Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 67

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 67
FALL McCARTHYS 61 láta öllum illum látum og æpa: „Herra nefndar- formaður, herra nefndarformaður, ég mótmæli, ég mótmæli," og lýsa því yfir, að hann vildi ekki hlusta á þennan „skrípaleik“ lengur — og snarast svo fram á klósett, eins og hann hafði ætlað sér frá upphafi, þegar hann stóð á fætur. Hafi hann farið að trúa sjálfur lygum sínum og hata og óttast andstæðinga sína, eins og þeir hötuðu hann og óttuðust, þá hefir það ekki stað- ið lengi í einu. Hann var vissulega snillingur í að fara með hatur. En þessum áhrifamesta og hættulegasta haturspostula okkar var jafnómögu- legt að finna til raunverulegs haturs, illvilja eða andúðar á mönnum eins og geldingi að sinna hjónabandsskyldu. Það vantaði í hann. Hann gerði sér það allt upp og gat aldrei skilið neinn, sem ekki gerði það líka. Hann lék trú fyrir sanna trúendur. Fæstir, sem þekktu hann, létu sér til hugar koma, að hann talaði af sannfæringu. Hann hafði ákaf- lega gott lag á að leika að málefnum en var yfir- leitt alveg sama um þau. Hann hafði boðið sig fram til þings upphaflega með þýðingarmikl- um stuðningi frá kommúnistum, og hann sat fjögur ár á þingi án þess að nefna kommúnista. Þegar hann uppgötvaði, að þarna var mál, sem mátti færa sér í nyt, gekk hann á lagið, en hann var ekki einungis léttúðugur skrumari, heldur líka letingi, og hann náði aldrei fullum tökum á málefninu. Hann bar á borð það, sem aðstoðar- menn hans fengu honum, og oftast vissi hann ekkert, hvað hann var að tala um, eða jafnvel hvern hann var að tala um. McCarthy var djöfull, en svo er fyrir að þakka, að hann var ekki haldinn af djöflum. Hann hafði mikla lýðsefjunarhæfileika, en hann skorti þá gáfu, sem lýðskrumaranum er nauðsynlegust og hættulegust er, en það er trú á eigin köllun. Til þess að standast mótviðri, þarf maður að hafa sannfæringu, annars brestur hann kjark. Það var sannfæringarskortur, sem gerði hann ber- skjaldaðri, en um leið athyglisverðari mann held- ur en nokkurn fylgismanna hans. Sannfæring sú, sem hann skorti, var fráleit og fáránleg að vísu, og hver maður betur kominn án hennar. Vinur hans og lögfræðingur Edwin Bennett Williams heldur því fram, að McCarthy hafi stjórnazt af frægðarlöngun, en ekki valdafíkn, og það virðist ekki úr vegi að gera greinarmun á þessum fýsnum yfirleitt. Frægðarlöngunin er aldrei eins hættuleg, af því að hún gefst miklu fyrr upp. Hún er sín- gjörn í þrengstu merkingu orðsins, og ósigrar hennar og afturkippir eru miklu persónulegri. „Trú á heilagan málstað,“ segir Eric Hoffer, ,,er að allmiklu leyti uppbót á trúleysi voru á BRÉF TIL HELGAFELLS ICæri ritstjóri. Það er mikið talað um sparnað í opinberu lífi um þessar mundir, enda nauðsyn. Þegar við ræddum síðast saman benti ég á leið til þess að spara útgjöld Þjóðleikhúss- ins, en sú stofnun er mjög þung á fóðrunum, eins og eðlilegt er, og er það ekki sök forráða- mannanna heldur fyrirkomulagsins í heild. Rg skal með ánægju endurtaka tillögu mína, en hún er í sem stytztu máli að afhcnda Leikfélagi Reykjavíkur rekstur Þjóðleikhússins, til þess að byrja með til 5 eða 10 ára. Ríkið leggur félaginu til bygginguna leigulaust, en félagið sér um og ber ábyrgð á rekstrinum. Ríkið getur gjarnan séð um viðhald hússins, að einhverju eða öllu leyti, og jafnframt er rétt, að ríkið hafi sinn Þjóðleikhússtjóra og greiði honum laun. Hann yrði þá umboðsmaður ríkisins gagn- vart félaginu. Lcikfélagið greiðir nú skemmtanaskatt af öllum leiksýningum og rennur sá skattur m. a. til Þjóðleikhússins. Þessa skattheimtu ætti að afnema og myndi það sennilega duga Leikfélaginu til vhallalauss reksturs, ef það fengi húsnæðið með þeim skilmálum, cr að framan greinir. Þessi tillaga mín þarfnast ekki neins rök- stuðnings; hún ætti að vera hverjum manni ljós, en ég set hana fram þér og öðruin til umþenkingar. Virðingarfyllst, Friðfinnur Ólufsson sjálfa oss.“ Ef McCarthy hefir einhvern tíma trúað á heilagan málstað, þá hefir hann glatað þeirri trú snemma, og siðan trúað eingöngu á sjálfan sig. Hann var sannur mannfyrirlitningar- maður. Mannfyrirlitningin er aldrei aðdáunar- verð, en það er betra fyrir heiminn, að jafn- snjall maður og McCarthy fyrirlíti alla siðaspeki heldur en hann sé altekinn af fólskri og illri siðaspeki. K. K. þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.