Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Side 17

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Side 17
JÓHANNES NORDAL: Ríkisvald og frelsi i Mikil bylting hefur orðið í þjóðfélags- skipan á íslandi undanfarna tvo þrjá ára- tugi. Afskipti ríkisvaldsins af lífi og at- höfnum þegnanna hafa aukizt hröðum skrefum og valdahlutföll milli stétta, sam- taka og stofnana gjörbreytzt. Fáum mun blandast hugur um, að nýtt þjóðfélags- form sé í deiglunni. Um hitt eru menn bæði ósammála og harla ófróðir, hver ein- kenni þess og eðli muni verða. Sú þróun, sem orðið hefur, er fremur afleiðing ytri aðstæðna og þjóðfélagslegra raka en mark- viss starfs einstaklinga eða flokka. Að vísu hafa stjórnmálaflokkar haft djúptæk áhrif á gang mála með ákvörðunum sínum um stjórn þjóðarbúsins. En þótt menn hafi hverju sinni og í hverju máli valið þá leið, er þeir álitu þá heppilegasta, og þannig bætt við steinum í veggi þeirrar bygging- ar, sem við sjáum fyrir okkur í dag, er ekki þar með sagt, að þeir hafi gert sér neina skýra grein fyrir því, hver heildarsvipur- inn mundi verða. Og hætt er við, að marg- ir þeirra, sem mestan hlut hafa átt að stjórn þjóðarbúsins, séu allt annað en ánægðir með afsprengið. Oft er hollt að staldra við um stund og horfa upp úr þrasi dægurmálanna til að gera sér grein fyrir því, hvert raunveru- lega sé stefnt, hvort við séum með ákvörð- unum okkar um einstök mál að stefna að settu marki eða byggja upp smám saman þjóðfélag, sem er fjarri þeim hugsjónum, sem við berum í brjósti. í þessari grein verour rætt um eina mikilvægustu spurn- ingu, sem á menn hefur sótt í þessum efn- um, en hún er, hve mikil afskipti ríkis- valdsins, einkum í efnahagsmálum, séu samrýmanleg þeim lýðræðislegu stjórn- háttum, sem flestir íslendingar vilja í heiðri halda. En áður en freistað sé að svara henni, er nauðsynlegt að fara nokkr- um orðum um hugtakið lýðræði, þar sem notkun þess er óneitanlega mjög á reiki. Allar vildu meyjar með Ingólfi ganga, og svo er um lýðræðið. Töfrar þessa orðs eru slíkir, að allir stjórnmálaflokkar vilja letra það á gunnfána sinn, og það er löngu úr móð, að einræðisherrar noti annað orð um stjórnarfar í löndum sínum. En eins og oft vill verða, hefur þessi pólitíska hylli ekki orðið til þess að skýra málið, enda er það nær algild regla, að nákvæmni í merk- ingu pólitískra hugtaka stendur í öfugu hlutfalli við sálrænt áhrifavald þeirra. Kjarninn 1 skilgreiningu lýðræðis er sá, að stjórn þjóðfélagsins sé 1 höndum manna, er kosnir hafi verið meirihlutakosningu. En til þess að kosningar leiði raunveru- lega í Ijós vilja meirihlutans, verða þær að vera frjálsar, svo að réttur og skoðana- frelsi minnihlutans sé virt ekki síður en meirihlutans. Það er einmitt varðandi þetta atriði, sem grundvallarmismunur er á austrænu og vestrænu lýðræði. Þótt ríkis- stjórn lands hafi sannanlega meirihluta þjóðarinnar á bak við sig, eins og hugsan- legt er að sé um margar einræðisstjórnir, getur það ekki talizt lýðræði, ef réttindi minnihlutans eru fyrir borð borin. Það er óbein viðurkenning á því, að meirihluti einvaldsflokks segi lítið um vilja þjóðar- innar, að engin einræðisstjórn sættir sig

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.