Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 18

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 18
12 HELGAFELL við minna fylgi í kosningum en 99%. Með þessu mikla fylgi virðist eiga að gefa í skyn, að allir eigi eina sál og ekki þurfi því að hafa áhyggjur af kúgun minnihluta, sem ekki sé til. Ein af orsökum þessa hugtakaruglings er sú, að lýðræðið hefur 1 hugum manna verið gert að sjálfstæðu markmiði, og þar af leiðandi hafa menn farið að líta á form lýðræðisins, það er að segja kosningar og þinghald, sem hin mikilvægustu réttindi í sjálfu sér. En þetta er alger misskilningur. Lýðræðið er ekki sjálfstætt markmið, það er ekki einstaklingum dýrmætt á sama hátt t. d. og frelsi, efnahagslegt öryggi eða virðing og vinátta annarra manna; heldur er lýðræðið aðeins tæki til þess að tryggja einstaklingnum önnur verðmæti, svo sem frelsi og jafnrétti, sem eru honum mikils virði. Það lýðræði, sem ekki þjónar þess- um markmiðum, er innantómt form. Með þessu vil ég ekki draga úr gildi raunveru- legs lýðræðis, því að þrátt fyrir galla þess er það eina stjórnarform, sem hefur til lengdar getað varið rétt þegnanna gegn ofríki valdhafanna. Hins vegar megum við ekki fara með formála lýðræðisins eins og innihaldslausa þulu, en loka um leið aug- um fyrir þeim mörgu hættum, sem að frelsi einstaklingsins steðja. Þannig hafa hinir skriftlærðu allra tíma glatað kjarna hugsjónanna, en setið eftir með hismið eitt. Af þessum sökum má í stað lýðræðis 1 umræðum um þau vandamál, sem hér eru til meðferðar, setia orðin frelsi og jafnrétti einstaklingsins, því að þau verðmæti eru það, sem sönnu lýðræði er ætlað að þjóna. II Frelsi hvers manns er undir því komið fyrst og fremst, á hve stórum hluta af at- hafnasviði sínu hann er frjáls gerða sinna. Það eina, sem okkur varðar hér, er félags- legt frelsi, það er að segja að vera óháður hömlum af hendi annarra manna eða sam- félagsins. Menn eru frjálsari, ef þeir ráða því sjálfir, hvort þeir drekka áfengi eða neita sér um það, og frjálst athafnasvið manns, sem rekur sjálfstæðan atvinnuveg, er stærri en þess, sem vinnur hjá öðrum og verður að hlíta fyrirmælum hans um vinnu sína, svo að dæmi séu nefnd. Nú liggur það í augum uppi, að athafna- svið allra einstaklinga getur ekki verið ótakmarkað, þar sem hagsmunum þeirra lýstur saman, og frelsi eins getur því orðið ófrelsi annars. Hér verður þjóðfélagið í heild því að skerast í leikinn, að svo miklu leyti sem félagslegar venjur og siðareglur leysa ekki vandann. Það verður að skera úr um það, hvernig leysa skuli deilur, sem upp koma vegna þess, að hagsmunir manna rekast á, og það verður að ákvarða, hve miklar hömlur einstaklingar megi leggja hver á annan. Takmarkanir samfélagsins á athafna- frelsi einstaklingsins koma aðallega fram í tvennu formi. Annars vegar í því, að sett- ar eru almennar lagareglur, er takmarka athafnasvigrúm manna og ákveða, hvern- ig greiða skal úr deilum, sem upp kunna að rísa milli þeirra. Hins vegar þannig, að þjóðfélagið sjálft í formi ríkisvaldsins tek- ur í sínar hendur ákveðin verkefni, sem það telur einstaklinga ekki geta farið rétti- lega með. Er þar t. d. að nefna löggæzlu, fræðslumál og einkum á síðari tímum ýms- an atvinnurekstur. Nú skiptir það einstaklinginn miklu máli, hvernig þær hömlur, sem lagðar eru á frelsi hans, eru ákveðnar. Frelsi hans og réttindum er því betur borgið, ef hann get- ur sjálfur haft áhrif á þær ákvarðanir, sem um þetta eru teknar, heldur en ef þær eru teknar af ríkisvaldi, sem lítið tillit þarf að taka til vilja þegnanna. Það er hér, sem við komum að hlutverki lýðræðisins og mikilvægi þess fyrir frelsi einstaklingsins. Frjálsar kosningar, skoðanafrelsi og aðrir þættir lýðræðisins hafa þann tilgang að vernda einstaklinga þjóðfélagsins fyrir misbeitingu ríkisvaldsins og gera þeim kleift að hafa áhrif á eðli þeirra hafta,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.