Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 77
Framhald frá bls. 2
JÓhannes Kjahval er eins og náttúra Islands — í senn skelfileg og heillandi, heit eins og eldurinn, köld eins og
jökullinn. Hvar lindin tær og rajólkurþykkt jökulfljótið falla til liafs. A yfirborðinu eru flestar myndir Kjarvals mjög
hlédrægar, breiddur mosi eða gras yfir glóðirnar, en eldurinn vcrður ekki falinn til lengdar. — Jóhannes Kjarval er í
augum flestra tslendinga höfuðsnillingurinn, fjölbreylnin svo ótrúleg. kraft-
urinn óendanlegur.
„ÞAÐ ER GAMAN AÐ L1EA“ er máluð í rigningu vestur á Snæfells-
nesi, Nátlúran er dálítið drungaleg og veðurhorfur tvísýnar. Drengirnir í
fjörunni vita vel hvað þeir vilja, og það er ekki gaman að lifa fyrir það eitt
að allt leikur í lyndi, heldur miklu fremur \ egna þess, að þeir þora að horfast
i augu við hina tvisýnu veröld. og eru ákveðnir í að bjarga henni. — A
yfirlitssýningu í tilefni af sjölugsafmæli listamannsins var þessi mynd valin
til eftirprentunar af þremur málurum, og talin í hópi bezlu mvnda Kjarvals.
Verð 580,00 kr. — Innrömmuð 750,00 til 700,00 kr.
„ÍSLANDS Elí ÞAD LAG“ ber nafn með réllu. Þetla er mvnd af
Islandi. Litríkir blómknúpparnir brosa upp úr snjónum og andlit í hverjum
steini, jafnvel úðinn af fossinum dregsl saman i mikilúðlega andlitsmynd.
Listamaðurinn vann að þessu málverki i áratug, áður en hann sctti nafn
sitt á það.
Verð 650,00 kr. — Innrömmuð 870,00 lil 010,00 kr.
„KJALLAMJÖLK". Þessi mynd er af Þingvöllum — Flosagjá, Spöngin,
Armannsfell. „Gat ei nema Guð og eldur gjört svo dýrðlegt furðuverk".
Þessi orð Jónasar koma manni ósjálfrátt í hug andspænis þessu furðuverki
Kjarvals.
Verð 750,00 kr. — Innrömmuð 970,00 lil 905,00 kr.
Gunnlauour Scheving er aðeins rúmlega fimmtugnr, fæddur á Suðurlandi. Hann flullist mjög ungur til Seyðis-
fjarður og kynntist þar náið lífi og starfi sjómanna, en langflestar myndir hefir málarinn gert af skipum og sjómönnum
°K lífinu á hafinu. A seinni árum hefir hann þó heillasl mjög af sögulegum efnum, einkum þjóðkvæðum og rímum.
Myndir Sehevings eru allar fígúratívar, en þó yfirleitt ekki þannig að hann máli eftir ákveðnum fyrirmyndum, heldur
safnar hann áhrifum þeirra og fellir saman að eigin geðþótta. Scheving er
algerlega sjálfstæð ur listamaður, minnir aldrei á neina aðra rnálara. Haun er
tvímælalaust einn af okkar allra mestu listamönnum fyrr og síðar.
,JV1ATARHLÉ“ er mjög týpisk fyrir Scheving. Fjölskyldan situr að
drykkju út í laut á cnginu. Hafið og þorpið í fjarska. Fullkomin samstilling
h'iga og tauga eins og í kirkju. Illjóðlát gleði ríkir yfir hafinu, þorpinu og
fólkinu. Hér er það öryggi, sem allir leita að. Mvnd þessi gœti heitið ,,Fiöl-
skylda þjóðanna“.
^ erð 45;>.00 kr. — Innrömmuð 075,00 til 715,00 kr.