Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 37

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 37
TIMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR 31 ar ræður“, og verði þetta til stórtafar á þingstörfunum. Heldur virðist oss hann hafa reynzt sannspár í þessu efni. í svari sínu segir Jón Sigurðsson m. a.: „Það var sagt, að ef ein sýsla hefði 2 fulltrúa, þá ætti allar að hafa það; en til þessa sé ég enga ástæðu. Þingin em byggð á því, að allsherjarviljinn geti komið fram, fyrir munn fulltrúa þjóðar- innar; en þetta leiðir til þess, að full- trúafjöldinn verður hvað helzt að byggj- ast á innbúafjöldanum, og jafnast eftir lionum“. (Alþt. 1847, bls. 772). Þrátt fyrir þessar vel rökstuddu leið- beiningar Jóns Sigurðssonar fór það svo á næsta þingi, er gengið var frá bænar- skránni til konungs um kosningar til þjóð- fundarins, að beðið var um 40 þjóðkjörna fulltrúa, 2 fyrir hvert kjördæmi, enda var Jón Sigurðsson þá hvergi nærri, sem enn mun sagt verða. i 848—1850: Frelsislogi um löndin egar bænarskrá Alþingis fór til kon- ungs 1847, var þess ekki að vænta, að neinn árangur sæist, fyrr en tveim árum síðar, er Alþingi kæmi aftur saman til reglulegs fundar. En nú rak hver stórvið- burðurinn annan. Kristián konungur 8., sem endurreist hafði Alþingi, lézt hinn 20. janúar 1848. Nýkominn til ríkis lét Friðrik 7. það boð út ganga, að hann myndi afsala sér einveldi, því að frelsislogi fór um lönd- in. Jón Sigurðsson skrifaði Hugvekju til íslendinga og hraðaði útkomu Nýrra fé- lagsrita. Jón Guðmundsson, síðar ritstjóri Þjóðólfs, gekkst fyrir Þingvallafundi, þar sem skorað var á konung að veita íslandi þjóðþing útaf fyrir sig, með sömu réttind- um og þjóðþingi Dana yrði veitt, og að boða til sérstaks fundar innanlands, mál- lnu til undirbúnings. Margar bænarskrár sama efnis voru og undirritaðar. Loks er þess að geta, sem eigi varðar minnstu, að hinn 23. september 1848 gaf konungur fyr- irheit um, að boðað skyldi til þjóðfundar um stjórnskipunarmál íslands, áður en þeim yrði til lykta ráðið. Jafnframt var ákveðið, að Páll Melsteð yrði konungsfull- trúi á næsta þingi, en áður hafði hinn danski stiftamtmaður gegnt því starfi. Hjá stjórninni í Kaupmannahöfn var málum íslands safnað undir eina stjórnardeild, — íslenzku stjórnardeildina, og íslendingur skipaður forstjóri hennar, Brynjólfur Pét- ursson, einn hinn þjóðhollasti maður. Mikill hugur var í mönnum um störf Al- þingis 1849 og undirbúning þjóðfundar. Var nú boðaður nýr Þingvallafundur í júní 1849, og sendi hann Alþingi bænarskrá um kosningalög til þjóðfundarins. Þeir urðu samskipa frá Kaupmannahöfn Jón Sigurðsson og Páll Melsteð, hrepptu and- viðri mikil og voru meira en tvo mánuði á leiðinni. Hafði þingið staðið 1 4 vikur, er þeir komu, og átti í raun réttri að vera lokið, en stiftamtmaður tók það á sína ábyrgð að fresta þingslitum. Það liggur í augum uppi, að þingmenn gátu ekki setið aðgerðarlausir, þótt biðin eftir þeim félögum drægist á langinn. Eitt þeirra mála, sem fjallað hafði verið um í nefnd, síðan rætt ítarlega og afgreitt, var bænarskrá Þingvallafundar. Hefir lítillega verið drepið á afgreiðslu nokkurra atriða hér að framan, og mun það mála sannast, að þrátt fyrir mikinn áhuga og góðan vilja á þinginu, fannst það á, að þarna vantaði einmitt þá tvo þingmenn, sem bezta þekk- ingu höfðu á kosningamálinu, þótt þá greindi þar á um sumt sín á milli. Þingvallafundurinn hafði farið fram á það, að þjóðfundarfulltrúar yrðu 48, þar af 42 þjóðkjörnir, — „því séu kjördæmin lát- in vera eins og þau nú eru, þá þykir oss ekki hlýða, að færri séu fundarmenn en 2 úr nokkru kjördæmi, nema úr Reykjavík og Vestmannaeyjum; en séu þeir úr hin- um kjördæmunum ekki færri en 2, þá þykir ekki jöfnuður, að þau fjölmennu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.