Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 40
34
HELGAFELL
að sönnu grundvallarlaus von hjá mér,
sem þekkti svo glöggt, hvað ómögulegt
alþingi er að rétta nokkurn hlut í lög-
um, þar sem það aldrei hefir brugðizt,
að hafi breytingaratkvæði þess slampazt
á að hitta eitthvað órétt, hafa þau altént
komið með verri vitleysu í staðinn. Það
er ekki ýkt, sem ég hér segi. Ég vildi,
að ég hefði einhverntíma tíð og tæki-
færi til að færa sönnur á það mál, því
ég er viss um að geta sannað það öld-
ungis skýlauslega fyrir hverjum manni,
sem hefir fulla skynsemi og vill veita
því eftirtekt. En það er nú mannleg nátt-
úra að vona það, sem menn vilja. Ég er
öldungis hissa á því ófrelsi, sem alstaðar
kemur fram í gjörðum Íslendinga. Og
þó eru þeir að babla um frelsi, og læra
þar að lútandi talshætti, sem lagðir hafa
verið út handa þeim. Sjálfræðið vilja
þeir hafa. En jöfnuðinn og réttlætið og
kristilega bróðurást og allt annað, sem í
frelsinu býr, þekkja þeir ekki, eða láta
að minnsta kosti sem þeir ekki gjöra
það.. En, segir þú! hvar gerir almenn-
ingur það. Óvíða, segi ég. En alstaðar
annarstaðar sé ég þó einstöku menn gera
það. Og þó er vankunnáttan hjá lönd-
um okkar miklu verri en ófrelsisandinn.
Ég hef enn aldrei á alþingi séð nokk-
urn mann koma fram, sem hugsar
skarpt. Það er þó merkilegt. Stundum
koma nefndirnar með mestu mönnunum
fram með vitleysur, sem eru öldungis
óútgrundanlegar, og allir fallast á þær.
Mikið hefir nú tímaleysið og öldungis
vitlaus þingsköp gjört að verkum. En
það er þó ekki nóg afsökun. Er það nú
ekki örvinglunarefni að eiga við þetta
að sýsla. Ég verð að koma aftur til efn-
isins. Konungsfrumvarpið var mesta
óræsti og hafði einkum einn annmarka;
en hann og' allt annað illt, sem í því
finnst var komið frá alþingi sjálfu. Svo
var um tvöföldu kosningarnar, ef þær
skal kalla með því nafni, því þær eru
þó ekki óréttlátar, heldur deila öllum
jafnan rétt. Svo var og um að sýslurnar
skyldu vera kjördæmi og kosningarnar
fyrir það sama vera án alls jafnaðar.
Eins var um versta atriðið í kosn-
ingarlögunum, að kjörmannakosningar
skyldu fram fara á manntalsþingum. Ég
setti mig á móti öllum þessum atriðum
hér af öllum krafti og þó einkum þeim
síðustu tveimur, en þau höfðu þingið fyr-
ir sér, og ég komst ekki upp fyrir moð-
reyk. Hefði nú þingið nú tekið úr þessi
atriði og sett annað gott í staðinn, þá
hefði það farið rétt að. En hvernig fer
það nú að? Það tekur burt tvöföldu kosn-
ingarnar, sem er það eina, sem gjörir
sýsludæmin þolanleg, og heldur þ ó
sýslukjördæmunum og eykur þar á of-
an þann órétt, sem af þessu leiðir við
einfaldar kosningar með því að gjöra öll
kjördæmin jöfn (það er jöfnuður!!!).
Ég hef sjaldan heyrt aðra eins vitleysu
úr manns munni koma, eins og ástæður
nefndarinnar fyrir þessu. Þær eru svona:
Fyrst segir nefndin, að úr því enginn
almennilegur eða fullkominn jöfnuður
eftir fólksfjölda sé á frumvarpinu, geti
hann eins vel verið helmingi minni, og
svo bætir hún við: „En þar til hyggur
nefndin, að engin sé ástæða til að
líta á neinn fólksfjölda eða fólks-
fæð, þegar til þjóðfundar skal
kjósa, sem aðeins á að ræða alls-
herjarmál, en vart nein einstak-
leg.“ Þessa ástæðu tvítekur nefndin
(nei! hún þrítekur hana). Segðu mér
nú: hafa þeir menn, sem svona tala, og
þeir þingmenn, sem á þetta fallast,
nokkurn snefil af ímynd um, hvað þjóð-
vilji er, eða hvað fulltrúakosning þýð-
ir? og þessir menn eiga að búa til kosn-
ingalög!! Guð hjálpi mér það er ótta-
legt að hugsa til þess. Það er óttalegt að
sleppa löggjöf lausri við aðra eins menn.
Mér þykir miklu minna varið 1, að
sýslukjördæmin gjöri það að verkum,
að þau leggja á mikið stóran „indirekte
Census“ og að einföldu kosningar þings-
ins þannig eru orðnar miklu minna al-
þýðulegar (demokratiske) en tvöföldu
kosningarnar frumvarpsins. En þegar nú
þingið bindur svona kosningarréttinn
„indirecte“ við fjáreign og þar á ofan
heimtar, að kjósendur leggi til sveitar