Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 39
TÍMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR
33
ákvarðanir, sem snerta einstaka hluti þess
sér í lagi“, og ennfremur eru nokkrir fram-
kvæmdar-örðugleikar til tíndir. (Alþt. 1849,
bls. 567).
Kóróna röksemdafærslunnar fyrir jafnri
fulltrúatölu allra kjördæmanna kom þó frá
Ásgeiri Einarssyni í Kollafjarðarnesi. Þess
hefir verið getið hér að framan, að þing-
maður Strandamanna gat komizt skemmti-
lega að orði, og má nefna annað dæmi frá
þinginu 1847, er hann sagði, að sér væri
,,líka kunnugt, hvað mörgum skynsömum
kjósendum hefir verið annt um að kjósa
þá, er þeir hefðu bezt traust til“ (Alþt.
bls. 779). Nú tók Ásgeir af skarið í kjör-
dæmamálinu með þessum orðum:
„Það er þó ein ástæða sem mælir með
Vestmannaeyjarmönnum, að þeir hafa
aldrei getað kosið hingað til . . . ; er því
ekki ólíklegt, að þeir hafi litlar mætur á
þinginu, því það er þeim til óánægju að
sjá þingtíðindin og lesa strax á fyrsta
blaðinu, að enginn hafi verið þingmaður
frá Vestmannaeyjum, af því enginn hafi
getað kosið. Af þessu flýtur, að líklegt
er, að þeir hafi lítið hugsað um kosn-
ingar, og er hætt við þeim tækist ófim-
lega fyrst, ef þeir ættu að kjósa einung-
is einn mann; en ef þeir mættu kjósa
2, eru meiri líkindi til, að vel tækist með
annanhvorn“. (Alþt. 1849, bls. 584).
Slíkum rökum reyndist ekki unnt að
mótmæla.
Alþingi hafði nú loks samþykkt frum-
varpið og var aðeins eftir hin formlega
samþykkt bænarskrárinnar til konungs,
þegar þeir komu skyndilega, konungsfull-
trúi og Jón Sigurðsson. Jón hafði, að hon-
um f jarverandi, verið kosinn forseti í þing-
byrjun, og var bænarskráin um kosningar
til þjóðfundarins afgreidd í einu hljóði á
fyrsta þingfundinum, sem hann stýrði, 31.
júlí 1849.
Konungsfulltrúi hafði með sér frumvarp
ríkisstjórnarinnar um kosningar til þjóð-
fundarins. í því hafði í meginatriðum ver-
ið farið eftir tillögum Alþingis 1847, en nú
höfðu þegar verið gerðar samþykktir, sem
í ýmsum greinum voru öndverðar því, sem
þá hafði verið beðið um. Það var ekki
að furða, þótt þingmenn væru í nokkrum
vandræðum með stjórnarfrumvarpið. Það
var í rauninni sjálfdautt, en samt varð að
sýna þá kurteisi að gera útför þess með
sóma. Var því vísað til nefndar og síðan
rætt af þingheimi. Konungkjörinn þing-
maður andlegu stéttarinnar, Pétur Péturs-
son, síðar biskup, veitti því nábjargirnar
með þeim frumlega hætti, að hann bar
fram breytingartillögur, sem að lyktum
komu texta þess í samræmi við vilja Al-
þingis í málinu. Síðan var frumvarpið fellt,
þegar það var að efni til orðið aðgengilegt.
]\ /Teðan því fór fram á íslandi, sem nú
■*-*■*■ hefir verið lýst, sat Brynjólfur Péturs-
son úti í Danmörku og vann að málefnum
landsins í íslenzku stjórnardeildinni 1
Kaupmannahöfn. Hann átti við ramman
reip að draga, þar sem var þekkingarskort-
ur og skilningsleysi Dana á íslands-mál-
um. Þegar nú þar við bættist losið á stefnu
landsmanna sjálfra um ýmis meginatriði í
bænarskránum, var ekki að furða, þótt
honum gæti ofboðið. Hinn 14. september
1849 skrifaði hann Pétri bróður sínum langt
bréf, þar sem hann leysir ærlega frá skjóð-
unni:
„Bezti bróðir!
I gær fékk ég frá þér kærkomið bréf
frá Helsingjaeyri, og er Rosenörn [stift-
amtmaður] víst þangað kominn (4 dög-
um eftir að þeir eru komnir Johnsen og
Jón Sigurðsson). Eg skal þakka þér fyr-
ir það seinna, ef ég lifi, þegar ég skrifa
þér bréf. Nú er ég ekki að skrifa þér
bréf, heldur ætla ég að létta ofurlítið á
hugskoti mínu, sem nú er of þungt af
alþingismálum, sem ég fékk í gærkveldi.
Þegar ég komst ekki fram í vor með
baráttu mína við Bardenfleth [fyrrv.
stiftamtmann, nú ráðgjafa í stjórn kon-
ungs] og Melsteð um kosningalögin, lifði
ég í þeirri von, að þingið mundi reisa
við það, sem rangsnúið var. Það var nú