Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 58

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 58
52 HELGAFELL eftir því, að þingmálafundir krefjist þess, að hlutfallskosningar . . . verði í lög leidd- ar, mega menn víst bíða lengi. Hér eiga hinir vitrari menn að ganga á undan — bæði hér og annarsstaðar. Fulltrúar þjóðar- innar eiga að vera leiðtogar hennar, en ekki leiddir af henni“. (Alþt. 1907, B. 2107). „Ég er sannfærður um það“, segir Hannes síðar í sömu ræðu, „að þess verð- ur ekki langt að bíða, að hlutfallskosn- ing kemst á hér á landi, og ég skal bæta því við, að það er einlæg ósk mín, að það verði sem allra fyrst. . . . Þegar samþykkt var hlutfallskosning til bæj- arstjórna hér, þá sagði einn háttv. þm., sem nú er hér 1 salnum, að hann von- aði þess, að bráðum yrði einnig svo hátt- að við ,,pólitískar“ kosningar. Ég tók í huga mínum undir þá ósk þá, og ég hef síðan af veikum mætti reynt að vinna að því marki.“ „Ég held, að fáir yrðu til þess“, segir Hannes síðar, „að halda fundi í þeim 30—40 hreppum, sem eru í því fyrirhug- aða kjördæmi, er háttv. þgm. [síra Ólaf- ur] sérstaklega nefndi, því síður að ganga fyrir hvers manns eða hverrar konu hné til atkvæðabeiðslu á öllu því flæmi. Slíkt mundi hverfa „úr móð“. Að því er sérstaklega snertir horfur fyrir bændur til þess að ná kosningu, virðist mér auðsætt, að þær yrðu betri en ekki verri með hinu nýja fyrirkomulagi. Eins og nú er ástatt, og eins og ástatt yrði með einmenningskjördæmum er einsætt, að hafi „blaðamaður eða annar gasprari11 aðeins einu atkv. meira en bóndinn, sem býður sig fram á móti honum, þá fell- ur bóndinn, en ,,gasprarinn“ kemst að. Þetta getur eins átt sér stað í 5 sam- liggjandi einmenningskjördæmum eins og í einu. En sé nú þessum 5 einmenn- ingskjördæmum slegið saman í eitt hlut- fallskosningarkjördæmi, sem kýs 5 þm., þá verður allt annað uppi á teningnum“. (Alþt. 1907, B. 2134—2135). Breytingartillaga meiri hluta nefndar- innar — um 34 einmenningskjördæmi — var felld við 2: umræðu frv. ineð 8:16 atkv. Er frumvarpið sjálft kom til endanlegr- ar afgreiðslu í neðri deild, var það einnig fellt. Greiddu 11 þingmenn frumvarpinu atkvæði, en 12 á móti. Tveir sátu hjá, og voru því taldir til meiri hlutans. Er nokk- uð erfitt að skilja afstöðu þeirra, því að báðir höfðu tekið til máls, og hafði annar talið „miklar réttarbætur“ fólgnar í frv., og hinn talið það „frjálslegra og réttlát- ara“ en gildandi kosningalög. Líklega hafa þingmálafundirnir um vorið haft lamandi áhrif á framtakssemi þeirra í málinu. Hefðu þeir báðir greitt málinu atkvæði, hefði það náð samþykki neðri deildar, og ekki er ólíklegt, að Hannes Hafstein hafi haft svo góð tök á hinum konung- kjörnu, að sigur frumvai'psins í efri deild hafi verið tryggður. En það er auðvelt að segja „hefði . . . hefði“, og svo fór sem fór. Þegar sýnt var, að kosningalaga-réttar- bót Gladstones myndi falla í brezka þing- inu árið 1866, hélt hann mikla ræðu, þar sem hann sagði: „Þér getið lagt frumvarp vort í gröf- ina, en það, sem vér setjum á leiði þess, eru orðin: Exoriatur aliquis ncstris ex ossibus ultor (Einhver mun upp rísa af beinum vorum sem hefnir). Og vér erum öldungis sannfærðir um að þau orð munu rætast. Þér getið ekki barizt gegn framtíð- inni, tíminn er vor megin. Hinar ríku vættir þjóðfélagsins, sem ganga fram með tign og veldi, og hark umræðna vorra fær ekki truflað né tafið eitt andartak, — þessar ríku vættir eru yð- ur andvígar; þær fylkja sér á vora hlið. Og gunnfáninn, sem vér berum til þess- arar orustu, þótt hann kunni um sinn að drúpa yfir beygðum höfðum vorum, þá mun hann brátt blakta aftur fyrir sjón- um himinsins, og hann verður borinn í styrkum höndum samhuga þjóðar fram til sigurs, sem kannske verður ekki auð- fenginn, en er vís og ekki langt und- an.“ Hannesi Hafstein hefði verið óhætt að taka sér hin sömu orð í munn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.