Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 49
TÍMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR
43
Kosningarrétturinn var bundinn við 25
ára aldur, og aðeins helmingur karlmanna
í landinu hafði náð þeim aldri. Þetta ald-
ursmark hélzt til ársins 1934, en síðan
hefir kosningarréttur verið miðaður við
21 ár.
Þrátt fyrir þessar takmarkanir hefðu
22—23% landsmanna getað haft kosningar-
rétt. En þriðji þröskuldurinn er ótalinn,
efnahagsskilyrðin. Þar eru fordómarnir
óskemmtilegastir, þótt virða verði þá til
vorkunnar eftir aldarandanum. Fyrsta
grein tilskipunarinnar 1857 segir:
„Kosningarrétt til alþingis skulu hér
eftir eiga:
a) allir bændur, sem hafa grasnyt og
gjalda nokkuð til allra stétta; þó skulu
þeir, sem með sérstaklegu lagaboði
kynni að vera undanskildir þegnskyldu-
gjaldinu, ekki fyrir það missa kosningar-
rétt sinn;
b) embættismenn, sem annaðhvort hafa
konunglegt veitingarbréf, eða eru sett-
ir af stiftyfirvöldunum á íslandi;
c) þeir, sem tekið hafa lærdómspróf við
háskólann, eða embættispróf við presta-
skólann í Reykjavík, þó ekki sé þeir í
embættum, ef þeir eru ekki öðrum háðir;
d) kaupstaðarborgarar, ef þeir gjalda til
sveitar að minnsta kosti 4 rd. árlega;
e) þurrabúðarmenn, ef þeir gjalda til
sveitar eða bæjarþarfa að minnsta kosti
6 rd. árlega“.
Síðan eru ákvæði um heimilisfesti,
óflekkað mannorð o. fl., og loks: „Ekki
getur heldur sá átt kosningarrétt, sem
þiggur af sveit eða hefir tekið sveitarstyrk,
nema hann sé annaðhvort endurgoldinn
eða gefinn honum upp“, og þótti þetta lengi
liggja í hlutarins eðli.
Það er ljóst af þessu, að þeir sem voru
annarra hjú höfðu ekki kosningarrétt. Þótt
þarna sé brotið á móti þeim hugmyndum,
sem við gerum okkur um almenn mann-
réttindi, má segja, að þetta ákvæði væri
frekar til verndar lýðræðinu en hið gagn-
stæða, eins og á stóð. Kosningar voru nefni-
iega í lieyranda hljóði, og nærri má geta,
að enginn húsbóndi hefði látið vinnumanni
sínum haldast uppi að kjósa öðruvísi en
húsbóndanum þóknaðist. Meiri formlegur
jöfnuður hefði því aðeins orðið til að
styrkja ríka bændur á kostnað kotung-
anna. Á þessu var ekki unnt að ráða bót
fyrr en leynilegar kosningar voru lögleidd-
ar. Það var gert 1903, — en beðið var með
réttarbót til hjúanna fram til 1915.
„Lærðu mennirnir“ nutu forréttinda
fram yfir bæði kaupstaðarborgara (kaup-
menn eða sjálfstæða iðnaðarmenn) og
þurrabúðarmenn, en tveir síðarnefndu
flokkamir urðu að gjalda til sveitar sinn-
ar, til þess að hljóta kosningarréttinn.
Athyglisverðastur af öllu þessu misrétti
er þó munurinn, sem gerður er á borgur-
um og þurrabúðarmönnum, því að þurra-
búðarmönnunum er gert að greiða 50%
hærri fjárhæð til sveitar en hinum, til þess
að öðlast kosningarrétt. Sveitargjöldin, sem
þessum aðiljum var gert að greiða, vaxa
skattgreiðendum um miðbik 20. aldar ekki
í augum, 4 og 6 ríkisdalir, eða 8 og 12 krón-
ur síðar. Fara sögur af því, að atkvæði hafi
verið keypt hærra verði, þótt í óbeinni
verzlun hafi verið, En svo ljúf var skatta-
paradís 19. aldar, að kjósendum fjölgaði um
50% árið 1903, þegar stjórnarskrárbreyting-
in það ár lækkaði útsvarslágmark kaup-
staðarborgara um 4 krónur, og lágmark
þurrabúðarmanna um 8 krónur, jafnframt
því að bætt var við lausamönnum, er guldu
4 króna útsvar eins og hinir.
að er ekki marklaus útúrdúr að eyða
enn nokkrum orðum að baráttunni fyr-
ir réttindum þurrabúðarmanna. Misréttið
gegn þeim var sök forfeðra okkar en ekki
Dana. Það átti rót sína að rekja til sömu
fordóma, sem enn er verið að berjast gegn
á þessu ári, til þeirrar undarlegu skoðun-
ar, sem enn á rík ítök í mörgum mönnum,
100 árum síðar, að þeir menn séu annað-
hvort verri eða vitlausari, sem við sjóinn