Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 51

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 51
Erlend samskipti 465 sendar til ráðherraráðsins og Evrópuþingsins en þar hafa íslendingar og hin EFTA-ríkin hins vegar enga formlega aðkomu. Innan þessara tveggja stofnana eru hinar pólitísku ákvarðanir teknar og því tekur málatilbúnaður framkvæmdastjórnarinnar þar oft miklum breytingum. Á undanfornum árum hefur þingið jafnframt öðlast töluvert aukin völd með samákvörðunarferlinum svokallaða (co-dec- ision), en ekki var gert ráð fyrir honum við gerð EES-samningsins. Með tilkomu sam- ákvörðunarferilsins hefur þannig dregið úr áhrifum framkvæmdastjórnarinnar, sem aftur veldur því að íslensk stjórnvöld hafa enn takmarkaðri áhrif á þá löggjöf sem sett er á Evrópska efnahagssvæðinu. En hvað geta sveitarfélögin gert til að tryggja hagsmuni sína á Evrópuvettvangi? Til eru ýmsar leiðir, en þó verða menn ávallt að byrja á byrjun- inni. Þar sem þekking á innviðum og þýðingu Evrópusamstarfsins virðist heldur bágborin meðal íslenskra sveitarstjórnarmanna verður að setja fræðslu og umfjöllun í öndvegi og nauðsynlegt er að gera átak í þeim málum með fundahaldi og hnitmiðaðri upplýsingagjöf. Án slíkrar grunnvinnu verður aldrei hægt að skipuleggja árangursríka hagsmunagæslu eða nýta þau tækifæri sem Evrópusamvinnan hefur upp á að bjóða. Fyrsta skrefið að raunverulegri hagsmunagæslu myndi felast í bættum samskiptum við einstök fagráðu- neyti en fjöldi þeirra hefur fasta fúlltrúa í Brussel, sem sinna samskiptum við embættismenn sam- bandsins og koma íslenskum sjónarmiðum á fram- færi. Góður aðgangur að upplýsingum getur skipt höfuðmáli í Evrópusamvinnunni, enda hefur reynslan sýnt að reynt er að taka tillit til flestra sjónarmiða innan Evrópusambandsins svo framar- lega sem þau eru skynsamleg og vel rökstudd. Það stoðar hins vegar lítið að koma með athugasemdir þegar samningar eru á lokastigi, sérstaklega þegar ríkið, sem í hlut á, stendur utan sambandsins. Upplýsingarnar veita jafnframt skilning á innihaldi gerða og auðvelda framkvæmd þeirra hér á landi en vel mætti hugsa sér aukið samstarf milli einstakra ráðuneyta og sveitarstjórnarstigsins í þessum málum. Auka ber þátttöku í alþjóðlegu samstarfi Afar mikilvægt er að hafa í huga að Evrópusam- starfið fer ekki eingöngu fram á vettvangi ríkis- stjórna því mikill vöxtur hefur verið í starfsemi alþjóðlegra samtaka á ýmsum afmörkuðum sviðum. Þar sem margar mikilvægar ákvarðanir, sem áður voru teknar í einstaka ríkjum, eru nú teknar með alþjóðlegri samvinnu í Brussel hefúr fjöldi aðila tekið höndum saman um að koma hagsmunum sínum á framfæri á Evrópuvísu og leitar framkvæmdastjórnin í auknurn mæli til slikra félaga og samtaka við undirbúning gerða. Á vett- vangi sveitarfélaga er einnig að finna slíkt samstarf og ættu íslensk sveitarfélög að hugsa alvarlega um þátttöku í tvennum samtökum, CEMR (Council of European Municipalities and Regions - Ráð sveitar- og héraðsstjórna í Evrópu) og CEEP (Centre Eur- opean de 1 Entreprise Publique, á ensku European Centre of Enterprises with public participation - sem eru samtök fyrirtækja í opinberri eigu). CEEP er, líkt og atvinnurekendasamtökin UNICE og launþegasamtökin ETUC (European Trade Union Confederation - samband launþega- samtakanna í EFTA-ríkjunum), aðili að svokölluðu samráði aðila vinnumarkaðarins (social diologue), sem er einn af hornsteinum félagsmálastefnu Evrópusambandsins. Samráð þetta á rætur sínar að rekja til fullgerðar innri markaðarins en aðdragand- inn var sá að fyrrum forseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins, Jacques Delors, bauð um- ræddum samráðsaðilum (social partners) að taka þátt í fundi framkvæmdastjórnarinnar í Val Duchesse árið 1985. Þar átti að leita leiða til að auka Ijárfestingu, atvinnu og hagvöxt í álfúnni. í kjölfar gildistöku einingarlaga Evrópu tveimur árum síðar öðlaðist samráðið lagagrundvöll, sem hafði það í för með sér að þátttakendurnir öðluðust beina þátttöku í lagasetningarferli sambandsins á vinnu- og félagsmálasviðinu. Frarn- kvæmdastjórninni er m.ö.o. skylt að hafa samráð við umrædda aðila um nýjar lagasetningartillögur á þeim sviðum. Samráðsaðilunum stendur til boða að gera sjálfir bindandi samninga um efni tillagnanna og náist samningar þeirra á milli verður innihald þeirra tekið upp í tilskipun án aðkomu stjórnvalda í aðild- arríkjunum. Ef samningar nást hins vegar ekki gefur framkvæmdastjórnin út reglugerð til sam- þykktar í þjóðþingum þeirra og á EES-svæðinu einnig ef svo ber undir. Samráðsaðilarnir hafa þar af leiðandi töluverð áhrif og ekki síður mikilvægan aðgang að upplýsingum um frumvörp fram-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.