Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Side 8

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Side 8
Menningarmál Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri: Skanssvæðið í Vestmannaeyjum Greinarhöfundur, Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri. Stafkirkjan í baksýn. Greinarhöfundur, Guðjón Hjörleifsson, lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfrœðaskólanum i Vestmannaeyjum árið 1972 og stundaði siðan nám í einn vetur ífram- haldsdeild við skólann. Hann starfaði sem skrifstofu- stjóri i Sparisjóði Vestmannaeyja frá febniar 1975 uns hann var ráðinn bæjarstjóri Vestmannaeyjakaupstaðar hinn 1. september 1990. Guðjón hefur verið bæjarfull- trúi fyrir Sjálfstœðisflokkinn frá árinu 1994 ogjafn- framt átt sœti í bœjarráði. Hann erformaður stjórnar bœjarveitna, hafnarstjórnar, Þróunarfélags Vestmanna- eyja og Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabœjar. Hann hefur átt sæti ífulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 1990 og var varamaður í stjórn þess kjörtímabilið 1994 til 1998. Skanssvæðið í Vestmannaeyjum er orðið eitt hið fallegasta útivistarsvæði landsins, en svæðið hefur mikið sögulegt og menningarlegt gildi. Ég ætla í nokkrum orðum að gera grein fyrir mannvirkjum á svæðinu, en síðustu framkvæmdir og heildarsvip- mót svæðisins hannaði Pétur Jónsson landslags- arkitekt í samvinnu við byggingarnefnd Staf- kirkjunnar, en hún var skipuð af forsætisráðherra til þess að annast undirbúning og móttöku þjóðar- gjafarinnar. Stafkirkjan á Heimaey Hugmyndin að byggingu kirkju í Eyjum kom fram árið 1995 frá Árna Johnsen og er sótt í frásögn Kristnisögu og Land- námu þar sem greint er frá því að árið 1000 hafi víkingarnir og kristniboðarnir Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason komið til ís- lands sem kristniboðar Ólafs Noregskonungs. Kristnisaga segir frá því að urn borð í skipum þeirra var tilhöggvið timbur í kirkju sem þeir áttu að reisa á staðnum sem þeir kæmu til, en timbrið var gjöf Noregs- konungs. Fyrsti staðurinn var Vestmannaeyjar. Frá því er greint að Gissur hvíti og Hjalti hafi rætt um það hvort reisa ætti kirkjuna sunnan eða norðan innsiglingarinnar og var varpað hlut- kesti um staðarval. Kirkjan var þá reist á nokkrum dögum á Hörgaeyri, eins og segir í Kristnisögu, þar sem áður voru hörgar og blót. Fyrstu skrefin voru að hafa samband við Norð- menn urn hugsanlegan áhuga þeirra á að taka þátt í verkefninu og þar nutu Eyjamenn aðstoðar og út- sjónarsemi Geirs H. Haarde Ijármálaráðherra sem þá var í fremstu röð talsmanna Norðurlandaráðs og jafnframt var málið opnað við Jan P. Syse stór- þingsmann og einn af forsetum norska þingsins og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Hann varð strax stórhrifinn af hugmyndinni og fylgdi henni fast eftir og staðfesti hann síðan óformlega að Norðmenn rnyndu vilja gefa kirkjuna, en formleg ákvörðun var síðan tekin árið 1998 en þá ákvað norska Stórþingið og ríkisstjórn Noregs að staf- kirkjan skyldi vera þjóðargjöf Noregs til íslendinga á 1000 ára kristnitökuafmælinu. Undirbúningsnefnd var skipuð í Noregi og eftir samráð við norska og íslenska sérfræðinga var ákveðið að fyrirmyndin skyldi vera Holtdalskirkja í Noregi, kirkja sem byggð var árið 1170 i stíl 10.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.