Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 66
60
HELGAFELL
flækjuna, lygi hans er í svo mörgum hlutum,
svo mörgum stykkjum, sem ganga hvert inn í
annað og hreyfast svo ört, hafa svo mörg smá-
samskeyti og skiptingar og langa og mjóa hreyfi-
ása, að skynsemin varð úrvinda á því að reyna
að átta sig á þeim. Hann sagði svo margt um
svo margt fólk (og þetta var venjulegt fólk,
sem erfitt var að fá upplýsingar um, og óljósrar
tilveru; stundum gat almenningur varla verið
viss um, að þetta fólk væri til), að það var al-
veg ómögulegt að henda reiður á því.
McCarthy hélt sig utan við leikvang amerískra
stjórnmála í siðferðilegum skilningi. Með því á
ég ekki við, að hann hafi verið siðlaus eða sið-
blindur heldur einungis, að hann lét sem hann
vissi ekki um leikreglurnar í amerískri pólitík.
Vitaskuld er látið viðgangast, að menn hafi rangt
við á ýmsan hátt í stjórnmálum. En það eru tak-
mörk fyrir því, hvað er látið viðgangast, og
MeCarthy var sér á parti fyrir það, að hann
leit svo á, að engar leikreglur næðu til sín, —
þetta var til marks um yfirburði hans, ef þér
viljið hafa það svo. Það er til dæmis látið við-
gangast í stjórnmálum, að menn hagræði stað-
reyndum, en samkvæmt leikreglum verða það
a. m. k. að vera staðreyndir, sem er hagrætt.
Svo kjánalegri reglu tók McCarthy ekki mark á
fremur en hverri annarri vitleysu. Þegar hann
vildi fá fólk til að trúa því, að Tydings öldunga-
deildarmaður frá Maryland væri í slagtogi með
kommúnistum, þá lét hann það ekki á sig fá,
að sönnunargögn skorti, sem hægt væri a. m. k.
að laga í hendi sér til þess, að svo liti út. Hann
bjó þau til. Mynd Tydings og mynd af Earl
Browder kommúnistaforingja, sem höfðu verið
teknar hvor á sínum stað með löngu millibili,
voru skeyttar saman og þetta gefið út sem ein
mynd af þeim félögum.
Hann hafði til að bera ofdirfsku, og hugarflug,
sem var svo stórkostlegt, að fæstir, sem hann
átti skipti við, gerðu sér grein fyrir því, hve
langt hann gekk. Hann tók sér algert sjálfræði,
diplómatískt, pólitískt og siðferðilegt.
Og hann kunni til hlítar þetta herbragð, sem
Ameríkumönnum er svo lagið: að láta bera á
sér. Hann skildi fréttnæmi, vissi alveg nákvæm-
lega úr hverju það var spunnið, vígindin á því.
Hann þekkti blaðamenn og vissi, hvernig þeir
unnu og hvenær þeir þurftu að skila og hvað
var aðalfrétt og hvað „æsifrétt“ og hvað auka-
frétt. Þegar hann var upp á sitt hið bezta, kunni
hann lag á því að komast alltaf í fréttirnar,
jafnvel þá sjaldan, að hugkvæmni hans sveik
hann og honum duttu ekki einu sinni í hug nein-
ar óstaðreyndir, — svo að notað sé orð Orwells.
Fréttnæmi er mikils virði og ekki hægt að
vera án þess fyrir slíkan mann. En McCarthy
var meira en slyngur sjálfsauglýsingamaður. Og
það var meira en heppnin ein, sem gaf honum
byr undir vængi 1950, þegar hann fékk í hendur
kommúnistamálið (Það var upphaflega af tilvilj-
un, að hann greip það á lofti. Hann hafði verið
að leita sér að efni í ræðu og kunningi hans
benti honum á ýmis plögg varðandi tilraunir
kommúnista til að komast í ábyrgðarstörf. Þessi
plögg höfðu yfirleitt ekki séð dagsins ljós, held-
ur hafði þeim verið stungið niður í skúffu, eftir
að nefndin, sem lét safna þeim, leit á þau. Þau
höfðu gleymzt af því, að þau voru heldur ómerki-
leg, en þarna lágu þau ónotuð. Nú eru þau orðin
ódauðleg). Þetta var rétt upp úr Hisg-málaferl-,
unum, og menn höfðu ekki ráð á að taka slík-
um málum með léttúð. McCarthy var ekki fyrsti
maður til að nota sér kommúnistavandamálið,
en enginn hafði áður gert sér það að stórum at-
vinnuvegi. Sjálfur lagði hann til persónuleika
sinn, sem var heljarmikill. Hann var að eðlis-
fari afburða skrílsleiðtogi og múgsefjari. Hann
hefir varla náð jafn-langt inn í skúmaskot
amerísks sálarlífs eins og Hitler náði inn í
skúmaskot þýzks sálarlífs. Það kann að hafa staf-
að af því, að það séu of margvíslegar sálir í
Ameríku til þess, að einn maður geti sameinað
okkur, í góðum eða illum tilgangi. En McCarthy
hafði engu að síður mikið lag á fólki, og aðferð-
ir hans voru bæði mjög amerískar og mjög
áhrifamiklar, og hann fékk um sig stóran hóp.
Og svo lenti hann í barningi og gafst upp,
lagði hendur í skaut og dó skömmu síðar. Hvers
vegna? Jámið var ennþá heitt, og það voru
ýmis önnur járn, sem mátti hamra. Hann var
ennþá ungur maður.
Vald McCarthys átti rætur sínar að rekja til
persónu hans og skapgerðar. Að sama skapi álít
ég, að orsakirnar til þess, hve hann lét auð-
veldlega undan síga 1954, sé að finna þar.
McCarthy var mikill múgsefjari, en hann var,
að mínu viti, léttúðugur múgsefjari. Heimurinn
tók hann alvarlega, eins og óhjákvæmilegt var,
en hann tók sig aldrei alvarlega sjálfur. Hann
var leiðtogi ofstækismanna og við hann eru
kenndar ofstækiskenningar, en hann var ekki
ofstækismaður sjálfur. Hann var óeirðarmaður,
ólátamaður, pólitískur svindlari, gabbari, sem
lék sér leiksins vegna. Hugsanlegt er, að hann
hafi undir lokin verið farinn að trúa sjálfum
sér og halda í raun og veru, að hann væri of-
sóttur maður: hann virtist stundum vera farinn
að fá ósvikin móðursýkisköst. Hann kann að
hafa verið farinn að sefja sjálfan sig.
En það er mjög óvíst, samt. Hann átti til 'að
fá köst fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar,