Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 53

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 53
Erlend samskipti launatölur því þær eru auðvitað reiknaðar út frá mismunandi forsendum. Ýmsir erindrekar í Brussel fá t.a.m. greitt samkvæmt diplómata- kjörum en aðrir einfaldlega samkvæmt belgískum reglum. Auk skrifstofú- og launakostnaðar þyrfti einnig að gera ráð fyrir ákveðnum stofn- sem og ferðakostnaði og jafnvel mætti einnig gera ráð fyrir ákveðnum kostnaði vegna útgáfú, en afar nauðsyn- legt er að starf erindreka á erlendri grundu nái að skila sér til grasrótarinnar. Annar möguleiki er að leigja tímabundið skrif- stofu í húsnæðinu, t.a.m. á mánaðargrundvelli, en það kynni að vera góður kostur ef nauðsynlegt yrði talið að senda erindreka til tímabundinna starfa í Brussel. Það hlýtur einnig að teljast skynsamlegt að erindreki yrði sendur i nokkrar vikur eða mán- uði til reynslu áður en ákvörðun um fastan erind- rekstur yrði tekin, enda þyrfti að fara fram frekari könnun á hagkvæmni slíks starfs. Hinir norrænu fulltrúar, sem og skrifstofústjóri skosku sveitarfé- lagaskrifstofunnar í Brussel höfðu einnig á orði að íslenskum erindreka yrði velkomið að fylgjast tímabundið með störfúm þeirra áður en frekari ákvarðanir yrðu teknar. Nefndi Skotinn m.a. að pólskur fulltrúi hefði fylgst afar náið með störfum sínum í heilan mánuð, farið með honum á fundi og hlustað á samtöl, í aðdraganda að stofnun pólskrar hagsmunagæsluskrifstofu. Ástæðan fyrir þessum jákvæðu viðbrögðum er að sjálfsögðu sú að starf umræddra aðila byggist fyrst og fremst á persónu- legum samskiptum og samvinnu við fjölda aðila, sem allir sjá sér hag í víðtækum tengslum og já- kvæðu samstarfi. Þriðji möguleikinn, sem menn kynnu að vilja skoða, er að sveitarfélögin hefðu fastan fúlltrúa í íslenska sendiráðinu í Brussel, líkt og fjöldi fag- ráðuneyta. Slíkur fúlltrúi myndi þá í samvinnu við sendiráðsfólk gæta hagsmuna sveitarfélaganna við stjórnvaldsákvarðanir sem og i viðræðum við emb- ættismenn Evrópusambandsins. Með viðveru í sendiráðinu myndi umræddur fulltrúi njóta þekk- ingar og innsýnar sem þar er fyrir hendi og sendi- ráðið fengi á móti beina tengingu við sveitarfé- lögin. Stór kostur við umrætt fyrirkomulag yrði að það fæli í sér töluvert minni kostnað en ef skrif- stofuaðstaða væri leigð annars staðar í borginni. Hér gildir þó einnig að gæta verður þess að sam- skiptin við skrifstofú sambandsins í Reykjavík verða að vera þannig að upplýsingaflæðið sé stöðugt og gagnkvæmt. Einnig kæmi til greina að fara í samstarf við aðra aðila, sem einnig hafa hagsmuna að gæta í Brussel, t.a.m. aðila vinnumarkaðarins, Verslunarráð, ein- staka fyrirtæki eða hóp fyrirtækja. Evrópuskrif- stofa Árósa er t.a.m. rekin í samstarfi Árósaborgar og Árósaamts en fær mjög stóran hluta tekna sinna af verktöku fyrir fyrirtæki, skóla, stofnanir o.fl. Skrifstofan tekur jafnvel að sér verkefni fyrir aðila utan Árósasvæðisins og Danmerkur en fyrir það er tekið nokkuð hærra þjónustugjald. Að sjálfsögðu hafa Danir, sem eru aðilar að Evrópusambandinu, þó meiri hagsmuna að gæta i Brussel en Islend- ingar en þó ber ekki að útiloka þann möguleika að gera þjónustusamninga til að ijármagna skrifstofu- reksturinn að hluta. Nauðsynlegt er að móta langtímastefnu í Evrópumálum En í hverju myndu störf erindreka sveitarfélag- anna í Brussel felast? Stærsti hluti starfsins yrði fólginn í upplýsingagjöf um málefni sem snerta sveitarfélögin í Evrópusamstarfi. Umræddur aðili þyrfti að fylgjast með þeim málefnum sem í kerf- inu eru hverju sinni og leggja mat á áhrif þeirra hér á landi. Hann þyrfti að fylgjast með málatilbúnaði innan framkvæmdastjórnarinnar og þeim breyting- um sem kunna að verða á tillögum í öðrum stofn- unum og semja skýrslur um þau málefni. Einnig myndi hann fylgjast með tillögum að lagafrum- vörpum, sem oft eru gefnar út í skýrslum, og sækja opnar ráðstefnur og fundi, sem oft eru haldnir í tengslum við tillögugerðir. Fulltrúinn myndi án efa vinna í nánu samstarfi við starfsmenn fagráðu- neyta í sendiráðinu þar sem um afar stórt svið er að ræða. Jafnframt væri hann i góðri stöðu til að þrýsta á ráðuneytin um að sinna málefnum sveitar- félaganna og veita þeim aðstoð við það. Önnur leið er síðan að fylgjast með fundum héraðanefndar- innar, því þar er fjallað um þau málefni sem snerta sveitarfélög og héruð og þau krufin til mergjar. Vegna smæðar sinnar er afar nauðsynlegt fyrir ís- lensk sveitarfélög að nýta alþjóðlegt samstarf á Evrópuvettvangi og því myndi íslenskur fulltrúi einnig sinna tengslum og sérfræðifundum innan CEMR og CEEP, ef sambandið ákveður að ganga í þau mikilvægu samtök. Jafnframt kynni hann að sinna starfi innan ráðgjafarnefndar EFTA. Fulltrú- inn myndi eftir fremsta megni reyna að koma íslenskum sjónarmiðum og hagsmunum á fram- færi, með formlegum sem og óformlegum leiðum,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.