipur- inn mundi verða. Og hætt er við, að marg- ir þeirra, sem mestan hlut hafa átt að stjórn þjóðarbúsins, séu allt annað en ánægðir með afsprengið. Oft er hollt að staldra við um stund og horfa upp úr þrasi dægurmálanna til að gera sér grein fyrir því, hvert raunveru- lega sé stefnt, hvort við séum með ákvörð- unum okkar um einstök mál að stefna að settu marki eða byggja upp smám saman þjóðfélag, sem er fjarri þeim hugsjónum, sem við berum í brjósti. í þessari grein verour rætt um eina mikilvægustu spurn- ingu, sem á menn hefur sótt í þessum efn- um, en hún er, hve mikil afskipti ríkis- valdsins, einkum í efnahagsmálum, séu samrýmanleg þeim lýðræðislegu stjórn- háttum, sem flestir íslendingar vilja í heiðri halda. En áður en freistað sé að svara henni, er nauðsynlegt að fara nokkr- um orðum um hugtakið lýðræði, þar sem notkun þess er óneitanlega mjög á reiki. Allar vildu meyjar með Ingólfi ganga, og svo er um lýðræðið. Töfrar þessa orðs eru slíkir, að allir stjórnmálaflokkar vilja letra það á gunnfána sinn, og það er löngu úr móð, að einræðisherrar noti annað orð um stjórnarfar í löndum sínum. En eins og oft vill verða, hefur þessi pólitíska hylli ekki orðið til þess að skýra málið, enda er það nær algild regla, að nákvæmni í merk- ingu pólitískra hugtaka stendur í öfugu hlutfalli við sálrænt áhrifavald þeirra. Kjarninn 1 skilgreiningu lýðræðis er sá, að stjórn þjóðfélagsins sé 1 höndum manna, er kosnir hafi verið meirihlutakosningu. En til þess að kosningar leiði raunveru- lega í Ijós vilja meirihlutans, verða þær að vera frjálsar, svo að réttur og skoðana- frelsi minnihlutans sé virt ekki síður en meirihlutans. Það er einmitt varðandi þetta atriði, sem grundvallarmismunur er á austrænu og vestrænu lýðræði. Þótt ríkis- stjórn lands hafi sannanlega meirihluta þjóðarinnar á bak við sig, eins og hugsan- legt er að sé um margar einræðisstjórnir, getur það ekki talizt lýðræði, ef réttindi minnihlutans eru fyrir borð borin. Það er óbein viðurkenning á því, að meirihluti einvaldsflokks segi lítið um vilja þjóðar- innar, að engin einræðisstjórn sættir sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.