Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Side 38

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Side 38
Samgöngumál Skúli Bjarnason hrl., formaður stjómar Strætó bs.: Stofnun Strætó bs. Með stofnun Strætó bs. og formlegri yfirtöku fyrirtækisins á verkefnum Strætisvagna Reykjavíkur (SVR) og Almenn- ingsvagna bs. (AV) hinn 1. júlí sl. var brotið í blað í sögu al- menningssamgangna á höfuð- borgarsvæðinu. Áður höfðu sveitarfélögin sjö leyst þessi mál með mismunandi hætti; Reykja- vík sá sjálf um sinn rekstur með eigin vagnaflota og eigin starfs- mönnum en lét þó verktaka sinna akstrinum upp á Kjalarnes, Seltjarnarnes naut þjónustu SVR samkvæmt sérstökum samningi en SVR hafði umsjón með þjón- ustunni fyrir Mosfellsbæ, en framkvæmd hennar var á höndum verktaka. Suðurbæirnir, Hafnarfjörður, Bessastaða- hreppur, Garðabær og Kópa- vogur, ráku hins vegar saman byggðasamlag um þjónustuna, AV bs., en fólu verktaka, Hag- vögnum hf., alla framkvæmd hennar. Hugmyndir um að sinna svæðinu öllu með einu fyrirtæki eru ekki nýjar af nálinni. Raunar má segja að þeirra verði fyrst vart í tillögu Einars Arnórssonar, bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Reykjavíkur, frá 1930, en þá var samþykkt að rannsakað yrði með hverjum hætti skyldi komið á reglubundnum mannflutningum með almenningsbifreið um og umhverfis bœinn. Skömmu áður hafði Knud Zimsen borgarstjóri skilað tillögu um fastar áætlun- arferðir innan borgarmarkanna, enda taldi hann að umferð væri orðin það mikil að „ekki mundi þurfa að kosta til slikra ferða miklu fé úr bœjarsjóði, enda þótt ég telji víst, að fyrst um sinn verði að styrkja slíkar ferðir með nokkni fjárframlagi. “ Undanfarin 20 ár rná segja að sameiningarhugmyndir hafi skotið upp kollinum af og til, en þó ekki af fullri alvöru fyrr en nú fyrir einu til tveimur árum. Kemur þar sjálfsagt fyrst og fremst til að nú eru bæjarfélögin orðin meira og minna samvaxin og því augljós hagkvæmnirök að reka þjónustuna á einu leiðakerfi og með einni gjaldskrá, að ekki sé minnst á hagsmuni notenda þjónustunnar. Er það raunar svo að alls staðar í grannlöndunum þar sem háttar til með líkum hætti og hér að þéttbýliskjarnar hafa vaxið saman er fyrir löngu búið að sameina almennings- samgöngur í eitt fyrirtæki. Sameiningarferlið Segja má að hið eiginlega sameiningarferli nú hafi aðeins tekið um fimm mánuði frá því að samhljóða tillaga um undir- búning var samþykkt í öllum sveitarfélögunum sjö og þangað Skúli Bjarnason varð lögfrœðingur frá Háskóla íslands 1980, héraðsdómslögmaður 1983 og hœstaréttarlögmaður 1998. I laganámi sínu valdi hann félagarétt og þjóðarétt sem valjög, sótti árió 1989 námskeið í New York í bandariskum lögum, stundaði árið 1992 nám í Evrópurétti í Endurmenntunarstofnun og var við nám og störf í Svíþjóð á árunum 1999-2000. Hann starfaði sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Akranesi 1980-1982, varfulltrúi ífjármálaráðu- neytinu 1982-1984 en hefurfrá árinu 1984 rekið eigin lögmannsstofu í Reykjavík, Lögmenn sf.,jyrst í samstarfi við SigurgeirA. Jónsson og lngólf Friðjónsson en frá árinu 2000 ífélagi við Arnór H. Halldórsson. Skúli fékk snemma meirapróf og rútuprófsréttindi og starfaði m.a. við akstur vörubíla og strœtisvagna í námsleyfum. Skúli hefur um árabil annast ýmis verkefni fyrir Reykjavíkurborg. Arið 1996 var hann for- maður starfshóps um sölu borgareigna og í kjölfar þess annaðist hann ásamt Jleirum sölu á Pípugerðinni hf. og á Húsatryggingum Reykjavíkur hf. Starfshópurinn sá einnig um breytingu á rekstrarformi Malbikunar- stöðvarinnar og sameiningu Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur I Orkuveitu Reykjavíkur 1998 og var Skúli verkefnisstjóri í sameiningarferlinu sem og við sameiningu Vatnsveitu Reykjavikur við Orkuveituna 1999. Þá vann hann að stofnun Félagsbústaða hf. 1997 og var stjórnarformaður 1997-1998, annaðist úttekt á almenningssam- göngum á höfuðborgarsvæðinu 2000, var verkefnisstjóri við stofnun Strœtó bs. 2001 og íframhaldi af því stjórnarformaður Strœtó bs. Þá var hann og stjórnarformaður Aburðarverksmiðjunnar hf. 1996 til 1999.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.