Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 60

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 60
54 HELGAFELL Hlutfallskosningar höfðu þegar náð nokkurri fótfestu. Fyrst komust þær inn í þingsköpin árið 1890 sem sanngjörn leið við kosningar þingnefnda. Síðan var ákveð- ið að nota þessa aðferð við kosningar bæjarstjórna árið 1903. Sigurgangan hélt áfram. Þegar konungkjör þingmanna var loks afnumið með stjórnarskrárbreyting- unni 1915 og landskjöri komið á, var ákveð- ið að láta hlutfallskosningu ráða. Með vexti Reykjavíkur voru íbúar henn- ar beittir æ meira órétti um þingmanna- fjölda, unz nokkuð var úr bætt 1921, og aftur 1934 og 1942, og var þá enn farin hlutfallskosninga-leiðin. Ennfremur var komið á hlutfallskosningu í tvímennings- kjördæmum árið 1942. Loks var það alveg í hinum sama anda, er uppbótarþingsæti voru lögleidd árið 1934. Uppbótarþingsæt- in hafa verið andstæðingum jafnréttisins alveg sérstakur þymir 1 augum. Þessir menn vitna mjög til hinna sömu sögulegu raka, sem Hannes Þorsteinsson bar fram á þingi 1907. Um uppbótarþingsætin hefir þeim þó brugðizt bogalistin. Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur benti réttilega á það á búnaðarþingi nú nýver- ið, að það var einmitt þessi leið, sem val- in var á þjóðveldistímanum til þess að jafna metin í lögréttu milli fjórðunganna, þegar Norðlendingar höfðu 12 goða, sem þar áttu sæti, en hinir fjórðungarnir ekki nema 9 hver, — og 3 „uppbótargoða“ að auki. að hefði verið freistandi að segja ná- kvæmar sögu kjördæmamálsins eftir 1918, — geta hinnar ágætu greinar Thors Thors, síðar sendiherra, sem hann ritaði í Vöku árið 1928 og mjög vakti menn til umhugsunar; segja frá tillögum Jóns heit- ins Baldvinssonar og annarra Alþýðu- flokksmanna; minna á merkar greinar Jóns Pálmasonar í Morgunblaðinu fyrir fáum árum; rekja sögu málsins á Alþingi, hvern- ig Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn, og síðar kommúnistar, þokuðu bar- áttunni fyrir jafnréttinu á leið, stig af stigi. Og enn mætti fleira telja. En það er hvorttveggja, að margt af þessu er mönnum enn í fersku minni og heimildirnar hverjum manni tiltækar, og hitt, að einhversstaðar verður staðar að nema. Ég get því aðeins tveggja stærstu viðburðanna, sem öðrum fremur urðu til að vekja þjóðina. í Alþingiskosningunum 1931 var í fyrsta sinni kosið um kjördæmamálið. Fram- sóknarflokkurinn vann mikinn sigur, hlaut 21 þingmann af 36, sem kosnir voru, — með 35,9% greiddra atkvæða. En þetta reyndist Pyrrusar-sigur. Sigurvegarinn hlaut að hopa af hólmi og samþykkja miklar réttarbætur á næstu árum. Svo sem sýnt var hér að framan, valdi Alþingi þá leið að reyna að blása anda hlutfallskosninga í líkama gömlu kjör- dæmaskipunarinnar, Úrslit þingkosning- anna í október 1942 gátu virzt benda til þess, að þetta hefði tekizt, því að þá var misréttið milli flokkanna við úrslitin ekki hróplegt. En það er langt síðan menn voru áminntir um það að láta ekki nýtt vín á gamla belgi. Vel hefðu menn mátt vera þessa minnugir enn, því að það fór svo, að gömlu belgirnir sviku. Fyrir síðustu kosningar gerðu tveir flokkar með sér kosningabandalag, hræðslubandalagið, sem í stuttu máli var í því fólgið, að annar þeirra skyldi bjóða fram í þeim kjördæm- um, þar sem báðir saman gætu talizt nokk- urnveginn vissir um að koma að manni, — nema í einu, þar sem tryggja átti hinum svokallað ,,móðurskip“. Á móðurskipið átti síðan að safna atkvæðunum úr öllum þeim kjördæmum, þar sem hræðslubandalagið var í minnihluta. Brellan tókst að vísu ekki til fulls, því að þeir náðu ekki þeim tilgangi sínum að fá hreinan meirihluta á þingi með 33,9% atkvæða, en hún tókst samt. Ég ræði ekki um lagahlið þessa máls. Með hjálp kommúnista úrskurðuðu þing- menn hræðslubandalagsins sig réttkjörna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.