Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Page 45

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Page 45
TÍMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR 39 höfðu þá nýlega verið sameinaðar í eitt lögsagnarumdæmi. Tillögur Mýramanna eru miklu ítarlegri. Þeir vilja 32 kjördæmi, er hvert kjósi einn þingmann, en „takmörk kjördæmanna skulu síðar ákveðin verða með lögum“. í athugasemdum við frumvarpið er þó borin fram til athugunar tillaga um nýja kjör- dæmaskiptingu. Eftir henni átti að skipta Arnessýslu í 3 kjördæmi, en 11 hinna stærri lögsagnarumdæma hverju í 2 kjör- dæmi, en sjö hin smæstu verði sérstök kjördæmi sem fyrr. Aðeins á einum stað er gert ráð fyrir því að flytja sveitir í kjör- dæmi utan lögsagnarumdæmisins: Geira- dalur og Reykhólasveit í Barðastrandar- sýslu áttu að hressa upp á Strandasýslu, sem þótti ærið fámenn. Húnvetningar vildu enn halda sér að óbeinum kosningum og lögðu til, að þing- menn væri 24. Um kjördæmin segja þeir: „Um það, hvort kjördæmin skyldu vera hin sömu og verið hafa, eða þeim ætti að breyta, hefir nefndin enga uppá- stungu gjört; en náttúrlegt þykir henni, að heldur væri farið eftir fólksfjölda enn þeim núverandi sýsiuskiptum; mætti þá að líkindum breyta svo til, að þjóðin gæti kosið alla þingmenn sína.“ Frásagnirnar hér að framan eru teknar eftir Undirbúningsblaði undir þjóðfund- inn. Tillögur úr Múlasýslum urðu seinar fyrir og birtust í Þjóðólfi 30. júní 1851. Þar er lagt til, að á Alþingi séu 26 þjóðkjörnir þingmenn og 6 þingkjörnir. ,,Hina þjóð- kjörnu á að kjósa tvo fyrir hvert af hin- um 12 gömlu þingum landsins, og 1 að auk fyrir Þorskafjarðarþing, og 1 fyrir Reykjavík. Hinir 6, er þingið kýs fyrirfram, séu embættismenn andlegrar og verald- legrar stéttar, eða aðrir menntaðir menn“. I greinargerð fyrir tillögunum segir enn- fremur: „Þótt í þessum gömlu þingum lands- ins sé sumstaðar nokkuð mismunandi fólksfjöldi, svarar þó sú tala þjóðkjör- inna þingmanna, sem hér er stungið upp á úr þingi hverju, betur að til- tölu til fólksfjöldans í hverju af þeim, heldur en ef annaðhvort 1 eða 2 væru kosnir úr sýslum þeim, sem nú eru. En það sýnist þó einmitt fara vel á því og vera sanngjarnlegt, að jöfnuður ætti sér stað sem bezt mætti; því að það, að jafn- margir séu kosnir úr fámennustu sýsl- um landsins sem hinum fjölmennustu, sýnist enginn jöfnuður vera. En þessi ójöfnuður tækist að miklu af með því að láta 12 hin gömlu þing ráða jafnri þing- mannatölu, auk þeirra tveggja, sem áð- ur er getið“. onungur lagði nýtt frumvarp til laga um kosningar til Alþingis fyrir þjóð- fundinn. Ákvæði þess voru 1 nokkrum greinum ófrjálsari en reglurnar um kosn- ingar til þjóðfundarins, einkum um efna- hagsskilyrðin fyrir kosningarrétti, þótt mikil væri framförin frá alþingistilskip- uninni 1843. Lagt var til, að 30 yrði þjóðkjörnir full- trúar á Alþingi, kosnir í 21 kjördæmi. Eru þau hin sömu og áður, nema Þingeyjar- sýsla er orðin eitt kjördæmi, Skaftafells- sýslu er tvískipt og Hnappadalssýsla, sem áður var með Mýrasýslu, er gerð sjálfstætt kjördæmi. — Gert er ráð fyrir 6 kon- ungkjörnum þingmönnum eins og áður. í athugasemdunum við þessa grein frum- varpsins sést, að stjórnin er engan veginn ánægð með þetta fyrirkomulag: „Það hefir oft verið talinn sem ókost- ur á þeirri skiptingu landsins, er hingað til hefir verið, í kjördæmi, er samsvara lögsagnar-umdæmunum, að mikill mis- munur er á fólksf jöldanum í hinum ein- stöku sýslum og verður með því ójöfn tiltalan milli fulltrúatölunnar og fólks- fjöldans. í frumvarpi þessu er að nokkru leyti reynt til að bæta úr bresti þessum, með því að veita lögsagnarumdæmum þeim, er hafa að tiltölu mestan fólks- fjölda, eða hér um bil 3000 innbúa eða

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.